Fréttir - 31.08.1918, Side 2
2
F R E T T I R
Marteinn málari.
Eftir
Charles Garvice.
(Frh.)
»Rósamunda!« sagði hann skyndilega.
»Munið þér eftir myndinni af yður, sem eg
málaði í aldingarðinum hérna. Þér sátuð uppi
í kirsuberjatrénu með rauðan berjaklasa í
munninum, glóbjart hárið flaksandi í golunni
og augun leiftrandi af kæti. Eg tók þá mynd
með mér, og á hana enn, og hún hresti huga
minn, þegar ekki virtist horfa annað beinna
við, en að eg stytti mér aldur — þegar mér
var gefið það i skyn, að eg hefði verið valdur
að dauða föður míns. Þá herti eg upp hug-
ann og ásetti mér að berjast af alefli móti
ógæfu þeirri, er virtist ætla að lama alt þrek
mitt og þrótt«.
»Og samt sem áður gátuð þér fengið af
yður að henda frá yður vinfengi mínu, þó
að þér geymduð myndina af mér. Hvers
vegna gerðuð þér það, Marteinn?«
»Til þess voru ástæður, sem þér getið ekki
gert yður skiljanlegar«, svaraði hann.
»Eg get reynt til þess«, sagði hún.
»Nei — nei«, svaraði hann. »Reynið þér
aldrei að blanda óhamingju annara inn í
yðar eigið líf, Rósamunda, og þér megið ekki
varpa skugga á yðar eigin velferð með óför-
um annara. Verið þér vinkona min, ef yður
sýnist svo, — fyrst þér eruð svo velviljuð,
en látið þér mig einan um mótlæti það, sem
mér einum er ætlað að bera«.
(jrvænting sú, sem faldist í orðum hans,
kom tárunum fram í augun á Rósamundu,
en hún strauk þau burtu.
»Þér ættuð nú að taka upp aftur gamla
háttu yðar hérna, Marteinn«, sagði hún.
»Hver veit líka nema að skyldur þær, sem
yður fundust einu sinni svo fráfælandi, gætu
nú einmitt orðið til þess að létta á yður
harmi þeim, sem á yður liggur«.
»Eg get það ekki«, svaraði hann. »Mér er
það ómögulegt — enn þá«.
»Eg ætla að koma og finna yður aftur á
morgun«, sagði hún svo glaðlega sem henni
var auðið, »og þér verðið þá að ganga með
mér um skóginn og sýna mér alt, sem þar
er merkast að sjá, eins og þér gerðuð á fyrri
árum. Munið þér ekki eftir ævintýrasögunum,
sem við vorum að segja hvort öðru, Mar-
teinn, eða eruð þér búinn að gleyma þeim?
Sú var þó tíðin að þér höfðuð yndi af þeim.
Munið þér ekki eftir hvað við hlógum dátt
að sögunni af »Frúnni á Furðuströndum«,
þó að yður fyndist hún heimskuleg fyrst í
stað. Viljið þér ekki reyna að rifja þessar
endurminningar upp?«
Hún rétti að honum báðar hendur, og hann
greip fast og þétt um þær.
»Eg vildi að guð gæfi að eg gæti það«,
sagði hann. »Það segi eg satt!«
Alt í einu sá hann að hún kveinkaði sér.
»Æ, Rósamunda!« sagði hann. »Eg veit að
yður mundi iðra þess, ef þér færuð að um-
gangast mig aftur«.
»Eg var ekki að kveinka mér út af því«,
sagði hún og brosti gegnum tárin. »En þér
meidduð mig svolítið«.
Hann leit á litl u, hvítu hendurnar, sem
hann hélt um, og sá að ofurlítið dreyrði úr
einum tingrinum undan hring, sem hún bar
á honum.
»Það er þá svona!« sagði hann seinlega.
»Þér eruð þá búin að setja upp hring — og
eruð trúlofuð!«
»Já«, svaraði hún. — Þau horfðust í augu
og skildu það, að þau mundu ekki framar
lifa upp aftur »liðnu dagana«.
