Frækorn - 25.04.1906, Page 1
VII ÁRG. REYKJAVÍK 25. APRÍL 1906 17. TBL.
Afnám rikiskirkjunnar.
Mál þetta er fyrir alvöru komið á
dagskrá í Noregi. Og skoðun manna
þar á málinu álítum vér að menn hér
á landi vildu kynna sér. Setjum vér
því hér þýðing á ritstjórnargrein úr
einu helzta blaði Norðmanna, »Dag-
bladet« í Kristjaníu; greinin stóð í
blaðinu þann 30. marz þ. á.
í meira en hálfa öld hefir verið
reynt hér í landi (Noregi) aðumbreyta
og laga ríkiskirkjuna. Hingað til hef-
ir þetta mishepnast. Rað hefir sem
sé verið ómögulegt að sameina það,
sem kallað er áhugamál hinna kirkju-
legu, og það, sem er grundvallarregla
frjálsræðisins.
Ríkiskirkjan er margháttað samband.
I söfnuðum hennar eru agnostikarar
(óvissumenn) og alvörugefnirtrúmenn,
afneitunarmenn og Grundtvigssinnar,
áhugalausir menn og heittrúaðir, hver
ínnan um annan. Allir hjálpa þeir í
peningalfgu tilliti kirkjunni til þess að
geta lifað, og allir hafa þeir því rétt
til þess að vera með í stjórn hennar
eða að hafa atkvæðisrétt í málum
hennár.
Hins vegar er það eðiilegt, að þeir,
stm heilt og fult fylgja kirkjunnar
kenningu, séu ófúsir á að gefa öllum
meðlimum ríkiskirkjunnar atkvæðisrétt
og vilji helst, að sá réttur sé takmark-
aður til þeirra, sem eru »altarisgestir
{ kirkjunnar.« Pað, að þeir á þennan
hátt opna hurðina fyrir hræsni, en úti-
loka ærlega menn, virðast þeir hugsa
minna um.
En þegar ástandið er eins og það
er, þá munu þeir, sem alvarlega hugsa
sér málið, eiga hægt með að skilja,
að það er mjög erfitt að veita ríkis-
kirkjusöfnuðunum þá stjórn og það
fyrirkomulag, sem ekki verður til þess
að gjöra órétt á einn eða annan hátt.
Pví er vert að geta þess, að hinir
strang-kirkjulegu eru farnir að sjá
þetta, og að þeir benda á aðskilnað
ríkis og kirkju sem það takmark, er
hinir »kirkjulegu« verða að setja sér.
Sjálf stjórn hins vestlenzka innritrú-
boðs-sambands hefir nú gjört þetta á
mikilli samkomu í Bergen. Afnám
ríkiskirkjunnar er þar sett sem tak-
markið, og stjórnin hefir lýst því yfir,
að »starfa eigi n eð það fyrir augum,
að finna hina beztu vegi til þess að
ná þessu takmarki.*
í þessu starfi mun innratrúboðið
finna fylgi hjá öllum frjálslyndum
mönnum.
Fyr á tímum hafa að vísu fundist
þeir menn, sem hafa verið varhygðar-
samir við aðskilnað ríkis og kirkju,
enda þótt þeir vildu frelsið og álitu,
að það væri salt mannlífsins; þeir
hafa haldið því fram, að ríkiskirkjan,
einmitt af því að hún er svo rúmgóð
og þolir alla svo vel, væri frjáislynd-