Frækorn - 15.01.1902, Side 6

Frækorn - 15.01.1902, Side 6
6 til trausts og athvarfs, — af því að það var sjálft litið og vanmáttugt og gat ekki verið föðurlaust. En þegar því vex fiskur um hrygg og það fer að verða óánægt með skipulag og niðurröðun hlut- anna, og þegar það fær ekki hjálp, er það biður um hana, og ekki svar, er það spyr, þá fer það á leit eftir föðurnum, en finnur — sig sjálft.« Eg fór til þeirra manna, er sjá undra- sjónir, dreymir drauma og seiða fram anda og rannsaka leynda hluti, og eg sagði: »getið þér visað mér á föður- inn ?« En þeir sýndu mér skugga. Og skuggarnir svöruðu allt öðru cn þvi, er eg spurði þá um. í’á féllst mér hugur, og cg haétíi leit- uninni. II. En þar sem jeg var einstxðingur í ókunnu landi og farinn að líða skort, hugurinn orðinn órólegur og dauðinn farinn að berja að dyrum ; þá hugsaði eg með mér: Þó nú faðirinn sé mér horf- inn, þá vil eg samt letta heim til æsku- stöðva minna. Þar finn eg ættmenn mír a og vini, og þeir munu hlusta á mig og fyrirgefa mér. ög þeir munu sýna mér vorkunsemi; — þar, meðal minna, vil eg deyja og safnast til feðra minna. Eg varði því litla, sem eg átti, í pen- inga og hélt heimleiðis. En þegar þang- að kom, var hús föður míns selt og ætt- menn mínir sundur tvístraðir; og bróðir minn hafði leitað sér hælis sem einsetu- maður úti á eyði-heiði, og orð lék á því, að hann væri vitskertur. Hann hafði selt aleigu sína og gefið hana fátækum. Þá sá eg, hve yfirgefinn og einmana eg var, og eg var yfirkominn af sorg og vonbrigðum. Eg fór til bróður míns og tjáði hon- um raunir mínar; síðan fékk eg mér Ieigu- bústað hjá vandalausum manni þar í ná- grenninu, því nú vildi eg ekki flakka lengur um. Og eg sagði við sjálfan mig: hér vil eg bera bein mín — og deyja. Eg hef ráfað gegnum lííið. Eg er orðinn gamall — en ekki hygginn; eg var auðugur — en nú er fátæktin orð- in mitt hlutskifti, og heim er eg kominn—- en þó heimilislaus. Nú er að einsskammt eftir ófarið, og þessi þröngi bústaður minn á að verða mér inngangur til hvíldar. Sorgin ætlar að yfirbuga mig — spill- ingin brennur mér í æðum og hjartað engist af verkjum. En sína byrði hlýtur hver að bera, meðan til vinnst. Eg vil reyna að taka með þolinmæði því, sem að höndum ber, og hugsa á þá leið, að því þungbærara sem það er, þeim mun fijótar líður það. Og á einverustúndun- um skal eg una við hugsanir mínar. Og þó ættingjar mínir séu horfnir, þá geymi cg þó endurminninguna um þá; og með vögguvísum vil eg reyna að sefa hug- sýki mína. Allt það, sem eg naut í líf- inu, gott og illt, allar breytingar og við- burði, sem fyrir mig hafa komið, vil eg lifa upp aftur í huganum og ígrunda og rannsaka, hvort þar er nokkurn lærdóm að finna, lög eða samanhengi. En á sól- bji rtum dögum sit eg við leiði föður míns og móður og tjái þeim allt það, sem eg hef orðið að líða, játa fyrir þeirn syndir mínar og trúi því, að þau fyrir- gefi mér. Og það skal ætíð vera mín sanntæring, að hversu langt, sem maður hefur villst út af veginum, og hversu sárt sem hann hefur orðið að svfða, þá sé þó Íífsins ætíð betur freistað enófreistað. En — hugurinn staðnærrist við það atriði: hvað vil eg með föóurinn? Eg hef aldrei þekkt hann. Eg trúði á guð — og varð óttasleg- inn, því guð er óttalegur. Hann skap- aði mig með eldsaugum, — hann sáallt fyrir, og allt var vont — og allt vont var honum ógeðfelt; og dagur hans átti á s'ðan að koma sem þjófur á nóttu. — Og ætíð, þegar eg vildi vera glaður, þá varð eg að gleyrna guði. Friður sé með föðurnum — og með dómaranum, — friður yfir misþóknun hans og eldi I Hann sefur, og vér skul- um eigi vekkja hinn dómhraða. Þey — þey! þú hjarta í brjósti mér! ver rólegt og örvilnast eigi! Það erfið- asta er eftir, — en hið langvinnasta er yfirstaðið. — Og faðirinn er horfinn ; — en þegar dagurinn er að kvöldi kom- inn, þá Jeita eg heim til móður minnar, til minnar réttu móður — heim til nátt- úrunnar.___________________Meira.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.