Auglýsarinn - 22.12.1922, Side 2
AUGLÝSARINN
Kjötpantanír
er óskað að komi fyrir 23. des.
en ekki 28., svo sem stóð í síðasta blaði.
Matarverzlunin.
Allar matvörur og jólavörur
méð lægsta verði.
Appelsínur á Í6 aura stykkið
hjá Þorvaldi.
Að áefnu tilefni
leyíi eg mér að geta þess í „Aug-
lýsaranum“, að þar sem það hefir
verið borið út um bæjinn að eg
selji skóviðgerðir dýrar en aðrir,
lýsi eg það ósanníndi, eins og
minlr góðu viðskiftavinir vita, en
hér eftir sel eg þær þó enn ódýr-
ar en áður.
Eg óska öllum mínum viðskifta-
vinum gleðilegra jóla og nýárs.
Hafnurfirði, 19. desember 1922.
Virðingarfylst.
M. Mathiesen.
Á jólunum
þarf ölhliil að líða sem best. En
þeir fátæku eru svo margir sem
ekki má gánga fram hjá. En hvernig
eigum við að finna þá snauðu?
Greiðasta leiðin er að ganga ekki
fram hjá jólapotti Hjálpræðishersins
án þess að gefa í hann. Með því
eruin við að gleðja gamia fólkið
og bömin á jólunum.
Styðjum gott og göfugt málefni
og minnumst orða Krists: „Það
sem þér gjörið einum af mínum
minstu bræðrum, það hafið þér og
mér gjðrt“. /
Eyjólfur Stefánsson.
(íjalddagi á fjárframlögum til
fríkirkjunnar í Hafnarfiröi fyrir
fardagaárið 1222—’23, var í
októder s. 1.
Safnaðarmeðlimir, eru því hér
með vinsamlega beðnir að greiða
tillög sín til gjaldkera kirkjunn-
ar, Guðmundar Einarsonar tré-
smiðs; fyrir nýár.
Þetta frjálslega fyrirkomulag
á safnaðargjöldunum, hefir hver-
vetna mælt vel fyrir, og orðið
söfnuðinum til gagns og sæmdar.
Góðir menn og konur! Blessuð
Jólin eru í nánd. Bezta Jóla-
gjöfiri, sem þið getið gefið, er
sérhvað það, er miðað getur til
efiingar ömðsríkis, bæði innra
og ytra, til þessa vandlega gætt,
þá mun annað gott á eftir fara.
Margar hendur vinna létt
verk, verið samtaka.
Hafnarfirði u/12 Í922.
Safnaðarstjórnin.
Fæðí.
Nokkrir menn og stúlkur geta
fengið gott og ódýrt fæði. Sömu-
leiðis lausar máltíðir.
Sér borð ef þess er óskað.
Matsöluhúsið
Fjallkonan,
Laugavegi 11.
Gleðileg jóll
Vevslun Egill Jacobsen.
Frá Þýztalandi
nýkomnir skrautgripir, ódýrir en fallegir þó,
sérstaklega vil eg benda á manséttuhnappa, hálsmen, og kassar
með eggjabikar og skeið fyrir börn, vindlingaveski með munn-
stykki með kveikiáhaldi, alt í einum kassa, ágætis jólagjafir, og
margt fleira nýtt fáséð og girnilegt, og má ekki gleyma trúlofunar-
hringunum, þeir geta komið sér vel um jóliri.
Þettað er á úrsmiðjunni
Strandgötu 31.
Crleðileg* jól!
Einar & Hans.
Jólaverð.
Molasykur . . 55 aura 1/a kg.
Strausykur . . 50 aura '/2 kg-
Púðursykur . . 45 aura l/2 kg-
Consum . . . kr. 2.60 V2 kg.
Dönsk spil . . kr. 1.00
Glanspappír . . 6 aura örkin
Sólarijós-olía . . 35 aura líter.
Virðingarfylst
Steingr. Torfason,
Gleðilegra jólal
óskar „Auglýsarinrí* öllum lesendum sínum.
Skemtifélagið
FORTUNA
hefir jólatréssamkomu fyrir börn
félagsmanna fimtudaginn milli jóla
og nýárs, sem byrjar kl. 6 síðd.
