Fréttir - 30.08.1918, Side 3
FRETTIR
3
Kréttir.
Rosta ó anra eintakið i lausasölu.
Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnði.
AuglýsingaTerð: 50 aura
hver centimeter í dálki, miöaö við
Qórdálka blaðsíöur.
Af greiðsla í Austur-
stræti 18. simi 31ö.
Við anglýsingnm er tekið á af-
gTeiðslnnni og í prentsm. Gntenberg.
Útgefandi:
Félag 1 líeyUjavík.
Ritstjóri:
Guðm. Guðmundssou,
sliáld
Sími 448. ‘ Pósthólf 286.
Viðtalstími venjulega kl. 4—5 virka
daga á Óöinsg. 8 B uppi á lofti.
(Framhald af 1. síðu.)
menning, og halda sér viku til
hálfan mánuð heima hjá sér og
fara eigi út, meðan veikin er á
hæsta stigi í nágrenninu.
Farsótt þessi sýkir sem sagt
fjölda manna í senn, en ekki eiga
merin lengi í henni yfirleitt: 4—5
—10 vikur. Stundum tekur hún
sig upp aftur og aftur á sama stað,
eins og venjuleg inflúenza. Með-
göngutíminn er misjafn, þetta frá
6 klukkustundum til 8 daga. Fer
hún þó geyst af stað, er hún gerir
vart við sig. Byrjar hún oftast
með köldu, — stundum, en sjald-
an þó, með svitaútslætti miklum
— hósta, þrota og roða (kvefi) í
öndunarfærunum, og stundum
þrota og rensli úr augunum, vegna
hvarma-slimbólgu, höfuðverk og
beinverkjum, einkum í útlimunum,
brjósti og milli herðablaðanna.
Hitinn er mikill, 39—40°, og verð-
ur meira að segja stundum 42°,
jafnvel alt að 43°. Venjulega dreg-
ur úr magni veikinnar að viku
liðinni, stundum ekki fyrri en eft-
ir hálfan mánuð, en hita hefur
sjúklingurinn oft við og við lengi
á eftir. Eftirköstin eru venjulega
magnleysi og oft og einatt ýmis-
leg taugaveiklun.
Menn hafa ekki fundið neitt
óbrigðult ráð til þess að verjast
þessari veiki, frekar en venjulegri
inflúenzu. (Vanalega varkárni er
sjálfsagt að hafa, eins og við allar
næmar sóttir, svo sem hreinlæti í
hvívetna, — að þvo sér altaf um
höndurnar þegar tekið hefur verið
i hönd einhverjum, eða komið er
af göngu, bursta tennurnar á hverju
kvöldi, skola háls og munn úr
veiku saltvatni, o. s. frv.). Ekki
hefur heldur tekist að fá óbrigðult
lyf gegn þessari veiki. Satt er það,
að menn gerðu sér miklar vonir
um kinin gegn inflúenzu, Og þótt-
ust þar styðjast við reynzluna, en
um það hefur farið sem önnur
svo nefnd »inflúenzu-lyf«. Vonirnar
hafa látið sér til skammar verða.
Símfréttir.
Opinberar símskýrzlur
er landsímastjórinn hefur sent blöðunum til birtingar
og sendir fyrst um sinn, meðan sæsíminn er bilaður.
I. Loítskeyti frá l’arís.
29. ágúst kl. 0.12.
Hersveitir Frakka hafa haldið áfram að elta Pjóðverja allan
daginn og rekið fast á eftir. En Pjóðverjar hafa hraðað undanhaldinu
á 30 kílómetra löngu svæði á víglínunni. Hafa Frakkar náð hæðun-
um vestan við Somme-fljót frá Cizancourt alt að svæðinu
fyrir austan Nesle. Nokkru sunnar hafa þeir sótt fram með fljótinu
vestan frá Canal du Nord til þess er meginhluti þess rennur milli
Nesle og Noyon. Fyrir norðan Oise hafa þeir tekið Suzoy, Pont-
l’Evéque, Vauchelles og Porquéricourt.
Sókn Frakka þennan dag er meira en 10 kílómetrar fram á við
sumstaðar. Síðan í morgun hafa þeir tekið um 40 þorp aftur.
Meðal hinna mikilsverðu birgða, er bjóðverjar hafa skilið eftir,
hafa Frakkar fundið þrjár járnbrautarlestir hlaðnar hergögnum og
auk þess hafa þeir lekið 500 fanga.
Milli Oise og Aisne hafa snarpar orrustur staðið i grend við
Juvigny og í þeim hafa Bandaríkjamenn hreystilega hrundið af sér
fjöldamörgum gagnáhlaupum óvinanna og unnið nokkuð á.
Harðvítuga tilraun Þjóðverja að brjótast yfir Veslu fyrir sunnan
Bazoches og Fismettes komu sameinaðar hersveitir Bandaríkjanna
einnig í veg fyrir. Að öðru leyti var rólegt á vígstöðvunum í gær.
II. Loítskeyti írá Herlín.
28. ágúst að kvöldi.
