Frækorn - 31.12.1905, Page 4

Frækorn - 31.12.1905, Page 4
112 FRÆKORN ur nýtt líf í sálum vorum, svo að vér getum orðið nýir og betri menn.« 100 gr.: »Trúin er lifandi, þegar hún hefir þau áhrif, að vér aðhyllumst Krist af hjarta og verðum nýir og betri menn,< og 193. gr.: »Sannkrist- inn maður helgar guði, eigi aðeins hjarta sitt, heldur og alla hegðun sína til orða og verka. Hann lofar og ákallar guð, bæði einslega og op- inberlega, lýsir dásemdum hans í vió- tali við aðra og kappkostar að gjöra alt guði til dýrðar.« Enn fremur segir Hallgrímur Pét- ursson : »Eilíft líf byrjar hver sá hér, hreina iðrun sem gerði.« »Hvar sú hin hreina iðrun er, er þar og kvittan synda« o. s. frv. ' Pað er hætt við, að kenning Wes- leys geti orðið misskilin og rangfærð. Menn hafa stundum skilið hana svo, að hægt væri að ná þeirri fullkomn- un hér í lífi, að menn þy-ftu eigi fram- ,ar á friðþægingu Jesú að halda. En ekkert var fjær kenning Wesleys sjálfs. Hann kannast fyllilega við veikleika og vanmátt holdsins, en hann hefir lika sterka trú á almætti frelsarans, og það er þessi trú, sem gefur bókinni hið mikla gildi hennsr. Og víst er það, að hún hefir orðið mörgum þúsundum til ómetanlegrar blessunar, Hann setur upp hið kristilega hámark, sem allir sannir eftirbreytendur Krists hljóta að setja sér. Vér viljum því óska, að bók þessi fengi mikla út- breiðslu meðal vor. 70 ára afmœti séra Matthíasar Jochumssonar 11. nóv. var haldið meo samsæti á Akur- eyri og var mikið um dýrðir þar. Kvæðið »Kveðja«, sem prentað er fremst í þsssu tbl., flutti skáldið í þessu samsæti. AÓ líkindum hefir þessa afmælis verið minst á fleiri stöðum á landinu. Pannig höfum vér heyrt, að hátíðarsamkoma með ræðuhöldum og upplestri hafi verið haldin afmælisdaginn á Vopnafirði. Jrækorrt 1906. . Um leíð og vér þökkum hinum mörgu kaupendum, lesendum og velunnurum blaðs- ins fyrir drið, sem liðið er, og óskum þeim öllum gleðilegs nýárs, vonum vér, að blaðið framvegis fái að njóta sömu velvildar og hingað til. Blaðinu hefir á hverju ári, sem það hefir lifað, bœzt mörg hundruð af nvjum kaupend- um, og nú um þessi áramót verðum vér að auka upptag btaðsins upp í 4,500 eintök. Jafnframt þessu verður sú stórvœgilega breyting gjörð, að blaðið framvegis kemur út i hverri viku en verð blaðsins verður samt óbreytt. Blaðið mun halda sömu stefnu og áður: leitast við að vera gott heimilisblað, flytja kristilegar og siðferðistegar hugvekjur og sögur, kvœði, sönglög, myndir, fréttir og ým- iskonar nyisaman fróðleik. Fréttir, innlendar og úttendar, munu „Frœ- korn“ flytja næsta ár eins og önnur blöð, að því einu undanteknu, að „Frœkorn“ tnunu halda sér algerlega frá hinum póliiisku deilum. Frœkoru taka augtýsingar, en auðvitað verður þess grett, að þœr taki ekki of mikið pláss. Vér álííum óþarft að fjölyrða frekar um blaðið, það hefir langt um fteiri kaupendur en nokkurt annað islenzkt blað, helmingi fleiri en flest þeirra, og má því œtla, að það sé mönnum kunnugt. Til þeirra, sem enn ekki halda það, vlljum vér segja: Þér getið alls ekki rioiað I kr. og 50 au. betur en með því að kaupa „Frce- korw' 1906. Útg. Leiðrétting: í síðasta tbl. stendur X undir vísunni „Flókin guðfræði" — en á að standa : Stgr. Th. Prentsmiðja „'Frækorn".

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.