Fréttir

Tölublað

Fréttir - 15.09.1918, Blaðsíða 2

Fréttir - 15.09.1918, Blaðsíða 2
2 FRETTIR Marteinn málari. Eftir Cliarles Uarvioc. (Frh.)— »Að því mætti gjarnan spyrja mig þó, að eg væri komin í sælu himnaríkis, en hefði þig ekki við hlið mér«, svaraði hún einlæg- lega. Veizlan fór fram hið prýðilegasta og fanst öllum mikið um yndisþokka húsfreyjunnar og hver gæfumaður Marteinn hefði verið að fá annan eins kvenkost, enda virtist hann ekki sjá sjá sólina fyrir henni. Þegar veizluglaumurinn stóð sem hæst kom einn af þjónunum með þau boð til hans að úti væri maður, sem vildi fyrir hvern mun fá að finna hann. »Hvaða maður er það?« spurði hann undrandi. »Nefndi hann ekki nafn sitt? Eða sagðirðu lionum ekki, að eg væri að sinna gestuin mínum og gæti þess vegna ekki veitt honum né neinum viðtal í kvöld?« »Jú, herral« svaraði þjónninn auðmjúkur, »en hún — það er kvenmaður, herra — vildi ekki láta sér segjast. Hún sagðist ætla að bíða þangað til hún gæli haft tal af yður?« »Kvenmaður!« hrópaði Marteinn og skildi enn síður í þessu. F*á greip hann skyndilega skelfileg tilhugsun og sagði hann: «Lýstu henni fyrir mér, Tómas!« »Já, sannast að segja vakti hún enga sér- staklega athygli mína«, svaraði þjónninn, »nema að því leyti, að hún talaði bjagaða ensku og leit helzt út fyrir að vera frá Ítalíu«. Þjónninn tók eftir þvi, að Marteinn varð náfölur og undraði það hann, hvað þessi aðkomudrós gæli átt útistandandi við hús- bónda sinn. »Það er bezt að eg tali við hana undir eins«, sagði Marteinn skjótlega, »en það er ó- þarfi fyrir þig að geta um það við húsmóður þína«. »Svo skal vera«, svaraði þjónninn og bjóst að fylgja liúsbónda sínum til dyra, en Mar- teinn benti honum að hverfa aftur til borð- salsins, er hann hafði komið frá, en þjónn- inn kvaldist af forvitni og fór í humátt á eftir honum til þess að hlera, hvað þeim færi á milli, Marteini og þessari áfjáðu kven- persónu, sem hafði hálf-ógnað honum til þess að leita uppi húsbónda sinn og fá hann á tal við sig. Stóð hann nú á gægjum og sá að Marteini hnykti mjög við þegar hann sá, hver kvenmaðurinn var sem beið hans. Lagði hann við hlustirnar sem bezt hann gat og heyrði kveðju þeirra, ef kveðju skyldi kalla. »Guð minn góður!« heyrði hann að Mar- teinn sagði í undarlega óskýrum málrómi eins og hann sypi hveljur. »Ert þú — lifandi?« Kvenmaðurinn hló við lágt. »Og þér þykir ekkert vænt um að sjá mig?« sagði hún. »Þú hefur haldið, að eg væri dauð — eða hvað? — Og þú syrgir mig þá svona!« Hún brá hendinni bak við eyrað eins og hún væri að hlusta eftir hljóðfæraslættinum, sem ómaði um alt húsið. »Við getum ekki talast við hérna«, heyrði Tómas húsbónda sinn segja og sá, að hann skimaði alt í kringum sig og gekk um hlið- ardyr nokkrar út úr húsinu með þennan einkennilega gest við hlið sér. Tómas reikaði um anddyrið og stigann í þrjá klukkutíma og það var komið undir dögun og allir gestirnir farnir, þegar hann loksins sá hvar húsbóndi hans kom inn aft- ur náfclur og illa til reika. Tómas veitli þessu eftirtekt og festi það í huga sér ásamt öðru fleiru, sem fyrir hann hafði borið þetta kvöld og grunaði þá sízt, að þessir atburðir