Auglýsarinn - 27.10.1922, Side 1

Auglýsarinn  - 27.10.1922, Side 1
Útgefandi og' ábyrgðarmaður Eyjólfur Stefánsson Austurhverfi 3 Hafnarfirði r Afgreiðsla i Austurhverfi 3 Upplýsingar i síma 75 Auglýsingum úr Rcykjavík sé skiiað í prentsmiðjuna Acta 1. ár. Hafnarfirði, föstudaginn 27. október 1922 8. tbl. Herra- og dömuklæðnaðir eru teknir til hreinsunar og press- unar. Aðgerðir vandaðar og ó- dýrar. Efni tekin til sauma. öll vinna er vel og vandlega af hendi leyst. Virðingarfylst. 0. Rydelsborg. Viðgerða vinnustofan er á Laufdsv. 25. Ljósakrónur og allskonar Jarðarför elsku drengins okkar sem andaðist 20 þ. m., fer fram á mánudaginn 30. þ. og hefst frá heimili okkar Vesturhrú 19, kl. 12 á hádegi. Hafnarflrði 26. október 1922. Vigdís Guðmundsdóttir. Jón I'orkelsson. Hengiiampar. Við höfum feikna úrval af allskonar lömpum og ljósakrón- um. Verðið heflr aldrei verið hegra en einmitt nú. Notið því tækifærið og kaupið lampa. hjá okkur það borgar sig. H.f. Rafmf. Hiti & Ljós Laugaveg 20 B. Sími 830. RAFMAGNSLAGNINGAR um hús leysum við vel og smekklega af hendi. Allskonar lagninefni og lampar ætíð fyririiggjandi. Halldór G-uðmundsson & Co. rafvirkjafélag. Bankastræti 7 Reykjavík Sími 83 5, Pappírs-pokar. Ritföng, alskonar. Er og verður altaf ódýr- ast hjá HERLUF CLAUSEN. Kaupið þar sem ódýrast er. Sími 39. Kirkjutorg 4 Samkepní getur það kallast að jeg sel Karlm. alfatnaði Spunakonan. í jarðbrjóstin rennur regnið vægt, og rósbörnin sjúga í sig þrótt. Rökkrið er brumað, og hægt og hægt úr hútnknappnum útsprungin rauöa nótt. Nú smáþagnar rokksins bí bí og blaka, þeir blunda sem vaka, þeir þegja sem kvaka og það gerir hljóðið svo hljótt. Mín örlaganótt? Eg þekki þig! Og það eftir sextán ár! þá var það, hann kom og kvaddi mig, hann kraup mér í skaut, og eg strauk hans hár. Æfilangt gat eg lagt ást hans í hlekki. eg átti sverðið — en brá því ekki, innibyrgð ógrátin tár. Hafið þið séð hvernig sælan er lit? þá sáuð þið augun hans. Heyrt varir gefa orðunum vængjaþyt, veikt eða sterkt: Það var röddin hans. Og líkt eins og hvítbráðið steypustálið, sem storknar við deigluna, ef slökt er bálið svo fundust mér faðmlögin hans. Eg hef elskað mig fríða við andlit hans, eg hef elskað svo loftið varð heitt. Eg kunni ekki gang, heldur dillandi dans, og dagarnir, vikurnar biðu ekki neitt. Og nú var alt glatt, sem var grátið áður, og gildi heimsins var meira en áður: að elska — var lífið eitt. Það ástarlíf varð honum lifandi lind, sem list hans drakk kraft sinn úr. Og eg sá hann hefja sig tind af af tind sem taminn örn hefði sprengt sitt búr. Eg hét, að eg skyldi ekki hefta honum framann, við hétum að eiga okkar forlög saman hvort þau yrðu sæt eða súr. Þá var það einn dag að hann hermdi það heit að eg hefti ekki frama sinn. »Þaö eru ekki svik við þig,« sagði hann, »eg veit, að sæld mín er lögð undir úrskurð þinn. En tryggðin við lífsstarfið heimtar mig hjeðan og hvort annars tryggðir við reynum á meðan. Og svo skal það sjást hvort eg vinn«. »Að vita þig hugsa um mig hvar sem eg fer« — og höndin hans klappaði milt. »Að brúðurin þreyjir þolgóð hér!« — hann þrýsti mér, kysti mig stjórnlaust, vilt. »Og svo kemur hamingjan — svo kemur gjaldið« þá sagði hann hægar: »Nei, þú hefir valdið, og haltu mjer heima, ef þú vilt«. Eg grét ekki, bað ekki, — bara fann hve brjóstið varð þröngt um stund. — — — Og síðan hvern dag eg sat og spann, ’eg sá ekki meir okkar næsta fund.......... Nú stendur hann hæzt upp á hæð sinnar frægðar, en hjarta mitt kunni ekki að biðjast vægðar og berst nú með ólífisund. Það sló fyrir þig, og slær það enn og slær fram í síðasta blund. En vörin, sem þrýstirðu, þagnar senn, eg þakka hvern einasta dag og stund. Eg var sælli en allir veraldar gylfar, eg veit eg hef kannað það bezta sem til var á þessari glapsýnagrund. — —- — Snúrurnar hrökkva: Snældan er full, og snurðulaust alt sem eg spann. þeir kalla það ull, en glóandi gull úr greip minni rann — það var alt fyrir hann, sem hóf mitt líf upp í hærra veldi, minn hvíta prins, sem eg trúnað seldi og heitast af öllum ann. Eg orka ekki meir, enda þarf ekki það, á þráðnum er hvergi gróm. Ef blóðugur er hann á einum stað, er orsökin sú að hann spannst inn í góm, því þar var hnútur sem þurfti að renna, og þá var sem eg fann hold mitt brenna og skildi minn skapadóm. Þú vitjar mín aftur, mín örlaganótt! með allan þinn minninga-fans. Hví læðistu svona — seint og hljótt? Sérðu ekki að þetta er minn brúðardans? Velkomin nótt! Eg fer nakin í háttinn, því nú hef eg spunnið sterkasta þáttinn í hamingjuþræðinum hans. úr góðu efni, fyrir aðeins kr. 56.00 Ólafur H. Jónsson Sími 48. Stúlku vantar í vist á barnlaust heimili í Hafnarfirði. Upplýsingar á Kirkjuveg 16. Góð eldavél til sölu. Upplýsing á Vestnrbrú 21. Hjálpræðisherinn! Heldur samkomu sunnudaginn þ. 29. október. kl. 8 síðdegis. Gestur J. Árskóg frá Reykja- vík stjórnar. Allir velkomnir. Til sölu eru svört föt úr góðu efni, mjög ódýrt. Einnig olíuofn og „Ernemannu myndavél, stærð 6X12. Afgr. vísar á, Prjónaskapur er tekinn i Austurhverfi 3. Eyjólfur Stefánsson.

x

Auglýsarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Auglýsarinn
https://timarit.is/publication/180

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.