Fréttir

Tölublað

Fréttir - 16.09.1918, Blaðsíða 3

Fréttir - 16.09.1918, Blaðsíða 3
FRETTIR 3 Theodór Sími 231 Árnason lO =o 10 Ps <u co t/D #C c 'S CC íla- k ri Austurstræti 17 RITFÖNG: Mikið úrval af allskonar pappír, x bleki og öllum öðrum ritföngum. Visitkort, margar tegundir Vasabækur Ritblý Stílabækur Teiknipappir Litakassar Skólatöskur Bréfspjöld Guðm. Gamalíelsson Simi 231 BÆKUR: Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar er flutt í Austurstræti 17. Allar nýjustu íslensku bækurnar fyrirliggjandi. Allar innlendar og úllendar bækur IV ó t n r : Með Botníu von á miklu úrvali Allar islenskar og erlendar nótna- bækur útvegaðar. útvegaðar. o> ’S pr cÓ' n> o« ’-í Hamingjuóskaspjöld JPréttir. Kosta 5 anra eintakið i lausasölu. Fyrir fasta kaupendur 1 kr. á mánnðl. Anglýsingaverð: 50 aura hver centimeter í dálki, miöaö viö fjórdálka blaðsíður. Afgreiðsla í Anstur- stræti 18, sími 316. Við anglýsingum er tekið á af- greiðslnnni og í prentsm. (tntenberg. Útgefandi: Félag í ReykjayíU. Ritstjóri: Guðrn. Gnðmundsson, plráild. Simi 448. ' Pósthólf 286. Viðtalstími venjulega kl. 4—5virka daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti. (Framhald af 1. síðu.) irnir«, peningafólkið, bjóði alt af nóg í vörurnar, bjóði gífurlegt kaup, kaupi fyrir hve hátt verð, sem upp sé sett, — hugsi aðeins um sjálft sig og sin þægindi, en kæri sig ekkert um hagsmuni heildarinnar, láti sig engu skifta, þótt aðrir verði að sæla afarkost- um einmitt vegna þess, að þeir horfi ekki í skildingana, sem nóg hafa af þeim. Þeir hafa nokkuð til síns máls, er þetta mæla, en þó ber þess að gæta, að þessir »ríkismenn« eru hverfandi fáir í samanburði við hina, og samtök allra, að þeim undanteknum, mundu hafa þau áhrif, að eigi yrði rönd við reist. Það myndi sýna sig, að ósann- gjarnir framleiðendur yrðu að beygja sig fyrir slíkum samtökum, ef öflug væri og á sanngirni bygð. »Fréttir« hafa áður í sumar hvatt til samvinnu og samtaka, en hvað stoðar að hvetja, þegar lesendurnir hugsa sem svo: »Þetta er alt saman hreinasti sannleikur, — þetta ættum við að gera þegar í stað!« en stinga svo blaðinu á sig, eða fleygja því og — gera ekki neitt, nema nöldra yfir vand- ræða-horfunum í barm sér. Reykvíkingar verða að hefjast handa, karlar og konur, ef þeir þykjast afarkostum beittir i alvöru, stofna allsherjarsamtök undir for- ustu víðsýnna og viturra manna úr öllum stéttum þeim, er óánægð- ar eru með þungar búsifjar, ranti- saka ítarlega, hvað rétt er og sann- gjarnt og fylgja því fram sem einn inaður og leggja hart á sig ef á þarf að halda til þess að fá kröf- um sínum framgengt. P. Br. S. mjóta feró!!! hefur bréf fengið héðan úr Reykja- vík til Súgandafjarðar. Bréfið var skrifað og látið á pósthúsið hér 12. maí í vor, en kom til Súganda- fjarðar, í hendur viðtakanda, 24. ágúst. Skilmerkileg var utanáskrift á bréfinu og fult burðargjald greitt, og viðtakandi bréfsins búsettur maður þar á Suðureyri, svo ekki er því til að dreifa, að hann hafi ekki fundist. Ekki er heldur unt að segja, að fáar ferðir hafi fallið, því bæði er það, að landpóstar hafa ekki felt niður ferðir sínar og líka hitt, að vikulega, allan þenna tíma, hafa sjóvegsferðir verið, sem póst hafa tekið. Hver er þá