gætu orðið til þess að koma húsbónda sínum alt að fangelsisdyrunum. Þegar Rósamunda varð vör við fjarveru manns síns, hélt hún fyrst að hann hefði gengið inn í borðsalinn með einhverjum gesti sínum, en þegar hún loksins sá sér færi að komast þangað og fá sér hressingu, þá sá hún Martein þar hvergi. Eftir því sem lengra leið án þess að hún kæmi auga á hann, fór hún að hugsa hvort honum mundi hafa orðið snögglega ilt, og ekki viljað segja henni frá því, til þess að spilla ekki veizlugleðinni. Guy sá að systir hans var að skima alt í kringum sig, eins og hún væri að leita að einhverjum, og gekk til hennar og spurði hana, hvort hann gæti verið henni hjálplegur. »Já, ef þú vilt gera svo vel«, svaraði hún feginsamlega. »Eg hef ekki komið auga á Martein nú um langan tima, og hélt að hann væri kann ske í borðsalnum, en svo gekk eg þangað og sá að hann var þar ekki. Eg hélt þá að hann hefði ef til vill gengið eitthvað annað, en eg hef hvergi getað orðið hans vör. þó að eg hafi verið að svipast að honum«. Guy fór að stríða henni á því, að hann sæti sjálfsagt í gróðrarhúsinu á tali við ein- hverja blómarósina, og gerði þessi ertni hans ekki annað en auka angist Rósamundu. En þegar Guy sá, að systir lians tók sér þetta nærri, þá bjóst hann þegar að leita að mági sínum. Guy fann hann hvorki í danz-salnum, borð- salnum eða setustofunum. Gekk hann þá til svefnherbergis hans, og hélt að hann hefði kann ske orðið eitthvað lasinn, en hvergi fann hann Martein. Hann fór þá að ympra á þessu við þjónana með mestu hægð, en það virtist svo sem enginn þeirra hefði séð hann æði-lengi, enda þagði Tómas yfir komu hinnar ókunnu konu. Guy sá nú samt sem áður, að hann varð að hafa einhver ráð til þess að friða Rósamundu, þvi að annars mundi hún láta hugfallast, og þá ekki geta gegnt húsmóðurskyldum sínum. Hann sagði henni þá, eins og hann raunar sjálfur hélt að væri, að Marteini hefði orðið ómótt af hitasvækjunni, og hefði þess vegna gengið út sér til hressingar, en kæmi auðvitað aftur undir eins og þetta liði frá. En loksins leið að þeim tíma að gestun- um þótti mál komið að búast til burtfarar, og varð Sir Ralph þá að koma í stað hús- bóndans, og kveðja þá ásamt dóttur sinni. Hafði hann orð á því, að tengdasonur sinn hefði örmagnast af hitanum og legið við yfir- liði, og bæði hann þá innilega afsökunar á fjarveru sinni. Rósamunda harkaði aðdáanlega af sér meðan gestirnir dvöldu, en jafnskjótt sem þeir voru allir farnir, vék hún sér að föður sínum og spurði, hverju þetta sætti um fjar- veru manns síns, því að hún sá glögt, að hér var ekki alt með feldu. Guy sagði henni þá, að hann vissi ekkert hvernig á þessu stæði, en reyndi samt að draga úr angist hennar eins og honum var unt, með því að segja henni að Marteini hefði líklega orðið óglatt af hitanum, og þess vegna gengið út undir bert loft, en dvalið þar lengur en hann hefði ætlað sér. »Ekki finst mér það trúlegt eða líkt Mar- teini«, svaraði hún efablandin. Buðust þeir feðgar þá til að bíða hjá henni þangað til maður hennar kæmi aftur, en ekki vildi hún þýðast það. »Þú ert orðinn dauðþreyttur, faðir minn«, sagði hún svo stillilega sem