Frækorn - 19.02.1904, Blaðsíða 5
FRÆKÓRN
2 í
Hvort er betra
Veturinn
A.: „Skelfing erað hugsa til aumingja heiðnu
Kínverjanna, sem eru svo blindaðir, að þeir
eyðileggja fætur stúlkubarna sinna, setja þá í
járnskó, til þess að fæturnir verði nógu smáir!
Óttalegt vald hefur tizkan! Hún eyðileggur
líkamann og veldur miklum meinsemdum."
Kínversk stúlka n cð fætmr.a í járnskóm.
B.: „Ójá, satt er það, vina mín; en þó er
það ekkert verra, en svokallað kristið fólk gerir
í hinum siðaða heimi: þar eru aumingja stúlk-
urnar kvaldar með lífstykkmu („korsettinu"), svo
að ýms líffæri alveg eyðileggjast. „Kristnu"
stúlkurnar hugsa, að til þess þær verði fallegar,
verða þær að breyta um þann skapnað, sem
þær hafa fengið af drottni, og svo fara þær
nærri því að tvískífta sér um miðjuna. Skeifi-
legt vald hefur tízkan !“
— x — .
Maður getur ekki sagt um veturinn: Sjá
hér er eitthvað nýtt. Því þótt að hann komi
með millibili, er hann samt æva'andi eíns og
áin, er rennur til sjávar. Hann hefur eins og
vindurinn, sem suðar, og skýin og sólin á
himninum komið og genpið fleiri þúsund
sinnum frá sköpun heimsins. Einn vetur er
eins og hlekkur í óendanlegri keðju. Og hér
kemur fram, hvað prédikarinn segir, að guð
Fgði ókomnar aldir í hjörtu hlutanna, og að
allt það, sem guð gjörir, varir eilíflega (Préd.
3, 11, 14). Veturinn kemur ætíð aftur á sama
tíma og er, eins og öll guðs verk, bundinn
ákveðnum lögum.
Vér \iljum hér halda oss sérstaklega við
merkingu vetrarins.
Veturinn gefur einnig bendingar í andlegu
tillili. Hann er nákvæm ímynd af dauða og
upprisu. Eins og blómin og grösin hyljast
undu hjúpi snævarins á vetrum, en koma fram
i skraut og dýrð, undír eins og snjórinn
hverlur á vorin fyrir regni og hlýjum vindum.
(Sálm. Dav. 147, 18), svo hyljast líka menn-
nnir í gröfunum, en á morgni upprisunnar,
þegar guð |ætur náðardöggina falla og vind
luns heilaga anda blása, mun verða skruðn-
ingur meðai hinna dauðu beina, og guðs börn
munu upp rísa í óforgengilegri dýrð.
í heilbrigðislegu tilliti er einnig veturinn
mikilvj'gur. Eins og maður veit, aftiar kuld-
ínn sóttnæmum sjúkdómum frá að útbreiðast
og deyðir fjölda skaðvænna og sóttkveikjandi
efna. Enn fremur verkar hann beinlínis eða
óbeinlínis hreinsandi fyrir loft og vatn. Vet-
urinn verkar hreinsandi fyrir loftið að því
leyti, að hið forna yfirborð jarðarinnar aftrar
skaðvænum gufum frá að stíga upp og út-
breiðast, og með því að skola burt hinum
skáðvænu efnum með snjónum, þegar hann
bráðnar á vorin. Hann verkar einnig hreins-
andi að því leyti, að hann kemur til leiðar
hinum einskorðuðu straumum í loft og vatn,
sem nauð'-ynlegir eru til viðurhalds lífsins.
Pví án vetrar væri einginn kuldi við heims-
skautin, en þá væru þvílíkir straumar óhugs-
anlegir.
Án vetrar væri ekki unnt að ferðast
yfir sum svæði jarðarinnar, og án vetrar yrðu
þau án innbyggjenda. En þegar ár, vötn,
mýrar og flóar Irjósa á vetrum og hyljast
snjó, er hægt að flytja heim nauðsynjar sínar.
Án vetrar væri næstum ógerningur að flytja
tirrbur úr skógunum. Því flutningur þess
krefst í fyrsta Iagi, að það sé fast land fyrír
hestinn, og í öðru lagi, að snjór sé nægileg-
ur til brautar.
En Iremur fyrir flutning á timbri er á mörg-
um stöðum nauðsynlegt að til séu streym-
andi vötn eða ár, sem láta timbrið fljóta til
sjávar með straumnum. En án vetrar mundi
þetta að mörgu leyti vanta eins vel í þessu