Frækorn - 15.01.1902, Blaðsíða 8
8
Afsal áfengissöluréttar.
(Áðsent)
f*að mun vera »Fræk.« gleðiefni að geta
flutt lesendum sínurn þau markverðu tíðindi,
að nú hafa allar verzlanir á Seyðis»
firði þær er rétt hötðu til að verzla
með áfengi. afsalaösér þessumrótti
frá 1. jan. 1902. Er því áfengi hvergi til
sölu í nokkurri verzlunarbúð i Norður-Múla-
sýslu né Seyðisfjarðarkaupstað.
Verzlun f’orsteins kaupm. jónssonar í Borg-
arfirði hefur aldrei haft áfengi til sölu, og á
eigandi þeirrar verzlunar hrós skilið fyrir það,
að hafa látið vera að innleiða þar j>á verzlun-
arvöru. í fyrra um áramótin hættu verzlan-
irnar á Vopnafirði að selja áfengi og þótt.u
það mikil tíðindi, því Bakkus hafði þar ver-
ið frá ómunatíð í engu mínni hávegum hafð-
ur cn i öðrum kauptúnum landsins. Það var
því þakklætis- og virðingarvert af þeim, er
þar áttu hlut að máli, að þeir urðu á undan
öðrum í að gjöra áfengið húsrækt sem verzl-
unarvöru.
En mestum og beztum tíðindum sætir þó
þetta: að allar verzlanir hér hafa hætt við
áfengissöluna. Og bar sem áfengissalar hafa
vitanlega jafnan rekið þá verzlun með tals-
verðum hagnaði — augnabliks hagnaði —, þá
mun mörgum verða að spvrja, hvað hafi kom-
ið því til leiðar, að verzlanirnar urðu þannig
allar samtaka í bví að útiloka átengið úr söl-
búðum sínum.
Sá, sem þetta ritar, hyggur, að hér hafi
aðallega þrennt stutt að sigri hins góða: í
fyrsta lagi sannfæring þeirra, er hlut eiga að
máli, um það, að öll verzlun og víðskifti hljóti
að geta þrifist eins vel og bctur án þes3arar
verzlunarvörutegundar,—að viðskiítah'fið hljóti
þá að þróast og standa í beztum blóma, þegar
ekkert eitur er til að brcnna rætur þess. t
öðru lagi: (þýnging sú og tálmanir, sem gild-
andi löggiöf leggur á ál’engisverzlunina. Og
í þriðja' lagi, en ekki sízt, mun bindindishreif-
ingin eiga sinn góða þátt í þessu, og verðugt
er að geta þess, að forvígismaður austíirzku
bindindismannanna, séra Björn f'orláksson á
Dvergasteini, hefur gert sitt bezta til að koma
þessari breytíngu á
Einn hængur er þó þvf til fyrirstöðu, aðafieið-
ingar þessa heillaverks geti sýnt sig svo sem
vera bæri, og hann er sá,að enn verður áfeng-
ið haft á boðstólum á veitingahúsi herra Kr.
Hallgrímssonar á Seyðisfirði. En. óskandi er,
að þessi áfengissali sem og allir menn sann-
færist sem fyrst um það, að alstaðar,þar sem
áfengi er um hönd haft, þar er yfirleitt að
ræða um margfalt meira tjón en ávinning.
Bindindisvinur.
Án kirkjulegra athafna var Sigurður
sál. Einarsson grafinn 6. des. í fyrra. Biaðið
Austri getur stuttlega um þessa jarðarför og
tekur það fram. að eg hafi talað við þessa
greftrun og að súngið hafi verið »AUt eins og
blomstrið eina«, en sleppt úr þeim versum,
sem nafn Jesú Krjgts ér nefnt í. Til þess að
fyrirbyggja allan misskilningskal eg getaþess,
að eg átti engan þátt í neinu, sem fram fór
við gröfina. f>au orð, sem eg mælti á heimili
hins látna, lýstu meðal annars ljóslega að eg
er alls eigi samdóma hinum látna í trúarskoð-
unum, þótt eg virði minning hans sem dug-
andi, starfandi og frjálslynds manns. Eg væri
ritstj. Austra mjög þakklátur, ef hann vildi
ljá þessum orðum pláss í blaðinu.
D. Östlund.
Lögtök hjá frikirkjumönnum íReyðar-
firði hcfur séra Jóhann Lúther Sveinbjarnarson
á Hólmum nýskeð látið taka, af því að þeim
hefur eigi heppnast að tá enn prest staðfest-
an í stað séra Lárusar Haildórssonar, eryfir-
gaf þá árið 1899; en þar sem söfnuðurinn í
millitíðinni hefur haft prestsþjónstu ti! bráða-
birgða og ekkert hefur til Hólmaprestsins
leitað, og enn fremur er svo langt kominn
meðprestsútvegun sína, að prestur fyrirnokkru
er kosinn og staðfestingin á leið frá stjórn-
inni, þá virðist þessi aðsókn Hólmaprestsins
að vera harla ósæmandi og órýmileg. Og:
víst er um það: ekki græðir þjóðkirkjan á
slíku. f>að hlýtur að flýta fyrir þeim degi,
þá hennar »mene, tekeL rnun heyrast.
OrÖið úti hafa í óveðrunum seinustu, eftir
því sem héraðsmenn segja: Ólafur Hinriksson,
Urriðavatni í Fellum, Stefán Jónsson unglings-
piltur frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð, og Bjarni
Eiríksson búfræðingur úr Skriðdal
WF Kostaboð.
Útg., sem ekkert vill láta ósparað til þess
að fjölga kaupendum blaðsins, gerir hér með
eftirfylgjandi tilboð:
Hver nýr kaupandi að »Fræk.« 3-árg., 1902,
sem borgar fyrir þetta ár fyrirfram, fær
ókeypis til sin sendan allan 2. árg. og enn
fremur myndir af Í03 helztu mönnum 19.
aldar. Myndunum fylgja skýringar.
2. Hver nýr kaupandi,sem lofar að borga
næsta árg. fyrir 1. okt. 1902, fær mynda-
blaðið nú begar og auk þess jólablaðið
skrautprentaða 1901.
Ressi tilboð gilda að eins meðan upplögin
endast. Verð blaðsins er að eins i kr. 50 árg.
i’or jun má senda í óbrúkuðum frímerkjum.
Útsölumenn óskast.
Er það rjett að innleiða áfengis-
bannlög? Almennur umræðufui.dur á
sunnúdaginu kemur í bindindishúsinu
kl. 3 síðdegis. Allir innboðnir.
Stjórn Bindindisfélagsins.
Fyrirlestur i Bindindishúsinu sunnudag
kl. 7 síðd. Efni : Ýmislest af sösru
bibliunnar á hinum myrku öldum
D. Östlund.
Prentsmiðja SeJ'ðiáfjarðar.