Fréttir

Útgáva

Fréttir - 13.09.1918, Síða 1

Fréttir - 13.09.1918, Síða 1
w 136. blað. 1 bensínleysinu biðja menn um bíla á Nýja-Landi, sími 367 Magnús Skaftfeld Steíán Júbannsson yHþjóðaratkvæða- greiðslan. Nú hefur stjórnin auglýst, að alþjóðaratkvæðagreiðsla um sam- bandslögin skuli fram fara um land alt laugardaginn 19. október, sbr. augl. í blaði voru í gær. Er þá eigi nema rúmur mánuð- ur til þess, er alþjóð íslendinga á sjálf að skapa sér með atkvæði sínu pólitisk örlög sín í framtíð- inni. Enginn vafi er á því, að sú stund, er hun greiðir atkvæði sitt, er mikilvæg örlagastund, er mark- ar eigi að eins pólitisk örlög henn- ar næsta aldarfjórðunginn, heldur og miklu lengra tímabil, — ef til vill og enda vafalaust um aldir fram, hversu haldgóður sem sá samningur reynist til frambúðar, er hún gcrir nú við Dani. Hún er mikilvæg, hvort sem sú spá rætist, að með sambandslög- um þessum sé lagður góður grund- völlur góðra viðskifta og sambúðar milli Dana og íslendinga í kon- ungssambandi um aldir fram, er báðir haldi, en hvorugir vilji slíta né slíti, — eða hinir verði fram- sýnni, er spá því, að í samningi þessum sé þau ákvæði, er flýta muni fyrir fullum skilnaði og sam- bandsslitum þjóðanna, vegna ósam- þykkis, er þessi ákvæði hljóti að valda, er til framkvæmdanna kemur. Sú er'nú trúa vor, að hin fyrri spáin rætist og sambandslög þessi hin nýju verði báðum þjóðum til sæmdar og íslendingum til mikils hagnaðar og gengis. Reynir nú og á þolrif þau, er í þeim eru bezt, hvort þeir eru svo mentir að fara kunni með fullveldi sitt sér til hamingju og ríkinu til vegs og heiðurs. Er það vel að á slíkt reyni, því að af því má sjá, hvort DAGBLAÐ Reykjavík, föstndaginn 13. september 1918. Símfréttir. Opinberar símskýrslur. I. Loítskeyti frá lierlín. 11. sept. að kvöldi. í dag var kyrrt á vígstöðvunum. IJL. Loftskeyti frá París. 12. sept. kl. 0,05. Gagnáhlaup Þjóðverja fyrir suð-austan Roupy hefur verið brotið á bak aftur. Frakkar hafa tekið fanga og hríðskotabyssur. í grendinni við L’Affaux og Celles-sur-Aisne reyndu Þjóðverjar sex sinnum í nótt sem leið og í gærdag að sækja á hinar nýju stöð- var vorar, en öllum áhlaupum þeirra var hrundið. Frakkar tóku 150 fanga. III. Opinber skýrsla Baudaríkjanna. í sigursælum áhlaupum vorum í Lothringen höfum vér brotist inn í skotgrafir óvinanna, gert þeim manntjón og tekið af þeim fanga. Að öðru leyti er engin markverð tiðindi að segja. vér erum færir þess að sigla vorn sjó að 25 árum liðnum, ef til sambandsslita skyldi draga. En einsætt er það, að hvergi megum vér lómlæti sýna, ef oss á að farnast vel i framtíðinni, — vér megunv aldrei láta neitt reka á reiðanum eða vera hendingu háð, — vér verðum alt af að ganga ótrauðir og óskiftir að verki. Og þetta verðum vér að sýna þegar í stað. Vér verðum að byrja með því að greiða allir atkvædi um málið, — allir, karlar og konur, er rétt hafa til þess, hvort heldur er til samþykkis eða synjunar. Reyndar munu synjunaratkvæðin verða fá eða engin, því að ekki er líklegt að nokkur íslendingur vilji að athuguðu máli synja