orsök slíkra skila sem þessara? Eru póstmenn ekki læsir eða hef- ur dýrtíðaruppbótin sljóvgað sjón þeirra? Eða er þetta bara íslenzkt kæruleysi um skyldustörf. G. P. Jffður með vopnin! Slysið sorglega, er i fyrradag henti á Kotströnd, gefur tilefni til alvarlegrar íhugunar. Hvað eru menn hér á landi að gera við skammbyssur? Ekki nota dráp- vargar þeir, er aldrei geta séð fugla í friði, þær til þess að vinna á þeim. — Hér í Reykjavík kvað fjöldi unglinga tekinn að eignast skammbyssur og nóg kvað vera af þeim á boðstólum. Slys þetta ætti alvarlega að minna alla á, að nota eigi neinar þær byssur, er menn kunna eigi með að fara til hlítar og aldrei skyldi nokkur maður hafa skot í þeim, þegar ekki er beinlínis verið að hleypa af þeim. Og yfirvöldin ætti að banna að selja unglingum skot- vopn og eigi leyfa þeim að bera á sér slík vopn, enda mun vafi leika á, hvort mönnum er heimilt að lögum að bera vopn á sér hér á landi. Munu og fáir skilja, hvert gagn er að því að eiga skamm- byssur í þessu friðsama landi. Og um fram alt ríður á því að gæta itrustu varúðar, er vopn þessi eru handleikin. Oft hafa hlotist hér slys af meðferð þeirra og enn oftar legið við slysi af þeim, þótt eigi sé í frásögur fært. Hvað er í iréttum? Símskeyti þau er vér höfum fengið eru svo gömul orðin, að eigi þýðir að birta þau, — öll áður birt að efni til. Von á nýjum fregnum næstn daga. Embættispróf í læknisfræði eru nú að taka í háskóla íslands þeir Henrik Thor- arensen (Odds Thorarensen lyfsala, á Akureyri), Kristján Arinbjarnarson (Sveinbjörnssonar bóksala í Rvík) og Jón Bjarnason frá Steinnesi. Halldór Kristinsson læknir á Reykjarfirði dvelur hér í bænum, mun hann og frú hans fara utan með »Botníu« næst. Bókarerzlun og ritfanga hafa þeir nú opnað, Guðm. Gamalielsson og Theodór Árnason fiðluleikari í Austurstræti 17 þar sem áður var rakarastofan hans Eyjólfs. Þangað rata allir. Verðlaun úr sjóði Kristjáns konungs ní- unda, hafa þeir fengið Runólfur bóndi Halldórsson á Rauðalæk í Rangárvallasýslu og Jón bóndi Jónsson í Tröllatungu i Stranda- sýslu. Kveikingartími fyrir bifreiðar og reiðhjól í Rvík er kl. 8V2 síðdegis. Hans Ellefsen hvalveiðimaður er látinn i Krist- janíu. Ellefsen var lengi á Flateyri í Önundarfirði og síðar á Aust- fjörðum. Hann var höfðingi mikill í raun og sýn, gaf stórfé til alls- konar mannheilla og framfara þar sem hann dvaldi hér á landi, enda var hann vinsælastur allra erlendra manna hér á landi fyrir góðgirni og dugnað. Níu stiga frost hafði verið í fyrri nótt fram til dala í Norðurlandi (Eyjafirði og Skagafirði) hríðar miklar og jörð alsnjóvguð. Látinn er í gær í bænum Guðmundur Jónsson á Lindargötu 1 B, gamall maður góðkunnur bæjarbúum. Hann festi hér upp götuauglýsing- ar um langan aldur. Banameinið var krabbamein. Lætur eftir sig konu og 4 börn. Hann var föður- bróðir Jóns Árnasonar prentara. Arngvímur Valagils söngvari kvað ætla að syngja hér opinberlega innan skamms. Hyggja bæjarbúar gott til að hlusta á listamann þennan. Drengi vantar til að selja Fréttir. Au^lýsiriÉum í Fréttir er veitt móttaka í Litln búðinni í Pingholtsstræti þegar af- greiðslu blaðsins er lokað. Enn fást Fréttir frá upphafl.

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.