Frækorn - 15.04.1901, Qupperneq 2

Frækorn - 15.04.1901, Qupperneq 2
58 F R Æ K 0 R N. Geislar frá hinu spámannlega orði- III. Daníels bók. (Frh.) Vér höfum áður leitazt við að benda á það, að guðs orð í þessum spádómi (Dan. 7.) hefur komið fiam í hinu antikristiiega veidi, páfaveldinu. Vér viljum hér frekara athuga þenn an spádóm. Fyrst og fremst er það sagt. að „stikill þessi“ skyldi undiroka þrjá konunga (ríki). Dan. 7. 24. Snúum vér oss að sögunni þá finnum vér, að þetta hefur átt sér stað. Rað var hið vaxandi vald páfa- dómsins, sem leiddi til þess, að róm- verski keisarinn Justinianus undir- kúgaði hina þrjá þjóðflokka, Herula, Vandæli og Austurgota. Hernaði þessum var lokið árið 538 e. Kr. Þá komst til framkvæmda sú skipun Justiníusar keisara, sem gefin var út árið 533, að páfinn í Róm skyldi vera yfirmaður allra safn- aða; er það ár merkisár í sögu þáfa- dómsins, og komum vér aftur til þess í þessari grein. Næst er sagt í • Dan. 7. 25., að „stikill þessi“ skyldi tala „orð í gegn hinum hæsta." Hefur páfaveldið gjört þetta? Pó ekki væri nema hugsað um hin mörgu guðlastsnöfn, sem páfarnir hafa ýmist tekið sér eða mótmælalaust tekið á móti, ætti hver maður að geta séð að páfadæmið hefur talað^,.orð gegn hinum hæst,a.“ Páfinn varð ofjarl keisarans, [’og taldi sjálfan sig og var talinn af öðr- um eins og guð á jörðunni. Á 4. Lateranfundinum (ár 1215) mælti prestur nokkur þessum orðum til páfans: „Þú ert vor hirðir, vor læknir, í stuttu máli: vor annar guð á jörðunni." Marteinn páfi V. (páfi 1417—31) skrifaði sig „hinn allrahæsta og alira sælasta, sem er meðalgangari heims- ins og drottinn jarðannnar, eptir- maður hins heilaga Péturs, drottins smurði, meistari alheimsins, fa.ðir konunga og ljós heimsins. En hvað segir ritningin: „Því einn er guð og einn er með- algangarinn milli guðs og mannu, maðurinn Jesús Kristur". 1. Tim. 2, 5. „En þér skuluð ekki láta yður meistara kalla, þvi einn er yðar meistari, en þér eruð allir bræður.'' Matt. 23. 8. „t annan stað talaði Jesús til þeirra og sagði: „Eg er heimsins ljós; lrver, sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa lífsins ljós“. Jóh. 8, 12. ,Enn fremur: „Að striða gegn páfanum er að st.iíða gegn guði, með því að.páfinn er guð. og guð er páfmn." Georg VII. sagði: „ Allir þjóðhöfð- ingjai' skulu kyssa fætur páfans ...

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.