Fyrir suð-austan Arras hafa endurteknar tilraunir óvinanna að
brjótast í gegn strandað. — Norðan við Bapaume og norðan við
Somme gerðu Bretar árangurslaus áhlaup með miklu manntjóni. —
Milli Somme og Oise eru háðar framstöðvarorrustur fyrir framan
hinar nýju stöðar vorar. Áhlaupum Frakka norðan við Aisne var
hrundið og biðu þeir manntjón mikið.
Opinber sbýrsla frá Wien 28. ágúst.
Njósnarstarfsemi er haldið uppi á fjallavígstöðvum ítala.
I Albaniu hefur svæði nokkurt verið tekið nýlega i afturvarða-
orrustum.
III. Loftskeyti írá Berlín.
29. ágúst að kvöldi.
Fyrir suðaustan Arras hafa siðari hluta dagsins orðið nýjar
framvarðaorrustur fyrir framan hinar nýju línur vorar fyrir austan
Bapaume—Peronne og austan Noyon. Fótgönguliðsskærur við Ailetle.
Mille Ailette og Aisne hafa mjög snörp áhlaup af hálfu Frakka og
Amerikumanna strandað með miklu manntjóni óvinanna. Til þessa
hefur frézt um, að 50 brynreiðar hafi verið ónýttar með skothríð.
IV. Loftskeyti frá París.
Heppilegast myndi reynast að svita
sig þegar í byrjun veikinnar, og
væri þá ekki úr vegi að nota gott
te, t. d. hið góða og gamla »Hylde-
te« með hunangi. Það er gamalt
húslyf, eins og laxerolían, og skyldi
enginn það fyrirlita, þótt nú sé
viðast »komið úr móð«.
Við höfuðverknum og beinverkj-
unum þarf lyf, og skal þess getið
29. ágúst kl. 15.
Hernaðaraðstaðan á vígstöðvum Frakka:
Áköf stórskotahrið var í nótt á Somme-vígstöðvunum.
Þjóðverjar hafa gert mörg og mikil áhlaup i Lothringen, en ekki
náð tilætluðum árangri. — Á hinn bóginn hafa Frakkar á tveim
stöðum gert bug á víglinu Þjóðverja í Champagne og tekið aftur 15
fanga. Annars alveg kyrt um nóttina.
(Framh. á 4. bls.)
að einkar hentugt er að taka lít-
inn skamt af dimetyl-amido-anti-
pyrin (fæst ekki hér á landi nema
eftir lyfseðli frá lækni.— Þýð.), enda
virðist það hafa einkar góð áhrif
og draga úr magni veikinnar.
»Spánska veikin« virðist eigi
mjög banvæn, frekar en aðrar
allsherjar kvefsóttir (nema allsherj-
ar farsóttin 1891—’92). Úr infiú-
enzu er alment talið að deyi 1—2
af þúsundi. Svo er og um spönsku
veikina. Banameinið er þó venju-
lega ekki veikin sjálf, heldur fylgj-
ur hennar, svo sem lungnabólgan.
(í erlendum blöðum er sagt frá því,
að veikin hafi drepið fólk unn-
vörpum á Spáni, og víðar er sagl
frá, að mjög margir hafi dáið, er
lungnabólgu hafi fengið í eða upp
úr spönsku veikinni. Þýð.).
Sjúklingurinn verður að fara vel
með sig meðan hann er að ná sér,
styrkja kraftana og hvíla taugarn-
ar, eins og unt er, einkum í sveita-
og fjallalofti. Sjóloft er og oft gott.
Hvað er í íréttum?
Símasambandið við útlönd.
Loftskeytastöðin hér hefur náð
að heyra til loftskeytastöðvarinnar
í Lyngby nálægt Kaupmannahöfn
og fær líklega þaðan skeyti dag-
lega kl. 6 e. hád. héðan af. Þó
munu að líkindum að eins fást
stjórnarskeyti þessa leið, lengra
mun eigi enn komið samningum
um notkun þessa sambands.
Aftur á móti fást nú tilkynn-
ingarnar opinberu frá þýzku
og frönsku stjórnunum og mun
verða birtur útdráttur úr þeim á
meðan símslitin vara og ef til vill
lengur. Er talið líklegt að sæsím-
inn verði bættur áður en tvær vik-
ur eru liðnar. Vonlaust er ekki
talið að loftskeytastöðinni hér tak-
ist að ná til stöðvarinnar í Bergen,
og ef svo reynist, þá má einnig
koma skeytum héðan út, en vart
munu það verða annað en stjórn-
arskeyti, er fá að fara í toftinu fyrst
um sinn. Fálkinn mun verða hafð-
ur sem millistöð í Færeyjum til
frekari tryggingar, þegar hann
kemur þangað i næstu viku.
Sterling
mun nú vera á Seyðisfirði eða
ef til vill farinn þaðan.
Villemoes
á að fara til Ameriku í dag.
Frigga,
skonnorta þrimöstruð fermd kol-
um kom í gær til »Kol og salt«.
Fálkinn
fór til Viðeyjar í gær að taka
kol og lagði síðan af stað norður
og austur um land áleiðis til Fær-
eyja. Mun koma við á Akureyri
og Seyðisfirði. — Póst hafði skipið
tekið kringum landið, en ekkert
verið tilkynt um það fyrirfram, að