Fréttir - 30.08.1918, Qupperneq 4
4
FBETTIR
skipið færi þessa leið, svo að það
mun hafa komið fáum að haldi.
"V. Loftskeyti frá París.
30. ágúst kl. 0.5.
Tíðar tækifærisferðir
fyrir innanlands póstflutninga
segir pósthúsið að séu nú um
þessar mundir. Bað er að eins sá
galli á þessum ferðum, að um
þær fær enginn að vita fyrirfram,
og heldur ekki, hvort vissa sé fyrir
að framhald muni verða á þessum
góðu samgöngum. Hingað til hefur
verið venja að auglýsa er skips-
ferðir falla til annara landshluta,
en nú er því hætt.
Ef póststjórnin stendst ekki þann
kostnað, að láta skrifa og festa
upp auglýsingar á póststofunni
a. m. k., væri gustuk af Alþingi
að hlaupa undir baggann og veita
svo sem 25—50 krónur í þessu
skyni. Meira mundu slíkar aug-
lýsingar varla kosta.
# í gær héldu hersveitir Frakka áfram sókn í grendinni við Canal
du Nord, sem þeir hafa nú alla á valdi sinu, nema hjá Catigny og
Sermais. Frakkar hafa tekið Oesnoy-skóginn norðaustan við d’EcuviI-
loy og Beauvains.
Nokkru sunnar hefur orrustan verið likust ógurlegu blóðbaði.
Frakkar hafa tekið Noyon með áhlaupi og eru komnir alla leið að
Lisiéres fyrir sunnan d’Happlincourt.
Fyrir austan Noyon hafa Frakkar náð fótfestu við Tentes fyrir
sunnan Mont Saint-Siméon, og tekið Langrimont og Morlincourt. Þeir
hafa tekið þar mörg hundruð fanga.
Milli Oise og Aisne hafa Frakkar náð að fara yfir Ailette-fljót á
ýmsum stöðum fyrir norðan og sunnan Champagne þrátt fyrir ákafa
mótstöðu Þjóðveija. Guny og Pont-Saint-Mard eru nú á valdi Frakka.
Annars hefur ekkert markvert borið við á vígstöðvunum.
DANZStNING
frú Stefaníu Guðmundsdóttur verður á
sunnudaginn
Skjöldur
kom frá Borgarnesi í gær. Far-
þegar voru 50—60, þar á meðal
Sig. Eggerz ráðherra og frú hans,
Hjörtur Snorrason alþm., Sigurður
Runólfsson kaupfélagsstjóri, Andrés
Féldsted augnlæknir.
Berklaliæli
vilja Norðlendingar koma upp
hjá sér. Hafa ungmennafélög og
kvenfélög nyrðra samþykt að styðja
að því, að slík stofnun verði þar
sett á fót. Voru einnig kosnar
nefndir til að undirbúa málið.
Kafskotið
var seglskipið Ludvig á leið fr^
Eyrarbakka til Danmerkur. Flutti
kafbátur sá er skipinu sökti skip-
verja upp undir Noreg og komust
þeir þar á land eftir 32 stunda
róður. Skipið hafði ekki haft farm
meðferðis.
Aðgöngumiðar
laugardaginn kl. 4—7 og á
kl. 9.
seldir á
sunnudaginn frá kl. 10.
I síðasta sinn.
ws
Utileg“a
Handbók útileg'u-manna
fæst í bókaverzlunum
Prentsmiðjan Gutenberg.
Tvö sönglög
eftir Arreboe Clausen koma út I
dag. Eru þau við vísur H. Hafstein:
»Blessuð sólin elskar alt« og vísu
Þorsteins Erlingssonar: »Þér frjálst
er að sjá, hvar eg bólið mitt bjó«.
Botnía
fór frá Færeyjum kl. 3 í gær.
— Eftir þessu hefur óveðrið ekki
orðið henni til tafar.
Bannmálið.
Ef norska blaðið hefði rétt eftir
og eg hefði sagt það um málið,
sem Morgunblaðið flutti í gær, þá
hefði menn ástæðu til að halda,
að eg hefði skift um skoðun á því
máli. En þar er langur vegur frá.
— Tíðindamanni gaf eg hlutlausa
skýrslu um uppruna bannsins og
reynslu fram til þessa. Treysti eg
því, að hann mundi hafa rétt eftir,
af því að eg þekti manninn og
hann hafði gert mér greiða fyrir
mörgum árum. Sé eg nú að rit-
stjórnin hefur birt sína eigin
skraddaraþanka, en ekki skýrslu
mína, að eins tylt sér á einstök
atriði og fært til þess vegar, er
henni þótti bezt til undirróðrar í
Noregi.
Reykjavík 30. ágúst 1918.
Bjarni Jónsson
frá Vogi.
Enn fást
Fréttir
frá upphafi.