Félagsmenn eru beðnir að vitja
aðgöngumiðanna fyrir börnin og
íullorðna gesti fyrir kl. 9. síðd.
kvöldið áður til undirritaðs.
Dans fyrir fullorðna að lokinni
jólatréssamkomunni.
Piano-musik.
Finnb. J. Rrndal.
Brunamálin.
í þau ár, sem eg hefi verið
með við æfingar slökkviliðsins
hér í Hafnarfirði, hefr stjóm
þessa liðs verið mjög ábóta-
vant. Og alt farið þar fram
sem verið væri að framkvæma
verk, sem aðeins væri um hönd
haft fyrir siðasakir, en hefði
að öðru leyti ekkert gildi. En
samt hefir þetta þó aldrei kom-
ið jafn áþreifanlega fram sem
einmitt við síðustu æfinguna
sem háð var. par sem farið
var með liðið það nærri vatni,
að jafnvel hefði mátt með
hægu móti setja sogslöngumar
sjálfar út í vatnið og vatns-
burðarliðsins hefði ekki þurft
með. í öðru lagi bar mjög lítið
á þeim mönnum, sem stjóm
vatnsburðarliðsins eiga að hafa
á hendi við þær tvær dælur,
sem voru næstar mér. það voru
tveir menn sjáanlegir, en aðal-
lega var það annar maðurinn,
sem hafði sig svolítið í frammi,
og eg tel hann með stjómend-
unum, þó að engin einkenni
bæri hann, sem sýndu, að svo
væri.
Ennfremur var sjáanlegt, að
fjöldi manna vissi ekki hvar
þeir áttu að vera, því ao menn
með ýms mjög mismunandi
númer unnu saman í vatns-
burðarliðinu. Einnig var fjöldi
manna, sem komu ekki nálægt
neinum framkvæmdum.
Er dælt hafði verið um
stund á þessum stað, var hald-
ið heim aftur og allir látnir
fara, án þess að nein skráning
færi fram, og þar af leiðandi
ómögulegt að segja um, hverj-
ir hefðu mætt og hverjir ekki,
sem hlýtur að orsaka, að með
tímanum hætta aðrir að koma
en þeir, sem finnast þeir mega
vera að því, eða finst það sóma
síns vegna vera skylda sín,
meðan þetta eru lög í bænum.
En er því nú í raun og veru
þannig varið, að þessar æfing-
ar eru látnar fram fara fyrir
siðasakir, en ekki vegna þess,
að í gegnum þær er ætlast til
að koma upp sveit manna, sem
með því að koma saman og æfa
sig í að vinna í samstillingu,
er eldsvoða ber að höndum, og
gera það sem unt er með þeim
tækjum, sem fyrir hendi eru.
það er ekki altaf víst, að þau
hús, sem eldur kann að koma
upp í, standi það nálægt vatni,
að leikur einn verði að slökkva
í þeim. Sérstaklega eftir því
sem bærinn byggist upp eftir.
Einnig hefir enginn vissu fyrir
því, að ekki geti verið stóra
stormur undir þannig löguðum
kringumstæðum, sem standi yf-
ir bæinn og bænum í heild sinni
eða stórum hluta hans geti ver-
ið hætta búin. Að það er mið-
ur hyggilegt að láta alt reka
á reiðanum þar til í óefni er
komið. það hefir venjulega ver-
ið álitið affarasælla að byggja
starx á heilbrigðum grundvelli
og endurbæta svo jafnóðum, ef
einhverjir gallar koma fram,
þegar um jafn þýðingarmikið
mál er að ræða og þetta, eða
með hvert það starf, sem starf
getur heitið. En að hugsa sem
svo, að það sé alveg sama
hvemig það er framkvæmt, að-
eins ef eitthvað það, er kallast
getur því nafni, fer fram.
Frh.
Skrítlur.
Varfærni.
H an n : Jeg heyri sagt, að þér
og maðurinn yðar ætli að ferð-
ast til Vesturheims til að taka
við miklum arfi. En hvérs vegna
farið þið ekki bæði með sama
skipi?
Hún : Nei! ef skipið ferst, þá
er þó annað okkar á lífi til þess
að taka á móti arfinum.
Prentsmiðjan Acta.