Frækorn - 01.06.1901, Qupperneq 2
82
FRÆKORN.
Kristi? Elskar þú Krist? Þjónar þú
honum? Hatar þú syndina í hjarta
þínu, og stríðir þú á móti henni?
Langar þig til að ná algjörðri helgun,
og sækist þú alvarlega eftir henni?
Ert þú laus við heiminn? Er biblían
þér kær? Stríðir þú við hið vonda
með bæn til guðs? Elskar þú guðs
börn? Leitast þú við að breyta vel
við alla? Ert þú lítils vii ði í sjálfs
þín augum, og gjörir þú þig ánægð-
an með hið lægsta sæti? Breytir þú
kristilega í öllum þínum störfum, á
dögunum í vikunni og á heimilinu
hjá sjálfum þér?
Ó, hugsaðu, um þessa hluti, og þá
getur vel verið, að þú verðir færari
um að segja mér frá ástandi sálar
þinnar? Hefurðu snúið þér til guðs?
Lesari minn! Eg bið þig innilega, að
þrjózkast ekki við spurningum mínum,
hversu óþægilegar sem þér kunna að
þykja þær. Svaraðu þeim, þó þær stingi
samvizku þína og skeri hjarta þitt.
— Svaraðu þeim, þó þú með því
finnir með sjálfum þér, að þú hafir
enn ekki snúið þér til guðs, og þú
sért staddur í voðalegri hættu. Gefðu
þér enga hvíld, enga hvíld, fyr en þú
veizt, að þú ert kominn í sátt við guð.
Þúsund sinnum betra er að geta
séð hættuna, sem þú ert staddur í, og
leita hjálpar í tíma, heldur en að
eyða lífi sínu í falskri vissu, og
verða svo eilíflega glataður. Hefurðu
snúið þér til guðs? E. C. Ryle.
Kenning biblíunnar um skírnina,
Eftir J. G. Matteson.
V. HvA® SF.GIE KITNINGIN UM
SKÍENINA ?
(Framh.)
Iðrun og trú fyrst, síðan skírnin.
Þegar Pétur flutti fagnaðarboðskapinn
um dauða og upprisu Jesú Krists á
hvítasunnudaginn, urðu tilheyrend-
urnir mjög hrifnir og sögðu við post-
ulana: „Hvað eigum vér að gjöra?
góðir menn ogbræður." Pétur sagði
þá við þá: Takið sinnaskifti, og
hver yðar láti skíra sig til nafns
Jesú Krists, til fyrirgefningar synd-
anna, þá munuð þór öðiast gjöf hei-
lags anda; því að yður tilheyrir fyr-
irheitið, og börnum yðar og öllum
þeim, sem í fjarlægð eru, hverja
helzt drottinn Guð vor kallar hér til.“
(Pgj. 2, 37—39.).
í þessum orðum er talað um aftur-
hvarf og skírn sem skyldu, er hver
og einn hafl við sjálfan sig. Það er
ekki talað um að snúa öðrum mönn-
um eða skíra þá, heldur er sórhver
áminntur um að snúa sjálfum sér frá
vantrú og fyrirlitningu á syni Guðs,
og trúa á hann, sem Guð uppvakti
frá dauðum, og láta skíra sig (ekki
aðra) þessari trú ti) staðfestingar.
Þeir áttu að láta greftra sig með
Kristi fyrir skírnina og stiga upp úr
vatninu til að ganga í nýju líferni,
og sýna með því, að þeir geymdu
vitnisburðinn um dauða og upprisu