Fréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - 29.10.1918, Qupperneq 4

Fréttir - 29.10.1918, Qupperneq 4
4 F P E T T I R KS Verzl. EDINBORG1» Pantið í síma 298 Hafnarstræti 14 Ingólfshvoll Pantanir sendar heim Nýkomið! Mest og- bezt úrval í bænum í g'lervörudeildiimi: Matarstell, Kaffistell, Bollapör. Mjólkurkönnur, Grautarskálar, Tepottar, Sykurker, Diskar, Hnífapör, Tarinur, Sósuskálar, Skeiðar, Teskeiðar, Ávaxtahnífar, Puntupottar, Pvottastell, Speglar, Vasaspeglar, Steikarföt, Steikarpönnur, Eplaskífupönnur, Vöflujárn, Straujárn, Straupönnur, Príkveikjur, Prímusar, Kerti, Spil, Lampaglös, Kveikir, Eldspýtur, Katlar, Kaffikönnur, Pottar, Skaftpottar, Kökuform, Fægilögur »Sól Sól«, Ferðatöskur, Göngustaíir o. m. fl. 2 9 8 í álnavörudeildinni: Silki svört og mislit. Svart alklæði 2 teg., Ullarflauel svart og misl., Silkiflauel, Karlmannafataefni, Kápuefni, Drengjafataefni, Kjólatau mikið úrval, Rifstau margir litir, Hörléreft hvítt, gult, Morgunkjólaefni, Regnfrakkatau, Flúnel hvít og misl. Cheviot fl. teg. Sængurdúkur, Lakaléreft, Léreft bl. og óbl., Regnkápur, Prjónahúfur, Skinnhanzkar sv. ogmisl. Blúndur og milliverk, Sokkar úr ull og silki, o. m. fl. í heildsölu og smásölu: Hessianstrigi -- Sunlightsápa. Yerzlunin EDINBORG, Hafnarstræti 14. Ckarles Garvice: Marteinn málari. 316 yðurer, sagði hann alvarlega. »Má eg taka í hóndina á yður — það er að segia eí þér getið fengið yður til að taka i höndina á manni, sem grunaður er um morð«. Skipstjóri leit á höndina á sér, sem ekki var tiltakanlega hrein. »Eg var að hugsa um hendurnar á mér, herra Dungal«, sagði hann. »Fær eru ekki ýkja-hreinar«, bætti hann við eins og afsök- un, »en annars er mér það heiður og sómi að taka i hönd yðara. »þakk’ yður fyrir«, sagði Marteinn, og tók fast í hina grófgerðu og ómjúku hönd skip- stjórans. »MikiIl asni er þessi karlfauskur«, sagði matsveinninn við sjálfan sig um leið og hann skauzt inn i eldhús sitt, þvi að það er óþarfi að taka það fram, að hann hafði staðið á hleri og heyrt á tal þeirra. »Jæja, hvað sem þvi líður«, héll hann áfram og glotti háðs- lega. »Eg get þó alla daga gengið að þessum hundrað pundum visum og þá, Hensi minn«, sagði hann hálf-upphátt, nskaltu fá nýjan ! brennivínshatt og eta rúsínugraut og lamba- steik á hverjum einum og einasta degi, og —« »Og hvað? Hvað gengur á?« spurði skip- stjóri, sem stakk höfðinu inn i eldhússdyrnar og hafði heyrt seinustu orðin. »Um hvað ertu að tala, Hinrik?« »Ekkert«, svaraði kokksi rólega. 317 IX. Mary Ann var komin í höfn á Englandi, og beið Marteinn Dungal þess, að Dewsbury skipstjóri kæmi aftur úr landi, en matsveinn- inn hafði nánar gætur á honum. »Taktu eftir því, að eg geri þetta að eins vegna þess, að eg er til neyddura, hafði skip- stjóri sagt við Hinrik um leið og hann þurk- aði af húfunni sinni á treyju-erminni, og bjóst til að fara í land og finna lögregluna, »en sjálfan þig og peningana þína má skratt- inn taka mín vegna«. Matsveinninn svaraði þessu engu, en sett- ist á kaðalhri ig þar sem hann sá vel til Marteins, sem var að lesa í bók skamt frá honum. Fað var mjög hljótt á skipinu, því að skipshöfnin hafði farið í land á undan skip- stjóranum, og voru þeir þvi tveir einir, Mar- teinn og matsveinninn. Kokksi tók upp pípu sina og tróð í hana þrælsterku tóbaki, kveikti í og sökti sér niður í hugsanir sínar, en gætti þess þó, að gefa »herfangi« sinu auga, eins og hann kallaði Martein. En Marteinn hélt áfram að lesa og gat matsveinninn ekki bet- ur séð, en að hann hefði allan hugann við bókina. »Sá er ekki uppnæmur!« sagði matsveinn- inn við sjálfan sig, »en það yfirgengur minn 318 skilning,' hvernig hann getur setið þarna og lesið og vita þó, að hann gerði hitt«. Svo fór hann að hugsa um afstöðu sína til þessa máls. »Hundrað pund!« tautaði hann og reykti í ákafa. vEitt handrað pund! Engin eldabusku- verk lengur á þessum dalli fyrir Hinrik Smith! Hundrað pund! Tvö þúsund skildingar — tvö hundruð og fjörutíu þúsund penníar — það er sama sem tvö hundruð og fjörutín þúsund pelar — —« Pegar hér var komið fór kokksi að rugl- ast í riminu, og fór hann þá að reyna að telja saman, hve mörg staup hann mundi geta keypt sér á dag í heilt ár, en svo vakn- aði hann snögglega af þessum heilabrotum við það, að skipstjóri kom aftur. Hann reis skyndilega á fætur og gekk aftur á þilfarið. »Hafið þér verið þar?« spurði hann hás af geðshræringu. »Verið hvar?« spurði skipstjóri með upp- gerðar-undrun og hnyklaði loðnar brýnnar. »Á lögreglustöðinni, auðvitað«, sagði mat- sveinninn. »Hana, verið þér nú ekki að þessu, skipstjóri; þér vitið vel hvað eg á við«. »Og þú skalt fá að vita hvað eg á við innan lítillar stundar, bölvuð blóðsugan þín!« sagði skipstjóri. »Hvað á þetta að þýða?« æpti matsveinn-

x

Fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.