Frækorn


Frækorn - 25.04.1906, Side 4

Frækorn - 25.04.1906, Side 4
132 FRÆKORN menn, »sem ekki trúa kenningum kirkj- unnar.« »Frækorn« hafa alls ekki gert það. Ekki getur ritstj. »Rjóðviljans« fundið neina dóma um slíka menn í því, sem »Frækorn« hafa sagt um trúar- kenningar kirkjunnar og fylgism.hennar. »Frækorn« hafa altaf gert sér það að reglu að tala um hvern mann með kurteisi og stillingu, enda þótt þau hafi verið og sjálfsagt munu verða ákveðin um málefnin, sem eru á dagskrá. Vér erum alvarlega móti Öllum hníf- ilyrðum, sleggjudómum og upp- nefnum á mönnum, hvort sem það nú er í trúarbragða-umræðu eða póli- tík. Og þangað til ritstjórinn sýnir oss, hvar vér höfum viðhaft nokkuð slíkt í blaðinu, munum vér álíta, að hann hafi ekki þurft að gefa oss þær áminningar sem hann hefir ætlað oss í »Rjóðv.« XX. 16-17. tbl. í annari grein í sama tbl. fer ritstj. »þjóðv.« að kalla það »fjarstæðu« sem »Frækorn« héldu fram 15. marz, að nauðsynlegt væri kvennmönnum, er gjörast húsmæður, að kunna að mat- reiða og leysa af hendi innanhúss- störf svo í lagi fari. Vér álítum, að sú kenning vor hafi verið á góðum rökum bygð. Það, sem vér höfum nefnt, eru engin »auka- atriði.« Enda þótt konan verði eigi »elda- buska, saumastúlka og aðal-vinnukona á heimilinu,« þarf hún samt sem áð- ur að kunna til innanhúss-starfa, og til þess að segja skynsamlega fyrir verkum heimilisins, verður hún að kunna þetta af eigin reynd. Að konuefnið eigi að vera »skyn- samt, og vel mentað,« erum vér sam- mála honum um. Enn konan er það ekki, ef hún giftist án þess að þekkja til hinna allra nauðsynlegustu verka á á heimilinu. Hjálp við biblíurannsókn. Skírnin. Vér erum skírðir í nafni föðursins, sonarins og heilags anda. Matt. 28, 19. Það sýnir trú vora á hinn' eina sanna guð, föðurinn (Jóh. 17, 3.) og son hans Jesúm Krist, frelsara vorn og meðalgangara, og áhrif heilags anda á hjartað til endurnýjungar líf- ernisins. Skírnaraðferðin er niðurdýfing. Matt. 3, 6. 13. 16. Mark. 1, 5. 9 10. Jóh. 1, 28.; 3, 23. Postg. 8, 36. 38. 39. Róm. 6, 3 — 5. Afturhvarf og trú verður að ganga á undan skírninm. Mark. 16, 16. Matt. 3, 6. Postg. 2, 38. 41.; 8, 12. 13.; 9, 17-18.; 10, 43-48.; 16, 14. 15.; 18, 8.; 22, 16. Guðs orð tilfærir ekkert dæmi upp á, að börn án trúar væru skírð. »Trúin er örugg eftirvænting þeirra hluta, sem maður vonar, og sann- færing um það, sem hann ekki sér.« Hebr. 11, 1. »Svo kemur þá trúin af heyrninni, en heyrnin fyrir guðs orð.« Róm. 10, 17. Heilög ritning skipar ekki fyrir með einu orði, að foreldrar eigi að láta skíra börn sín. En skipuninni að láta skírast verður sá að hlýða, sem fús er og hæfur til þess. »Takið sinnaskifti og hver yðar láti skíra sig til nafns Jesú Krists, til fyrir- gefningar syndanna.« Postg. 2, 28. Skírnin er ekki fyrirheit heldur skip- un af guðs hálfu, og hlýðnis-athöfn hjá manninum, þessvegna er hún sátt- máli góðrar samvizku við guð. 1. Pét. 3, 21. Samvizkan er rödd í sálunni, sem

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.