Frækorn - 30.11.1905, Qupperneq 2

Frækorn - 30.11.1905, Qupperneq 2
178 FRÆKORN Dagur er risinn, öld af öld er borin, aldarsól ný er send að skapa vorin. Árdegið kallar, áfram stefna sporin, enn er ei vorri frámtíð stakkur skorinn. Aldar á morgni vöknum til að vinna, vöknum og týgjumst, nóg er til að sinna. Hátt ber að stefna, von við traust að tvinna, takmark og heit og efndír saman þrinna. Fjallkonan unga, yngst af Norðurlöndum, óininn fær heyrt af dáð frá systra ströndum ; bíður með þrá, sem ástmey örmum þöndum eftir þeim svein, er leysi hana’af böndum. Sólgeisla hár um herðar bjartar fellur, hátt móti röðli fannhvítt brjóstið svellur. Eldheitt í barmi æskublóðið vellur, aldanna hrönn að fótum henni skellur. Þróttinn hún finnur : Öfl í æðum funa, ólgandi fossa kynjamögnin duna. Auðlindir sævar ótæmandi bruna. Ónotuð frjógnótt beiskju vekur muna. Veit ’ún að hún er ei af kotungskyni, kann og að fóstra marga vaska syni, mænir nú hljóð gegn ungrar aldar skini - -á hún þar von á lengi þráðum vini ? Sú kemur tíð, er upp úr alda hvarfi upp rís þú , Frón, og gengur frjálst að arfi. Öflin þín huldu geysast sterk að starfi, steinurðir skreytir aftur gróðrarfarfi. Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. Sé eg í anda knör og vagna knúða krafti, sem vanst úr fossa þinna skrúða, stritandi v?lar, starfsmenn glaða’ og prúða, stjórnfrjálsa þjóð með verzlun eigin búða. íslenzkir menn ! Hvað öldin ber ískildi engitin fær séð, hvað feginn sem hann vildi. Eitt er þó víst, hún geymir Hel og Hildi. Hlífi þér, ættjörð, guð í sinni mildi. Hitt er og víst, að áfram áfram miðar. Upp, fram til ljóssins! tímans lúður kliðar. Öldin oss vekur ei til værðarfriðar. Ung er hún sjálf, og heimtar starf án biðar. Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: að elska’ og byggja’og treysta’ á landið. Þá mun sá guð, er veitti frægð til forna, fósturjörð vora reisa endurborna, þá munu bætast harmasár þess horfna, hugsjónir rætast. Þá mun aftur morgna. Orðheldni. Þau voru tvö — móðir og sonur. Hann stóð í dyrunum og sagði: »Já, mamma, eg skal gjöra það; þú hefir aldrei séð mig brjóta loforð mitt.« »Rétt, sonur minn,« sagði frú Peter- sen og strauk hinni hvítu hönd sinni ást- úðlega niður yfir ljósu lokkana hans Hinriks, og horfði inn í bláu trúföstu augun hans, sem störðu á hana. »Vertu sæl, mamma. Nú hleyp eg af stað, en kem aftur klukkan sjö, á mínútunni.« Hinrik hljóp niður tröppurnar, og fór með tólf ára gömlum dreng, þangað sem knattleikurinn var haldinn, og nú voru þar fyrir 5 — 6 jafnaldrar hans, sem voru þegar byrjaðir að leika. Tíminn leið óðfluga fyrir hinum glaða æskulýð. Alt í einu heyrði Hinrik, sér til mestu undrunar, að kirkjuklukkan sló þrjá fjórðu stundar yfir sex. Hvernig hafði tíminn liðið? Leikur- inn stóð nú sem hæst, og enginn af hinum drengjunum hugsaði til þess að fara heim; en loforð Hinriks hljómaði óaflátanlega í eyrum hans. Engann grun- aði neitt um hið innra stríð drengsins, þar sem hann, utan við sig, tók þátt í leiknum. »Hvers vegna þarft þú að fara á und- an öðrum? Pað er fyrsti sunnudagur í sumri, þú átt frítt á kvöldin — annars átt þú víst nokkuð erfitt,« o. s. frv. Hann hugsaði um Jenny systir sína og ömmu sína, sem hann varð að styðja síðan faðir hans dó; honum fanst mamma sín vera ósanngjörn, að vilja fá sig svq snemma heim.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.