Frækorn - 31.12.1905, Blaðsíða 1
Xoeðja,
11. nóv. 19o5.
Sú stund er góð, er gamlir vinir finnast
og glaðir örfa þreytta hversdagslund;
þd verður oss á margan lilut að minnast,
sem minnið geymdi slíkri heillastund,
þd vakna kraftar, tilfinningar tvinnast
og timinn yngist, býður gull í mund:
þvt ris eg upp sem bjarg d móti búrum,
með bros á vör — að liðnum sjötiu úrum I
Eg fœddur var á gömlu Marteins messu,
d miðjum degi átjdn — þrjátíu og fimm;
og lifið var mér léð að marki þessu,
en lengi fyrst mér þótti brautin dimm.
Og nú skal þreyta fang við forna skessu,
sem flestum þótti bœði skœð og grimm.
L'.n fyrst um sinn að fella mig að velli
skal fremur verða leikseigt, kerling Elli !
Hvað hef eg lœrt á öllum þessum árum —
þvi cefi manns er sann-nefnd skólatið ?
Það fyrst, að gleðin glóir helzt d tárum
og gæfan kostar bœði sorg og strið.
Og þó að sorgin sofi íifs á bárum
og sólin veki jarðarblömsirin frið:
er löngum stopult líf og yndi þjóða, —
vér lífum fyrst við yl og kraft hins góða.
Hvað hef eg lœrt? Að líf og auðna breytist;
að lán og ólán snýst um mannsins sök ;
að si og œ vor sálarstyrkur þreytist
er siijum vér og nemum tifsins rök;
að dýrið móti mannsins viti streytist,
að mitt á leið sé krókur, gildra, vök.
Hvað hef eg lœrt? að lif og heilsa manna
sé leit og stöðug eftirspurn hins sanna.
Hvað hef tg lœrt ? Að ddst að Drottins
geimi,
og drekka guðaveig af andans skál;
því eg hef lifað tíma hér í heimi,
sem heimsins þjóðir gœddi nýrri sdl,
og óminn heyrt af œðri hnatta hreimi,
s.em hjarta mínu vakti guðamál.
Hvað hef eg lœri ? Að landið vort hið magra
á lifsins brunn hins góða, sanna' ogfagra.
Hvai hef eg lœrt um lifið hinumegin ?
Eg lœrði fátt, sem barnið ekki veit.
Eg lagðist djúpt, því vita vildi feginn
um veraldir, sem enginn maður leit.
En hvert það slnn, er sannleiks gekk eg
veginn,
eg sá i anda miklu stœrri reii,
I þars hvert það sáð, er svalt í strtði hörðu,
| rnót sólu hlœr á lifandi manna jörðu.
I
Hvað hef eg unnið ? Elsku vinir kœru I
mig angrar sári, hve það er lítilsvert.
En samt eg þigg með þökkum slíka œru,
sem þér af kœrleik til mín hafið gert.
Þótt hundrað mtnir hörpustrengir vœru
er hjörtu yðar Ijúfust gœtu snert
' og syngja þeir með tignar-tóna bjarta:
þeir tœmdu þó ei vinaryl mins hjarta I
| „Nú slekk eg tjósið — og svo slokknar
Ijósið,"
hann Shakespeare kvað við Desdemónu lái.
En hvað um það ? Eg hveð það karla ósið,
að kveðja fyrst, þá brott er vit og gát.
Eg kveð — eg kveð dn sorgar hismið, hrósið,
alt heimsins strið, með blekking, synd og
fát.
Hið sanna, góða og fagra finnur veginn I
Farvel, farvel I Og sjáumst hinumegin I
Matth. J ochumsson.