Frækorn - 01.06.1901, Qupperneq 5

Frækorn - 01.06.1901, Qupperneq 5
FRÆKORN. 85 hefði verið staðinn að þjófnaði. Lét hann á sér skilja, að sér þætti það ekki neitt sæmdarerindi, að verja slíka pilta, enda mundi vörnin ekki verða á marga fiska. C. sagði, að þetta gæti þó orðið mesta sæmdar- erindi fyrir hann. Honum tækist, ef til vildi, að leiða það í ijós, að ytri ástæður, sprottnar af óheppilegu upp- eldi, hefði neytt hann til að stela; en að hann vildi feginn bæta ráð sitt, einungis ef honum væri gefið tækifæri til þess. Því sagðist málaflutnings- maðurinnn ekki búast við. Þess konar menn væru vanalega illa innrættir; enginn hefði getað um þá tætt í æsk- unni og enginn því viljað hafa þá; kæmust svo á ílæking, og færu þá fyrir alvöru að lifa samkvæmt náttúrufari sínu og leggja fyrir sig alls konar illvirki. „Yiltu trúa því,“ sagði C., „að eg hef einu sinni verið kominn að því, að komast í tölu slíkra manna, sem allir álíta svo illa innrætta, að ekkert sé við þá að gjöra annað en setja þá í fangeisi?" Pví sagðist hinn ekki trúa. „Þetta er þó svo,“ sagði C., „og það var fyrir sérstaka guðs til- hlutun, — mér liggur við að segja: kraftaverk, að ég slapp frá því, að verða tugthúslimur. Ef allir, sem nú eru í tugthúsunum, hefðu verið hrifn- ir af barmi glötunarinnar á líkan hátt og eg, þá hugsa eg belzt, að þeir væru allir heiðarlegir meðlimir í mannfé- \ laginu.“ „Það hefur hlotið að standa sérstaklega á fvrir yður, “ sagði mála- flutningsmaðurinn. „Rað stóð svo á fyrir mér,“ sagði C., „að eg átti góða móður, sem eg elskaði heitt, en varð að skilja við hana ungur og fara til vandalausra, sem fóru illa með mig og það hafði ill áhrif á mig. Kallið þér það sérstaklega ástatt? Er ekki líklegt, að fleiri geti átt líkt til bmnns að bera?“ „Yera kann það,“ sagði málaflutningsmaðurinn, „en það er eg viss um, að annar eins maður, og þér eruð, hefði aldrei látið sérdet.taíhug að stela.“ „Annar eins maður og eg er nú mundi ekki hafa gjört það,“ svaraði C., „en tildrögin til þess, að eg varð það, sem eg er nú, þau voru ekki sjálfum mér að þakka. Ef eg segði yður sögu mína, trúi eg ekki öðru, en að þér yrðuð mér samdóma.“ Málaflutningsmaðurinn sagðist gjarn- an þiggja, að heyra sögu hans. Hóf C. þá sögu sína á þessa leið: „Foreldrar minir bjúggu í þorpi nokkru á vesturströnd Jótlands. Var faðir minn trésmiður, smíðaði tréskó og annað smávegis, en móðir mín var þvottakona. Rau voru fátæk, en komust þó vel af, og mér leið mjög vel fyrst framan af. Foreldrar mínir unnu mér hugástum, og eg átti góðu einu að mæta hjá öllum. Þá vildi eg líka vera góður við alla. En svo kom stríðið. Rjóðverjar herjuðu á

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.