Frækorn - 26.09.1902, Blaðsíða 3

Frækorn - 26.09.1902, Blaðsíða 3
F R Æ K O R N. Hafðu svo, Svafar minn, himinn og jörð, og heilsaðu vinanna glaðværu hjörð. Sólin cg gltðin cg h; mingjan holl helgi hvern dag ykkar skínandi koll! [Úr hinni nýju útgáfu Ljóðmæla skáldsins.] Friður ~w~ Þessi eilífi djúpi friður, sem er heilög einveldiseign háfjallanna. Þar ríkir og ræður hin mikla þögn og spilar á titrandi þögula strengi hinn hugbindandi friðar- söng sinn, — svo »ensomhedens store sang bruser for dit ore,« — og þó er hún þögul og djúp eins og táralaus sorg. Súlur! Fagrar standið þið í fjalla- þyrpingunni og terið háu hvelfinguna bláu, sem er þakið yfir kirkju guðs —* hinni brosfögru Eyjafjarðarsveit. — Eins og stórt táravott auga blikar »Poll- urinn«, vafinn grasmjúkum örmum, og áin silfurtær í ormbugðum armar hólma og nes. — Hún er eins og blóðrík slag- æð frá heitu hjarta. En þið eiuð háaltari í fegurstu kirkju íslands! Þar er hátt undir þakið og vítt millum veggjanna. Og sjálfur guð er prestur. Og fártrylltur fjallastormurinn er hið sjálfhreyfa, orgel, sem spilar þúsund röddum hinn volduga lofsöng sinn hátt yfir öllum heimi. Eins og fínasta dolce píanissimó byrjar það með leikandi tónj um í öllum orgelpípunum smáu, holum og glufum og örfáurn blómum, en vex í forte og fortissimó, staccató, hvæsandi, ólgandi og beljandi í hinum stóru org- elpípum, gjótum og gjám, vex, vex til kraft og hraða og verður að alheims- músík, sem fyllir himingeiminn með titr- andi, skjálfandi tónaveldi. Svo deyr það út, eins og andvarp, dólórósó pianó, píanissímó. Deyr. £n sál þín skelfur eins og smáfugls- barmur í kattarklóm, skelfur fyrir töfra- mætti alheims-kyrðfrinnar, og fyrir aug- liti guðs. Því að í einveru háfjallanna finnur maður sjálfan sig — og guð. 115 Langt niðri, djúpt, djúpt, bærast örlitlir svartir púnktar. Aftur og fram. Fram og aftur. Friðlausir, án hvíldar. Það er manneskjan, eins og hún er. — Lítil — og — svört. _ En á háfjallinu finnurðu kannske fyrst til þess, að þú elskar þessa svörtu púnkta. Því hafdjúp hugsun, alvara og ást er ræðuefni súlnaprestsins. Þú, sem ert úngur, farðu til fjallanna, hátt, hátt, hafirðu tíma til þess. Ertu sjúkur og sár, er sál þín þreytt, þá farðu til háfjallanna. Teigaðu himinsins hrein- bláu lind þér til heilsubótar, laugaðu sál þína hvíta og hreina í uppsprettu eilífrar ástar og fegurðar; og þú munt finna, hve hjarta þitt verður fullt af ást, barnsglaðri, hughreinni ást til landsins, sem guð gaf þér — að vísu nakið og bert eins og nýfætt barn, — en þó svo endalaust ríkt í allri sinni nöktu fátækt, svo fagurt og ríkt, af því það er þitt. — Þitt og mitt, — Og af því þú elskar landið, þá elsk- arðu h'ka aumingja svörtu púnktana. Og þú sérð þau öll, þessi augu. Leitandi, starandi. Og fyrir aftan hver augu brenn- ur og skelfur ein sál í sjúkri leit eftir farsæld og friði, O, herra, minn Guð, hve heitt eg óska, að allir sjúkir og sorgmæddir á sál og likama fengju að koma til háfjalla- geimsins örlitla stund. Hvíla við al- heimsins stóra barm, _ vafðir örmum himingeimsins, — og finnahans stóra ástar- þrungna hjarta slá við vorn eigin litla barm. * * * Og ertu ungur og frískur og sterk- ur, þá lát víðsýnið lokka þinn heita hug og fjallið og steininn stæla fót þin’n, og fjallvindinn hita og kæla þitt unga ólgandi blóð, _ Og hlustaðu svo vel eftir ræðunni. Því hafdjúp hugsun, alvara og ást er ræðuefnið í kirkju háfjallanna. Súlum 20 —7— 02. w.í Bjarka. ©'■OO OCJ'jS

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.