Morguninn eftir kom Tom akandi í græna
vélarvagninum heim á búgarðinn, og ætlaði
að taka Rósamundu með sér í aðra skemti-
för, en unnustan hafði þá gjörsamlega gleymt
allri hans tilveru, og var að reika um skóg-
ana með Marteini Dungal.
Jafnskjótt sem morgunverði var lokið og
Charlotta fór að sinna frú Blair, hafði Rósa-
munda tekið hatt sinn og haldið áleiðis til
herragarðsins gamla. Rakst hún þá skyndi-
lega á manninn, sem hún var altaf að hugsa
um, þegar hún var komin nokkuð áleiðis.
Hún gekk í hægðum sínum og hélt á hatt-
inum í hendinni, og veifaði honum til og frá.
Grunaði hana ekki að Marteinn væri í nánd,
en þá kom stór veiðihundur þjótandi út úr
runna einum og var nærri búinn að hlaupa
hana um koll. Heyrði hún þá rödd, sem hún
kannaðist vel við, kalla til hundsins, og hljóp
hann þá til baka, en kom í Ijós aftur að
vörmu spori og rann nú siðlátlega við hlið
Marteins.
Rósamunda roðnaði ósjálfrátt þegar henni
varð litið á vin sinn, en hann tók ofan og
heilsaði henni, og beið þess að hún yrti á sig.
»Og hvernig líður kærastanum?« spurði
hann napurlega, þegar hún hafði boðið hon-
um góðan daginn, og brá Rósamundu hálf-
illa við spurninguna.
Hún leiddi spurningu hans hjá sér, en
spurði hann aftur brosandi:
»Voruð þér að ganga til móts við mig,
Marteinn?«
»Nei«, svaraði hann þóttalega. »Eg sagði
yður það í gærkvöldi, Rósamunda«, bætti
hann við í mildari málrómi, »að slikur
maður sem eg er, á engum vinum að fagna«.
Hann tók aftur ofan fyrir henni, og sneri
sér undan eins og hann óskaði að samtali
þessu væri slitið, en hún horfði á eftir hon-
um með tárin í augunum. Sárnaði henni
hranaskapur hans, en vorkendi honum þó,
og fanst það hörmulegt að mótlæti það, sem
hann hafði mætt í hinni löngu fjarveru sinni,
skyldi vera búið að svifta hann allri lífs-
gleði.
Hún hljóp á eftir honum og lagði höndina
á handlegg hans.
»Marteinn!« sagði hún, og glaðnaði yfir
honum við rödd hennar, en ekki leit hann
þó við. »Marteinn!« sagði hún aftur og inni-
legar. »Eg hef boðið yður vináttu mína —
ætlið þér að hafna henni?«
Hann hikaði við áður en hann sneri sér
við og leit framan í hana.
»Nei, það geri eg ekki, Rósamunda —
hvernig ætti eg að geta það?« sagði hann
hægt. »En eg óttaðist að eins að vinmæli
yðar væru sprottin af augnabliks meðaumkv-
un, og munduð þér svo sjá eftir öllu saman
þegar frá liði«.
»Hvers vegna ætti eg að sjá eftir því?«
spurði hún með ákafa. »Eg hef ávalt verið
vinur yðar, Marteinn, ef þér að eins hefðuð
viljað minnast þess, og er sami vinur yðar
enn, ef þér vilduð þýðast það. Þér segist hafa
orðið fyrir mikilli mæðu, og sé bezt að þér
berið þá byrði einn, en hún verður léttari
ef tveir bera hana. Eg hef líka áhyggjur
nokkrar, og vildi gjarnan leita athvarfs og
ráða til yðar ef eg mætti, eins og fyr á tím-
um, því að eg er ekki eins einþykk og þér,
Marteinn«.
