Fréttir

Tölublað

Fréttir - 12.09.1918, Blaðsíða 4

Fréttir - 12.09.1918, Blaðsíða 4
4 FBETTIR Eymundssyni. Þó verður ekki sagt um það til fulls fyr en verkinu er lokið. Bess verður vel að gæta, að stéttirnar verði vel sléttar og að ekki sé efst grófur sandur svo sem nú er. Sæsíminn var ekki kominn í lag í morgun. Skipið náði að visu upp símanum í gær en gat ekki bætt hann vegna ofviðris og sjógangs. Varð að festa hann við dufl og hélt síðan inn Þórshafnar. Lá skipið þar í morg- un og sætir nú lagi að fara út jafnskjótt og storminn lægir. „Hugf ró” Laugaveg 34. Sími 739. Selur í fjölbreyttu úrvali: Tóbaksvörur, §ælgæti, Gusdrykki, ÖI, Reykjarpípur, Tóbakspunga, o. m. fl. Verð hvergi Iægra. Vörur sendar heim. Drengi vantar til að selja Fréttir. Tilkynning Samkvæmt heimild í 18 gr. tilskipunar 20. apríl 1872 um bæjarstjórn í Reykjavík hefur Bæjarstjórnin með samþykki stjórnarráðsins ákveðið að hækka auka- útsvörin til bæjarsjóðs fyrir yfirstandandi ár um 337s°/o. Gjalddagi á hækkun þessari er 1. október næstk. Borgarstjórinn í Reykjavík 11. sept. 1918 f Olafur Lárusson settur. Atvinna. Duglegt fólk getur fengið atvinnu við að taka upp kartöflur hjá Hf. Akur og Garðrækt Reykjavíkur í Brautarholti frá 15. þ. m. til mánaðarloka. llánari npplýsingar i iþöttisgötii 6 frá 2—3 næstu daga. Guðm. Jóhannsson. DANZKENSLA byrjar í Iðnó á fimtudaginn kl. 9. Kent verður One Step Fox-Trot, Boston og Two Steps. Beir sem óska að læra láti mig vita fyrir fimtudag. Óvíst er að eg kenni meira í vetur. Sömuleiðis tek ég á móti lærlingum í einkatímum. Stefanía Gruðmundsdóttir (heima kl. 3—5). Sýning á málverkum og teikningum eftir Guðmund Thorsteinsson. Daglega opin hl. 10-6 í Barnaskólanum ::: ::: (gengið inn um norðurdyrnar) ::: ::: Iniig’ang’ur kostar SO aura. Nokkur ný og brúkuð (viðgerð) hljóðfæri, harmonium og píanó til sölu sömuleiðis mikið úrval af nótum. Hljóðfærahús 'Reykjavíkur. Prentsmiðjan Gutenberg. Guy Boothby: Faros egypzki. 358 ^Þú ert elskhugi minn«, svaraði hún, »og það er mér nóg. Hvernig svo sem sorg þinni er farið, þá er það skylda mín og réttur um leið að taka þátt í henni«. »Nei, engan veginn!« svaraði eg. »Þú mátt engin afskifti hafa af mér lengur og átt að reka mig frá þér. Eg segi þér satt, að eg er auðvirðilegri en þú hyggur — auðvirðilegri en hver almennur morðingi, þvi að hann sviftir þó að eins einn mann lífinu, en eg þar á móti hafi orðið þúsundum manna að fjör- tjóni«. Hún hefur sjálfsagt haldið, að eg væri genginn af vitinu, því að hún andvarpaði þungt og hné niður á gólfið þar sem hún stóð yfirkomin af örvæntingu. Þá var hurð- inni lokið upp og kom Faros inn til okkar. Þegar hann sá mig standandi á miðju gólfi og æðisgenginn á svip, en Valeríu liggjandi á gólfinu, þá staldraði hann við og horfði höggdofa á okkur. »Mér er þá líklega ofaukið hérna!« sagði hann með þessu andstyggilega hæðnisglotti sínu. »En sé það ekki að gera ykkur alt of mikið ónæði, þá má ske annaðhvort ykkar vilji gera svo vel að segja mér, hvað fyrir hefur komið«. Það leið nokkur stund svo, að hvorugt okkar svaraði honum. En þá rauf eg þögn- 359 ina og vék mér að Fares, en samt voru orð mín veik og máttlítil í samanburði við geðs- hræringu mína og sakir þær, sem eg ætlaði að bera á hann. »Það sem komið hefur fyrir, herra Faros«, sagði eg, »er það, að eg er nú búinn að komast að öllu«. Meira gat eg ekki sagt í svipinn, þvívað eg stóð á öndinni og fanst eg ætla að kafna. En það kom brátt í Ijós, að eg hafði sagt nóg, því að annaðhvort hefur Faros lesið í huga mér og skilið, að það var ekki til neins að þræta, eða þá að hann kærði sig hvergi, þar sem hann þurfti ekki lengur á mér að halda. Að minsta kosti færði hann sig nær og horfði vandlega á mig með grimd- ariegu augnatilliti. »Nú-jæja, kunningi!« sagði hann. »Þér hafið þá komist að öllu. En mætti eg spyrja livaða stórtíðindi það eru, sem þér hafið komist að?« »Ja, hvernig á eg að segja yður það?« svaraði eg og vissi varla, hvernig eg átti að koma orðum að ákæru minni. »Hvernig get eg gert yður skiljanlegt, hvert illmenni þér eruð? Eg hef komist að því, að það eruð þér, sem) berið ábyrðina á böli því, sem dunið hefur yfir Norðurálfuna. Eg veit, að það var eg, sem fyrir yðar tilstilli flutti drep- sóttina með mér frá Konstantínopel alla leið 360 til Lundúna. Þrælmenni og illhryssingur!«, hélt eg áfram alveg hamslaus af bræði. »Eg var algerlega á yðar valdi og ekki annað en verkfæri í yðar höndum, en þér skuluð sann- arlega ekki sleppa undan og enn er tími til að gjalda yður makleg málagjöld. Innan einnar klukkustundar skal þetta verða öllum lýðum ljóst og þér steindauður, ef á annað borð er hægt að kreista lífið úr illvættum og djöfulsins útsendurum. Jú, eg hef verið verk- færi í yðar höndum, en nú vil eg ekki lengur vera yður samsekur fyrst eg þekki nú mannvonzku yðar til hlítar. Hamingjan góða! Hvernig getur nokkur maður, sem andar að sér hreinu himinloftinu, verið annar eins níðingur?« Meðan eg var að koma þessu út úr mér, stóð eg kyr í sömu sporum, sem eg hafði staðið þegar hann kom inn, og Valería liggj- andi á gólfinu við fætur mér. En úr augum Faros leiftraði sama heiftin, sem eg áður hafði séð og var hann reglulega djöful- legur á að líta. »Eruð þér bandvitlaus, maður, að þér skuluð dirfast að taia til mín slíkum orðum?« sagði Faros loksins, en svo hægt og rólega, að það var auðheyrt, hvað sú rósemi hafði að þýða. »En fyrst svo er, að þér hafið gleymt því valdi, sem eg hef yfir yður og

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.