Frækorn - 26.09.1902, Blaðsíða 2

Frækorn - 26.09.1902, Blaðsíða 2
F R Æ K O R N. 114 Ibsen og Björnson. Stórskáldin norsku, Ibsen og Björnson, eru að mörgu leyti gagnólík. Eitt meðai annars er það, að Ibsen hefur með var- kárni sneitt hjá því, að verða skáld nokk- urs sérstaks stjórnmálaflokks ; hann hefur með nákvæmni forðast allt það, sem þrengt geti lesendahóp hans. Björnson hefur aftur á móti aldrei tekið tillit til neins af því tagi. Ibsen hefur aldrei gengið fram í dægurstríð stjórnmála- flokkanna (nema ef vera skyldi, meðan »skandinavisminn« var á dagskrá).. _Nafn Björnsons eitt hljómar aftur á móti sem heróp. Ibsen er óvenjuiega dulur maður og einrænn. Björnson er flestum mönn- um opinskárri; hann er starfsins og stríðs- ins maður í fyllsta mæli. Af því leiðir, að þótt ekki sé til einn einasti maður meðal Norðmanna, sem með rétti og rökum geti risið upp og sagt, hvor þeirra sé meira skáld, Björnson eða Ibsen, þá er munurinn sá, að allir lofa og vegsama Ibsen, en Björnson er til- beðinn’ af sumum, fordæmdur af öðrum. Björnson hefur skift sér milli skáldskap- arins og stjórnmálanna, og afleiðingin af því er sú, að norska þjóðin skiftist í flokka eigi að eins um stjórnmálamanninn Björnson, heldur einnig um skáldið Björn- son. Myndastyttur skáldanna, sem Frækorn nú flytja myndir af, standa framan við Norska leikhúsið í Kristjaníu. ©) df TIL SVAFARS LITLA. EFTIR MATTH. JOCHUMSSON. Aftur — upp aftur, er aldanna líf, aftur — upp aftur, sem blaðið í kníf; aftur — upp aftur, unz æfin er full, ánægjan farin og brotin vor gull. Blessuðu vinir frá bernskunnar tíð, bræður og systur um grundir og hlíð, ljúfvinir beztir, sem lítið jeg hef: lesið hér dálítið minningarstef! Hvern á eg fyrstan að nefna á nafn, - nóg var í kotinu góðvinasafn: fyrstur er hann, sem minn hirðmaður var, héppinn, sem ljósið í rófunni bar; Þar næst hún kysa, sem karlæg af tryggð kenndi mér einstaka húsræknis dyggð; folöldin, kálfarnir, fíflar á hól, fiðrildin, lömbin og kvíanna ból. Svo má ei gleyma’ ykkur, blessuðu b e r, blóðrauðan munninn, sem kysstuð á mér. Bláhelgu geimar og brekkur og gil, borgir og steinar með huldufólks spil! Lallar á palli, þið „Leggur og Skel," lifið nú blessuð, og dafnið þið vel; finnið, ef getið, minn geirneglda stokk, gleðji sá auður minn smávinaflokk. Krummi minn, krumini með braskara brall, i botnlausum skuldum, en hreikinn sem jall, spranga þú enn um þitt horgrindahjarn, hrekkvís sem þjófur, en glaður sem barn. Svanur, sem lyftir til ljóss minni sál, lóa, sem kenndir inér elskunnar mál, þröstur og spói, sem blíðsumarsbrag byggðunum syngið hinn vorlanga dag. Vinir með ungana, eggin og dún, unaði fyllandi grundir og tún, ó hve eg ann ykkar ódáinsher! ekkert á foldu svo dillaði mér. Hreiður og stekkur! Slík æskunnar orð elsku mig bundu við feðranna storð. Veraldar gátuna æðurin ein útskýrir betur en ritningargrein! Loks kemur himinsins leiftrandi bók, Iogandi þorstann, sem lijarta mér skóp: Átt þú að vefjast í eilífan hjúp? Á jeg ei framar að skoða þín djúp? — Skugga þinn, Quð, sem eg dauðþyrstur drekk- dýrð, þá sem gaf þetta bragð, þennan smekk - sktigga þinn (lieyri það himnar og menn!), himneski Quð, eg hef vart litið enn! Sárt er að kveðja þann alheimsins auð ! Eilífa von, muntu bæta þá nauð? Fylg mér og lýstu mitt helfarar-hjarn, hjarta mitt þráir að sofna sem barn. Huggun er stór, ef með alúð eg ann öðrum þess njóta, sem gleðja mig vann. Blessuð sé jörðin af blíðvinum full: Börn litlu, takið nú öll þessi gull! Orætið svo aldrei þá aumustu mús, angrið ei fuglinn, sem hvergi' á sér hús; ölium ef sýnið þið velvild og vörn, verðið þið lángefin höfðingjabörn.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.