Fréttir

Tölublað

Fréttir - 24.10.1918, Blaðsíða 1

Fréttir - 24.10.1918, Blaðsíða 1
DAGBLAÐ Ólánsbarnið. Hún var björt eins og ljósið, — og lampanum hjá í Ijósmóðu glithjúp skrýdd hún var. — Og geislarnir léku sér lokkunum á og leiftruðu, ófust um goðfagra brá; þeir lögðu’ henni gullroðinn ljóssveig að enni. Hún var fögur sem Ijósið, — mér fanst það þá, að alt væri koldimt nema’ aðeins hjá henni. — En skuggarnir léku um skot og gátt og skimuðu’ úr fylgsnum á ljósið og roðann. Þeir fóru ekki langt, eða hættu sér hátt, en hrifu hvern geisla, er þeir náðu til og ekki varaðist voðann og söktu’ honum ofan í svartnættis hyl. — Og skuggarnir glottu um skot og gátt, ef skarð kom i ljósið og roðann. Hún var björt eins og ljósið, — og lampanum hjá í Ijósmóðu glithjúp skrýdd hún var. — Hún var fögur, sem Ijósið, — en fölnuð var brá og frostköld angist mjallhvíta skar kuldarún óttans á andlitið bjarta. — En hún horfði' á skuggann, — á hramminn svarta og hvernig hann kreisti sérhvern geisla, sem vegu hans viltist á. Hún bliknaði. — Var það brostið hjarta, sem byrjaði aftur að slá? — f Var það eitthvað skylt hennar eigin Hfi, sem átti sér stað í skotum og gáttum, — ósigur Ijóssins við ofurvald skuggans? — Og af hverju var hún föl á brá? — 1 " / i Hvað var það sem hún sá? Hún var björt eins og ljósið, — en bleik eins og nár og brjóstið hófst eins og rokúfin alda, sem hefur sig upp úr hafinu kalda og hnígur jafn skjótt með ólífis sár. En hún horfði’ á skuggann, — á hramminn svarta hafinn á loft til að granda því bjarta, læðast með feigðina’ að ljósgeislans baki lykja’ um hann náköldu heljartaki — og ryðja leið fyrir rökkrið grátt. — En skuggarnir glotta um skot og gátt þvi skörð eru komin í Ijósið og roðann. — Hún var björt eins og ljósið, — Hún lítur við með leiftur í augum, en ský um brár og annaðhvort glampar á gullin tár, eða gneistar und brúnum hrökkva. — Svo segir hún loksins rólegum rómi — rómi, sem ymur af grátsárum klökkva: — »Farlð heilir, geislar, — eg sá ykkur sökkva í sortann, og hlíta líkum dómi sem urðu örlögin mín.« »það fer oft þá leið, sein fegurst skín; var fætt til að lifa sólarmegin, það ferðast náttfari niðdimma veginu — helveginn dapra til húmsins dökkva.« — »Verið sælir, geislar!« Svo reis hún á fætur, var róleg sem nóttin, með röðul um enni og horfinn var óttinn, en svipurinn lýsti sorg og þrá , og sársauka í öllum dráttum. — En skuggarnir kyrðust í skotum og gáttum. — Hún var björt eins og ljósið, — og Ijós var hún þá er lífsþrá og æskuvon sóttu’ hanagheim. — Hún var ljósbrot, er sveif út í svartnættisgeim. Pær sáu það, nóttin og þokan grá, hvað varð að lokum af leiftrunum þeim. — — En skuggarnir glottu í ýmsum áttum, þvi oft komu skörð í ljósið og roðann. — Sig. Einarsson. Politicos-vindla og Embassy-cigarettur

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.