Frækorn - 16.04.1902, Qupperneq 5
45
Finnar við tjald.
þó vex þar skógur og með ástundun og
atorkusemi hefur einnig tekist að koma
þar á akuryrkju. En þrátt fyrir allt þetta
hafa erfiðleikarnir nú gjört Finnland svo
úr garði og skapað þar þá þjóð, sem
Norðurállan telur sér sæmd að. Saga
Finnlands sannar hetur en saga nokk-
urrar annarar þjóðar þennan málshátt:
»Dyggðin er sín eigin verðlaun*.
A ýmsum tímum hefur neyðarópið frá
Finnlandi yfirgnæft allan hinn margbreytta
hávaða og skarkala heimsins — neyðar-
ópið, þegar útlend harðstjórn var að kúga
Finnana til hlýðni við sig,
ræna þá frelsi sínu og
yfirráðum landsinsjog þetta
neyðaróp hefur orðið enn
átakanlegra fyrir það, að
hjá engri þjóð hefur kom-
ið í Ijós hreinni og inni
legri ættjarðarást en hjá
Finnum. það er enn svo
langt frá því, að Finnland
hafi náð verðskuldaðri við-
urkenningu, að rússneski
einvaldinn heldur áframað
höggva skörð í frelsi þess
og særa þess viðkvæmustu
tilfinningar.
Fáar erlendar stjórn-
málahreyfingar munu hafa
vakið eins mikla eftirtekt
hér á landi, eins og viður-
eign Rússa ogFinna;kem-
ur það fyrst og f-emst af
þvf, að meðferðin á Finn-
um hefur þótt mjög ómann-
úðleg og írelsisþrá þeirra
og ættjarðarást svo mjög
misboðið. En ekki síður
munu lslendingar hafa veitt
þessaxi hreyfingu eltirtekt
af því, að Finnar búa að
mörgu leyti við lík kjörog
Islendingar. Finnar lifa á
fiskiveiðum og kvikfjárrækt
eins og við Isl., en auk
þess styðjast þeir við skóg-
arhögg, akuryrkju O. fl.
Fiskiveiðar sínar stunda
Finnar mestmegnis á opn-
umsmábátum bæði á stöðu-
vötnum inni í landinu og
meðfram ströndum landsins. Stöðuvötn-
in eru svo mörg á Finnlandi, að naum-
ast verður tölu á komið, enda er landið
stundum nefnt »þúsund-vatna-landið«.
Hýbýli Finna hafa frá ómunatíð vcrið
lítilfjirrleg. Lengi vel höfðu þeir enga
fasta bústaði, heldur bjuggu þeir í tjöld-
um, sem þeir fluttu með sér, cr þeir
færðu sig til með hjarðir sínar. þetta
hefur þó mikið breyzt til batnaðar á
síðari árum og munu Sveitabæir þar jafn-
ast á við ísl. sveitabæi. Þó halda Finn-
ar (°g þó einkum Lappar) enn tryggð
Inni í tjaldinu