samþykk- is sins á því, að ísland verði fyrir alheimi auglýst og af alþjóðum veraldar viðurkent fullvalda riki, svo sem það hefur verið um aldir að guðs og manna lögum, þótt eigi hafi gefist færi fyrri en nú að fá lögformlega viðurkenningu þess með öðrum rikjum veraldar, þrátt fyrir játningu einslakra erlendra ágætismanna og fræðimanna í þeim efnum. En um tvímælalausa yfirlýsingu og viðurkenningu á því, að ísland sé fullvalda ríki, skal nú atkvæði greiða. Þetta er það sem allir frjálshuga íslendingar hafa viljað fá viður- kent, vafalaust allir, hverjum flokki sem þeir hafa fj^Igt og hverja leið sem þeir hafa kosið að fara að þvi takmarki. Játað skal það, að hér á landi hafa verið og eru enn skilnaðar- menn, — menn er eigi vilja nokk- urt pólitískt samband íslands við önnur ríki; þá eru og hinir aJI- margir, er að visa hafa viijað skiln- að, en talið hann örþrifaráð eins og nú standa sakir í heiminum, og eigi að því ráði hverfandi, nema lokuð væri öll önnur sund, og eigi yrði sóma þjóðarinnar vegna kom- ist hjá að hefja slíka sambands- slita-baráttu. En allur, langsamlega allur þorri þjóðarinnar hefur til þessa talið hreint konungssamband v7ið Dan- mörku með ótvíræðu fullveldi þjóðarinnar í orði og á borði æskilegast af öllu. íslendingar mega nú ekki sýna tómlæti um uppfyllingu pólitískra óska sinna. Þeir verða að láia 2. árgangnr. „Hugfró” Laugaveg 34. Sími 739. Selur í fjölbreyttu úrvali: Tóbaksvörur. Sælgætl, Gosdrykkl, ÖI, Keykj arpí pur, Tóbakapunga, o. m. fl. Verð hvergi lægra. Vörur sendar heim. hver og einn heyra sina rödd, sýna svart á hvítu, að þeim standi ekki á sama um, hversu fer um atkvæðagreiðsluna. Þeir verða að sýna metnað sinn í því, að hafa látið persónalega til sín taka hver og einn í þessu lang-mikilsverðasta máli þjóðarinnar. Enginn sem vill að sambandslögin gangi í gildi, má hugsa sem svo: »Það skiftir engu þó að eg sitji heima, — það verða nógir til að samþykkja þau fyrir því, — meiri hlutinn verður með þeim, þó að eg greiði ekki atkvæði«. Nei, slíkt tjóar ekki í slíku máli. Hér verður að sýna alvöru, þjóðar- alvöru þunga og volduga, — sýna í verki, að baráttan fyrir því, að ná þessu takmarki á liðinni tíð, hefur verið heilög alvara allrar þjóðarinnar, en enginn skrípaleik- ur eða Ioddaraháttur. Þjóðarsæmd liggur við, að allir er rélt eiga á þvi greiði atkvæði. Þjóðin sjálf, sambandsríki vort, og allur heimurinn verður að fá á- reiðanlega sönnun þess, að íslend- ingum hefur verið, er og verður alvara í orði og á borði um örlög sin. — Þegar Lúther var stefnt fyrir ríkisþingið í Worms og var ráðið frá að fara þangað, mælti hann, að því er sagan segir: »Fara myndi eg þangað, þótt jafn-margir djöflar væri þar, sem þaksteinar á hús- um!« — Eigi munu ógnir slíkar bíða nokkurs íslendings á atkvæðafundi, sem Lúthers biðu í Worms, en þó skyldi hver maður hugsa sem hann er að þeim fundi dregur, og eigi láta haustannir, haustrigningar, hríðar né storma aftra sér farar til atkvæðagreiðslunnar laugardaginn 19. október næstkomandi.

x

Fréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.