Frækorn - 16.04.1902, Blaðsíða 1

Frækorn - 16.04.1902, Blaðsíða 1
0 Heimilisblað með myndum, RITSTJÓRI: DAVID ÖSTLUND. 3. árgansrur. Seyðlsflröl 16. apríl 1902. 6. tölublað. Grættu ei gamalmennið. O, hrelldu ei gamlann, gráhærðann og þreyttann, sem gengið hefur lífsins þyrnibraut og æfiferil sér að baki breyttann, en blasa móti grafarinnar skaut. Hann sér nú allar æfidagsins vonir, sem )'mist hafa brugðist eða ræzt; og sorg og gleði, sólu líkt, og myrkri á sólarhringi lífsins hafa mæzt. Hann skygnist einnig inn í hulda heima, sem æskumannsins hvarmaljós ei sjá, og fer þá Ijúít um Ijós og frið að dreyma, með lífsins hinnsta vonargeisla’ á brá; já, vonar nú að fá að fara héðan til friðarlandsins hrjáð og örþreytt sil; því heimurinn með öllu sínu yndi er öldungnum sem fánýtt glys og tál. Þú glaums og gjálífisins káti vinur, til gamans annað frarnar hafa skalt. en hrella þann, er þungt í elli stynur, því þannig lagað gaman reynist valt. Og þótt þér gröfin gömlum sýnist nærri, þá geturðu ekki vitund sagt um það, hver ykkar fyr í grafareiti gistir, því guð mun ráða þínum næturstað. (-ar -on.) RÁÐ (sem eg hef séð of marga fylgja og reynt sárlega sjálfur); Fyrirlíttu fátækann, forsmán aumum veittu, hrvggðu’ ocr særðu hrelldan mann, hafðu að spotti fávísann. J. D. Er biblían innblásin af guði? — °— Niðurl. Spádómar biblfunnar. Ein hin kröftugasti sönnun fyrir innblæstri bibl- íunnar er spádómar hennar. Það er augljóst, að guð einn þekkir hinn ókomna tíma. Og inniheldur ritn- ingin greinilega spádóma um hluti, sem sagan ótvíræðlega vitnar um, að hafi komið fram í samræmi við spádómana, þá er þetta mikilsverð ástæða fyrir því, að trúa henni sem guðs orði. Inniheldur ritningin sltka spádóma? Já, vissulega Hér skal að eins bent á fáeina af þeim, sem snerta komu frels- arans í holdinu; og þótt biblían spái um fjölda viðburða, sem fram áttu að koma í heimnum, þá spáir hún þó einna oftast og skýrast um komu frelsarans og vérk hans, — frá fyrstu blöðum hennar, þar sem vér lesum (i. Mós. 3, 15 ), að sæði konunnar skyldi merja höfuð óvinarins, til síðustu orða hennar, þar sem frelsarinn vitnar um hina síðara tilkomu sfna: »Sjá, eg kem skjótt« (Op. 22, 20.). I 1. Mós. 49, 10. lesum vér: »Ekki fer veldisspíran frá Júda, ekki herstjórnarsprotinn frá hans fótum, fyr en komið er til Silo, og fólkið munu honum hlýða.« Silo er nafn á friðarhöfðingjanum Kristi. Veldisspfran skyldi ekki víkja frá Júda ættkvísl, fyr en Kristur kæmi. Spádómur þessi var gefinn 1700 árum á undan fæðingu hans. Hvað hefur sagan að segja um þetta ? Rættist þessi spá- dómur ? Sagan vitnar skýrt og skorinort, að öld eftir öld höfðu Gyðingar stjórnendu’'

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.