Frækorn - 30.11.1905, Page 4
180
FRÆKORN
3) Fað munu verða tvær upprisur, hinna
réttlátu og hinna óguðlegu. Öan. 12, 2. Jóh.
5, 28. 29. Lúk. 14, 14. Pgb. 24, 15. Hsbr.
H, 35-
4) Fað mun verða 1000 ára tímabil milli
hinnar fyrri og síðari upprisu. Opinb. 20,
4 — 9. í*ær þjóðir, sem satan afvega leiðir,
feftir að þau þúsund ár eru liðin, geta ekki
verið aðrir en hinir óguðlegu, sem þá eru
upprisnir. 5. vers,
Þúsund ára ríkið.
Þúsund ára ríkið er einungis greinilega tal-
að um í Opinb. 20. Á vorum dögum er það
mjög útbreidd kenning, sem kallast hið tím-
anlega þúsund ára ríki, er heldur því fram ,
>að Kristur muni stjórna andlega í 1000 ár
fyrir endurkomu sína, og á þeim tíma muni
gleðiboðskapurinn verða alment útbreiddur
og hrósa sigri yfir allri villu, og að allir
menn muni verða góðir, heilagir og hamingju-
samir fyrir áhiif hans, — að stríð muni
linna og veraldlegir stjórnendur viðhalda
stöðugum friði og réttlæti.
Að þessi kenning sé röng sést af eftirfyfgj-
andi ritningarstöðum:
1) Daemisagan um illgresið meðal hveitis-
ins kennir eftir útskýringu frelsarans sjálfs,
að börn hins vonda muni vara við ásamt
með guðs börnum alt til heimsenda. Matt.
13, 24—30. 37—40.
2) Litla hornið eða páfavaldið helzt við til
dómsins eða til heimsenda. Dan. 7, 21, 22,
26. 27.
3) Hinir síðustu dagar munu ekki verða
dýrðlegir og friðsamir; þá munu verða hættu-
legar tíðir. 2. Tím. 3, 1 — 9.; 4, 3. 4. 1. Tím.
4, 1. 2. Matt. 24, 11 —14. Lúk. 18, 8.
4) Fegar Kristur kemur aftur mun ástand
heimsins verða eins og á dögum Nóa og
Lots. Matt. 24, 37—39. Lúk. 17, 26 — 30.
2. Tím. 3, 13.
5) Ritningin segir, að vegurinn til lífsins
sé mjór og þröngur, en breiður vegurinn til
glötunar, og hún kennir hvergi, að þúsund
ár muni hið gagnstæða eiga sér stað. Matt.
7, 13. 14. Lúk. 13, 24. Jóh. 16, 33. Pgb.
14, 22. 2. Tím. 3, 12. Opinb. 7, 9. 13. 14.
6) Von guðs barna er endurkoma Krists
og upprisa réttlátra, en ekki afturhvarf heims-
ins. Tít. 2, 13. Kól. 3, 4. 2. Tím- 4, 8.
I. Tess. 4, 13—18. i.Pét. 5, 4. 1 Jóh. 2, 28.
Arfleifð heilagra.
1) Abraham var lofað landið til eignar.
1 Mós. 12, 7.; 13, r4. 15- i7-; 17, 8.; 26,3. 4;
28, 13.
2) Hann hefir enn þá ekki fengið það til
eignar. Pgb. 7, 5. Hebr. u, 8-9.
3) Plinir trúu eru erfingjar fyrirheitisins,
sem A'oraham var gefið. Gal. 3, 7. 9. 29.
Róm. 4, 16,
4) Fyrirheitið nær yfir alla jörðina. Róm.
4, 15. Hebr. ir, 13. Sálm. 37, 9. 11. Matt.
5, 5. Sálm. 115, 16.
5) Jörðin, sem bölvun hvílir yfir vegna
syndarinnar, mun verða endursköpuð. 1. Mós.
3, 17. Es. 65, 17. 18. Róm. 8, 19—21.
2. Pét. 3, 13. Opinb. 21, 1.
VETUR.
Kominn er vetur með kulda og snjó,
kannske hann verði’ okkur hagstœður þó ?
Hörmungum bœgi og hretviðrum frá,
hverju’ einu lifandi jarðriki á. —
Sértu þá velkominn vetur! —
Blessaðar jurtirnar blikna á fold,
blöð þeirra deyja og verða að mold ■
i frœinu er sálin, er sofnar án kifs,
en sumarið vekur það aftur til lifs.
Það er ei dauðí. — En dvali. —
Söngfuglar allir nú svífa’ okkur frá
i suðlœgu löndin í hiýjuna’ að ná,
en koma að vori og syngja hér söng,
þá sumarið kemur og nótt er ei löng,
að ijóða um landið sitt fríða.
Náttúran döpur og nú er alt hljóit,
nema hvað stormarnir geysa svo ótt. -
Hrœðumst ei tímann, þó stundum sé strangt
það styttir upp aftur, það verður ei langt. —
Með sumri við alt fáurn aftur. —
Kviðum ei vetrinum komandi nú,
kviðum ei neinu en höfum þá trú,
þó nú sé kalt hauðrið, og níðdimmt að sjá
að neisti í brjóstinu lifa þó má,
sifelt með sumarsins varma. —
fens Sœmundsson.