Frækorn - 19.02.1904, Blaðsíða 2
18
FRÆKORN.
• Af þessu sést, að Konstantínus var
langt um meir heiðingi og sóld}'ikandi
en kristinn. Og í sunnudagslöggjöf sinni
(hinni fyrstu sunnudagslöggjöf, sem sög-
ur fara af) kallar hann einnig daginn
hinn heiðursverða dag sólarinnar*, sam-
kvæmt þýðingu þeirri, sem dagurinn
hafði sem heiðinn hátíðisdagur, og nafn
þess, s««/?H-dagur (so/ardagur), ber vitni
um.
Sagan sýnir, að það að miklu leyti
hafi verið eigingirni, sero leiddi af sér
umskifti hans á trúarbrögðum; »hann not-
aði ölturu kirkjunnar sem tröppustig tíl
hásætisins*. Önnur ástæða til þess, að
hann sýndi sighlynntan kristindóminum, var
án efa sú, að hann vonaðist eftir því að
»fá syndir sínar fyrirgefnar.* Morð og
grimmdarverk láu þnngt á samvizku hans.
Sama ár (325), sem hann kallað-i saman
kitkjufundinn í Nicæa, gerði hann sig
sekan í hinu ægilega anorði á elzta syni
sínum. Konu sína, Fausta, drap hann í
baði, og fleira var þessu líkt. Nú kenndu
hin r kristnu prestar, að skirnin mundi
þvo burt allar syndir, meðan hinir heiðnu
prestar ekki höfðu neina friðþ3eging fyrir
ýmsar syndir. Það var líklega því af
góðum »ástæðum«, að hann fyrst á sótt-
arsæng sinni var skíiður, og prestarnir
ti’ku til þess, hve »alvarlega hann heimt-
aði og meðtók skírna-rsakramentið.«
----■'lg) ©v--
Endurkoma drottins
í
ljósi fyrra bréfsins tii Tessaloníku-manna.
II.
'Jrammi fyrir auglifi drottins oors
Jesú Xrisfs '1
Það er ekki að eins »frelsun frá hinni
yfirvofandi hegningu*, sem vinir frelsar-
ar.s vænta við komu hans. Þeir munu
þá mæta honum og sjá hann, eins og
hann er. Um þetta vitnar Páll postuli
með þessum orðum tíl hinna trúuðu:
»þ>ví hver er vor von, vor gleði, vor
heiðnrskrans, er vér getum hrósað oss
af? Munuð þér ekki ei.inig verða frammi
fyrir augliti drottins vors Jesú fjrists, þeg-
ar hann kemur?« 1 Tess. 2, ig.
Þegar Pétur postuli talar til hinna
trúuðu ura frelsarann, segir hann :
»Sem þér elskið, þó þér ekki hafið
séð hann, af hverjum þér, sem trúið á
hann, þótt þér nú ekki á hann horfið,
gleðjist óútmálanlegum og dýrðlegum
fögnuði.«
En dýrðarvonin var: »Vér munum sjá
hann, eins og hann er.«
Jafnvel á tímum gamla testamentisins
var sama von fógnuður guðs barna. Hinn
gamli Job gat sagt í sínum þrengingum:
»Því eg veit, að minn endurlausnari
lifir, og að hann mun uppvekja mig af
jörðunni. Já, hann einmitt mun eg sjá;
mín augu munu skoða hann og ekki einn
annar.« „Job 19, 25, 27.
Ó, hvað verður það ekki að fá að sjá
hann, sem dó fyrir oss, fá að sjá þessi
mildu augu, sem brustu á krossinum
fyrir þig og mig, fá að sjá þessar hend-
ur, sem enn bera merki eftir naglaförin,
sem hann fékk, þegar hann var negidur
við tréð og varð bölvan fyi ir oss; —
og svo þetta, að tá að heyra rödd hans,
sem svo oft kyrrlátlega hefur bljómað í
hjörtum vorum, áminnandi oss um að
leita guðs ríkis og hans réttlætis, — fá
að heyra frá hinum helgu vörum hans:
»Komið, þér ástvinir míns föðurs, og
eignist það ríki, sem yður var fyrirbúið
frá upphafi veraldar.i
Ó, vinir, ef nokkuð í heiminum er vert
að lifa fyrir, þá er það þetta!
Og sé það nokkuð, sem er hræðilegt
að missa, þá er það þetta I
Ó, hversu alvarlegt er það ekki. að
hinar sömu helgu varir á þessum degi
munu segja við annan hóp manna:
»Farið frá mér, ilIgjörðamennU
Þessir menn hafa heyrt köllun hans
anda, margir hafa heyrt prédikanir aftur
og aftur, en hafa sagt við guðs heilaga
anda, eins og Felix forðum mælti við
Pál postula: »Farðu burt að sinni, en þeg-
ar eg fæ tóm, mun eg láta kalla þig aftur «
En þá hljóðar það með allri dómsins
alvöru: »Farið frá mér!« —