hún framasi gat, »og Guy verður að fylgja þér heim þegar í stað. Þetta er sjálfsagt alt i góðu lagi með Martein, og líklegast eins og Guy var að geta til. Láttu mig vera aleina, góði minn, og þá jafna eg mig strax aftur«. Þeir yfirgáfu hana þá, þó að þeir væru ekki alls kostar ánægðir með það, en þeim duldist ekki, að hún vildi helzt vera ein um að taka á móli Marteini þegar hann kæmi. En þegar hún var orðin ein, og gat gefið tilflnningum sínum lausan tauminn, þá varð henni fyrst full-ljóst, hve angistarfull hún var orðin. Hún skildi ekkert í hvers vegna Mar- teinn hefði þotið svona burt frá sér, án þess að nefna það við hana einu orði — henni fanst það svo ólíkt honum. Hvað gat hafa komið fyrir hann? Hún var að hugsa um þetta fram og aftur, og gera sér alls konar ímyndanir, þangað til hana fór að verkja í höfuðið af öllu saman. Reis hún þá á fætur og dró gluggatjöldin til hliðar, og sá nú að dagur ljómaði í auslri; bjóst hún við að það yrði einhver armæðu- dagur. Þá heyrði hún að barið var hægt og hikandi á dyrnar að svefnherbergi hennar, og bjóst hún til að opna hurðina, því að hún vissi að það mundi vera maður sinn og enginn annar — og þar stóð Marteinn við hurðina, náfölur og tekinn til augnanna. Rósamunda horfði á hann, og vissi um leið að nú voru sælustundir þeirra á enda. Hann horfði á hana aftur um stund, og fanst honum það vera hin þyngsta raun sem hann hafði enn þá orðið að þola á allri sinni þyrnumstráðu ævibraut. Því næst leit hann af henni og rendi augunum um herbergið — þetta indæla og skrautlega herbergi, sem henni einni var ætlað, og prýtt og fágað sem mest mátti verða, henni til yndis og ánægju. Hann stundi þungt og greip höndunum fyrir and- lit sér, en ekki gekk þó Rósamunda til hans, því að það var eitthvað í svip hans, sem aftraði henni, þó að henni væri ekki ljóst hvað það væri. »Marteinn«, sagði hún loksins. »Marteinn!« Þegar hún nefndi nafn hans, þá datt þeim báðum í hug, hvernig sem á því stóð, kvöld- ið sem hún fann hann aleinan í húsinu, þeg- ar hann var nýkominn aflur frá ítaliu. »Ó, Rósamunda!« andvarpaði hann. »Eg vildi að Guð gæfi að eg hefði aldrei séð þig, svo að eg hefði ekki orðið til þess að leggja þér þennan mótlætiskross á herðar«. Nú gekk Rósamunda til hans og stóð við hlið honum. »Hvernig geturðu farið að tala svona, Mar- teinn?« spurði hún, »eftir allar þær sælu- stundir, sem við höfum notið saman«. Hann mændi á hana hryggum eftirþráar- augum eins og druklinandi maður mænir á strönd þá, sem hann ekki fær náð. »Ó, elskan mín, elskan mín!« veinaði hann og gekk út að glugganum þar sem dagurinn sást færast á loft, en Rósamuuda riðaði við þar sem hún stóð undir ofurþunga þessarar óþektu óhamingju, sem að þeim steðjaði. Hann tók þó ekki eftir því, en heyrði að eins skrjáfa í kjól hennar um leið og hún hneig niður á stól hálfmeðvilundarlaus. »Segðu mér það, Marteinn — segðu mér það«, hvíslaði hún, því að henni fanst alt betra en að vera lengur í þessari óvissu. Þá sá hún að hann rétti úr sér eins og til und- irbúnings og hóf hann svo máls með lág- um en þó skýrum rómi. Frh.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.