Frækorn - 30.11.1905, Blaðsíða 6
182
FRÆKORN
Frá því sögur hófust er að vísu
ávalt og alstaðar getið góðra manna,
fleiri eða færri, er elskað hafa bræð-
ur sína, og af alhug látið sér vera
ant um heill og velferð þeirra. En
ávalt eru þeir í minni hluta, oft að-
eins fáir, og hafa þá verið sem lömb
meðal úlfa. Hataðir, ofsóttir, hrjáðir
og líflátnir. Sjá söguna.
Svo má raunar að orði kveða, að
mennirnir skiftist í þrjá flokka, sem
eru: góðir, vondir, og svo þeir, sem
eiginlega eru hvorugt, og það er all-
ur fjöldinn; þeir danza nálega án
umhugsunar eftir pípu hinna, þó lang-
flestir eftir pípu hinna verri.
Frá því er Kain myrti bróður sinn
og alt til vorra tíma — hve ótölulega
margir hafa á öllum þeim öldum orð-
ið að sæta píslum og lífláti! Vald-
stjórnirnar hafa heldur eigi látið sitt
eftir liggja við þá, er þær þóttust eiga
varhent við, að svifta þá fé og fjörvi,
án dóms og laga. Reir höfðu vald
til að taka líf þeirra fyrir litlar og
engar sakir, að eins fyrir óvild. En
ef aðrir tóku mann af lífi, þá skyldi
líf kosta líf Þannig hefir gengið til
á öllum tímum, og einnigennþá sum-
staðar
Vera má, að einhver segi, að nú sé
alt orðið breytt, og öðruvísi en á
hinum fornu tímum. En lítum kring
um oss og sjáum, hvað fyrir augun
ber. Rótt hið alskæra Ijós guðs orða
hafi skinið yfir oss í 19 aldir, snúa
menn enn þá við því bakinu: elska
myrkrið meir en ljósið, og líkjast hin-
um skynlausu dýrum, er menn svo
nefna, Pjóðirnar æða enn þá hver
gegn annari með ný-uppfundnum og
ógurlegum drápvélum, til að úthella
blóði bræðra sinna, ýmist sökum fé-
girni eða drambsemi.
Eigi virðist mikið bera á mannkær-
leikanum hjá sumum; flestir hugsa
mest um sjálfan sig. Eða eru það
ekki færri af auðmönnunum, sem hirða
mjög um að bæta kjör hinna bág-
stöddu bræðra sinna, að eins að sjálf-
um þeim líði vel, og þeir geti safnað
auð og lifað að munaði sínum. Vera
má, að skrautklæddum auðkýfingi virð-
ist það niðrun fyrir sig, ef tötra-
búinn aumingi væri nefndur bróðir
hans!
Þótt nú tíðin hrósi sér mjög af
mentun sinni og uppfræðingu, þá lít-
ur svö út, sem heimurinn, yfir höfuð
að tala batni mjög lítið. Auðvitað
kunna fleiri menn að lesa og skrifa
nú á tímum en áður, og bækur í
mörgum fræðigreinum eru skráðar.svo
mörgum, að tölu þeirra veit líkl. eng-
inn. Vinnuvélar eru til að vinna næst-
um alt, sem vinna þarf. Seglskip
og eimskip þjóta landa á milli og
eimreiðir um löndin. Menn geta nú
fengið fréttir hvaðanæfa úr heimi öll-
um nærri á sama augnabliki, sem
viðburðirnir eiga sér stað, og ótal-
margt fleira.
Alt þetta er árangur af starfi hins
óþreytandi mannsanda, sem aldrei get-
ur látið staðar numið, heldur keppir
ávalt áfram frá hinu fundna til hins
ófundna, þ. e. leitar æ lengra og lengra.
Auðvitað er alt þetta gott og sam-
svarar hinum sívaxandi þroska and-
ans. En þessi andi mannsins hefir
og í nútíðinni, hinni miklu framfara
og mentatíð, fundið upp stórkostleg
dráptól, svo mönnum veiti því hæg-
ar að drepa og eyðileggja bræður sína,
sem þeir eiga þó að elska sem sjálfa
sig.
— Bænin er lykillinn í hendi trú-
arinnar, sem opnar forðabúr himinsins,
þar sem guðs ótæmandi hjálparupp-
sprettur eru geymdar.
Að líkjast Kristi sé þitt mark og mið,
ó maður, hvert sem berst á tímans
straumi;
þá munt þú öðlast helgan hjartans
frið
og hjálp og kraft í tryltum heimsins
glaumi.
Axdahl.