Hann brosti við henni og gladdist í hjarta
sínu af því, að enn þá skyldi finnast ein
manneskja í veröldinni, sem sýndi honum
alúð og vinarþel, öðrum eins einstæðing og
honum fanst hann vera.
»Eigum við að ganga inn í rjóðrið?« spurði
Rósamunda og leiftruðu augu hennar af
ánægju, þegar hún sá að hann félzt á það.
Þau gengu þá inn í rjóður eitt, þar sem
þau höfðu lifað margar ánægjustundir í fyrri
daga. Settust þau þar á trjábol einn, en hund-
urinn lagðist við fætur þeirra.
»Þér farið fram á að mega hafa hlutdeild
i armæðu minni«, sagði hann eftir stundar-
þögn, »en ætli það væri ekki betra að þér
segðuð mér hvað yður liggur á hjarta, því
að það hlýtur að vera miklu léttbærara en
það, sem á mér hvílir. Hver veit nema að
eg geti orðið yður að einhverju liði? Það
skyldi gleðja mig, ef svo yrði, því að eg er
yður mjög þakklátur fyrir alúð yðar, þó að
eg virtist taka henni kuldalega, og væri
hræddur um að yður kynni að iðra hennar,
því að það mundi fylla mæli hörmunga
minna«.
»Áhyggjur minar snerta í rauninni meira
föður minn og Guy bróður minn en mig
sjálfa«, svaraði hún, vitandi vel að það var
eini vegurinn til þess að leiða huga Marteins
frá andstreymi sínu, að fara að segja honum
af sínum eigin högum.
»Segið mér alt eins og er«, sagði Marteinn.
Rósamunda hikaði lítið eitt, en sagði hon-
um síðan af harðýðgi og ónærgætni Hassels,
og að hann hefði hótað að segja upp veðinu,
því að hún vissi fyrir víst, að Marteinn
mundi finna til samúðar með þeim, og vor-
kenna föður sínum að þurfa að hrekjast frá
föðurleifð sinrii, er fylgt hafði ættinni mann
fram af manni. Hún talaði um þetta eins og
það væri þegar orðið, — og varð það
til þess, að með Marteini vaktist upp hug-
mynd ein, sem hann bjóst þegar til að rann~
saka, hvort hefði við rök að gtyðjast.
Frh.
Flug’maðurinn.
Eftir
Rudolf Requadt.
(Nl.)
Að eins einu sinni hef eg séð flugvél koma
inn á loftlaust svæði í geimnum. Það var í
flotaför einni. Alt í einu sá eg flugvél for-
ingjans þjóta eins og kólfi væri skotið niður
í geiminn. Litlu síðar sá eg bana nema staðar
og taka síðan að fljúga upp til okkar. Seinna
spurði eg flugmennina sem í vélinni voru,
hvern veg þeim befði liðið. Þeir sögðust ekk-
ert hafa vitað af sér, fyr en flugvélin kiptist
til þegar aftur varð loft fyrir henni, og hefði
þá verið Iíkast sem hún hefði dottið á vatn.
Dag nokkurn, þegar misvindi var mikið,
mætti eg rússneskri flugvél, sem að öllum
likindum var á leið í njósnarferð inn yfir
stöðvar vorar. Vindur blés úr austri. Hann
blés undir vængi vélar minnar, en var á
eftir Rússanum. Mér virtist honum veitast
all-erfitt að stjórna flugvél sinni, því að hún
vaggaði á ýmsa vegu. Varð mér illa við, þótt
Rússinn væri fjandmaður minn.
Alt í einu kipptist flugvél hans tíl og fór
á hvolf. Síðan hrapaði hún niður. Er hún
kom til jarðar gaus upp eldur og reykjar-
mökkur. Sprengikúlur þær,j sem hún hafði
meðferðis, höfðu sprungið.
Eg sá að eins þústu eina, þegar vindurinn
dreyf^* reyknum. Var hún álitum sem lægi
þar brotnir stólar. í henni miðri gusu upp
logar og hvítur reykur sveif í loft upp.
ENDIR.