Guy Boothby: Faros egypzki.
334
»Já, en við erum alveg nýkomin hingað«,
sagði eg, »og-------
»Hvað hafið þér út á það að setja?« spurði
hann og leiftraði vonzkan úr augum hans.
»Ekki annað en það«, svaraði eg, »að mér
sýnist það hálfgert hættuspil. Þér sögðuð
sjálfur, að það hefði verið drepsóttin, sem
gekk að Valeríu.
Faros hló kuldahlátur.
»Þér verðið að afsaka mig, því að eg hef
blekt yður, Forrester góður«, sagði hann, »en
mér var nauðugur einn kostur, því að eg
varð að fá yður með mér til Englands, hvað
sem það kostaði. Þér vitið, að Valería er
mjög taugaviðkvæm og verður hæglega fyrir
áhrifum annara — einkum þó mínum, og
það eins, þó að löng leið sé á milli okkur. Þó
að eg væri í Lundúnum og hún í Vínarborg,
þá gæti eg haft áhrif á hana og ekki aðeins
látið hana gera hvað sem eg vildi, heldur
einnig gert hana sjúka eða heilbrigða alveg
eins og mér þóknaðist. Þér sáuð hvað mér
veittist létt að láta hana verða veika í Ham-
borg, og samt vissi hún um komu mína þang-
að og féll að síðustu í öngvit þegar eg kom
inn í herbergið. Eg sendi yður sem skjótast
í einhverja lyfjabúðina með lyfseðil, sem
eg bjóst við að yrði mjög erfitt eða jafnvel
ómögulegt að afgreiða. en tilgangurinn var
335
að eins sá, að láta yður vera sem lengst í
burtu«.
»Þér haldið því þá fram, að þér hafið ver-
ið að blekkja mig, þegar eg þaut úr einum
staðnum í annan eins og vitlaus maður og
tók út óumræðilegar kvalir vegna þess, að
ég hélt, að líf Valeríu væri komið undir því
að eg gæti orðið sem fljótastur!«
»Já — ef satt skal segja, þá verð eg að
kannast við það«, svaraði hann, »en eg legg
það við drengskap minn, að eg gerði þetta í
góðum tilgangi — og hver veit líka hvernig
farið hefði, ef eg hefði ekki tekið þetta til
bragðs? Drepsóttin geisaði á meginlandinu
og þið sátuð bæði um að strjúka frá mér
við fyrsta tækifæri. Og hver varð svo útkom-
an ? Eg notaði mér það, hvað þér voruð
hræddur um Valeríu, og mér tókst að yfir-
stíga alla erfiðleika og koma ykkur til Eng-
lands heilu og höldnu. Valería var ekki eins
veik og þér hélduð. En nú hef eg lagt sam-
þykki mitt á trúlofun ykkar og ætla mér að
sjá fyrir því, eins og eg sagði áðan, að ykk-
ur skorti ekkert til lífsins viðurhalds það
sem eftir er ævinnar og öðlist bæði fé og
frama. Fæ eg nú naumast skilið, að þér get-
ið verið mér reiður og misvirt þetta við mig
þegar eg hef skýrt málið þannig fyrir yður«.
»Þetta var miskunnarlaus blekking«, svar-
* 336
aði eg, »en fyrst eftirköstin verða ekki
verri og þér viljið fá mig til að trúa því, að
þér hafið gert þetta alt í góðum tilgangi, þá
mun eg reyna að erfa það ekki við yður«.
»Það er líka mjög svo hyggilegt«, svaraði
hann, «en nú skulum við leggja niður fyrir
okkur, hvernig við eigum að verja kvöldinu.
Eg sting upp á því, að við hvílum okkur
núna fram eftir deginum og að þér borðið
svo miðdagsverð með mér í klúbbnum mín-
um — fornfræðingaklúbbnum og sýni eg yð-
ur svo Lundúnaborg, eins og hún kemur
mér fyrir sjónir, sem Eygyfta. Býst eg við,
að yður þyki það eigi alls ófróðlegt og snú-
um við svo hingað aftur rétt fyrir miðnættí
og sækjum Valeríu á danzleikinn hjá hertoga-
frúnni. Hvernig lízt yður á þetta?«
Eg gladdist svo af þeirri tilhugsun, að
Valería hefði aldrei í raun og veru veikst af
drepsóttinni, að eg fann ekki ástæðu til að
hafna þessari uppástungu Faros — enda þótt
eg hins vegar hefði helzt kosið, að við Valería
hefðum verið tvö ein saman þetta kvöld.
Kvaðst eg því vera fús til að láta þetta að
vilja hans.
Fórum við svo nákvæmlega að öllu eins
og hann hann hafði lagt fyrir og héldum
kyrru fyrir í herbergjum okkar til ákveðins
tíma, en þá gekk eg ofan í dagstofuna og