Frækorn - 14.06.1906, Qupperneq 3
FRÆKORN
187
fyrir nána og innilega viðkynningu
manna, sem snertir sálarlífið og til-
finningarnar. Rað er einungis líf,
sem getur fætt af sér líf. Hver var
þá einkaréttur þeirra, sem í þrjú ár
höfðu daglega kynni af því guðdóm-
lega lífi, er verið hefir uppspretta
allra þeirra blessunarlinda, sem hafa
streymt út um heiminn og blessað
hann? Jóhannes, sá Iærisveinn, sem j
Jesús elskaði, fórnaði sjálfum sér þessu
undursama lífi fram yfir alla félaga j
sína. Hann segir: »F*ví lífið er op-
inberað, og vér höfum séð, og vott-
um og boðum yður lífið eilífa, sem |
var hjá föðurnum, en birtist oss, það
sem vér höfum séð og heyrt.« »Af ;
hans gnægð höfum vér allir meðtek- j
ið náð á náð ofan.« (1. Jóh. 1, 2;
Jóh. 1, 16).
A postulum drottins vors og freis- J
ara var ekkert sjáanlegt, að ytra áliti,
sem vekti virðingu fyrir þeim. En
það lá Ijóst fyrir, að árangurinn af
starfi þeirra kom frá guði Líf þess-
ara manna og þær lyndiseinkunnir,
sem þeir öðluðust, ásamt hinu mikla
verki, sem guð kom til leiðar vegna
þeirra, er kröftugur vitnisburður um
hvað guð mun gjöra fyrir alla, sem
eru fúsir að læra hans orð og hlýða
því.
Sá, sem í sannleika elskar Krist, elsk-
ar hann þannig, að hann er hans
eitt og alt í baráttu lífsins, hann mun
mestu góðu til vegar koma fyrir sig
og meðbræður sína. Ef maðurinn
eins og gleymir sjálfum sér, en lætur
guðs heilaga anda verka í hjarta sínu
án hindrunar, og lifir þar af leiðandi
því lífi, sem er algerlega helgað guði,
mun hann koma ósegjanlega miklu
góðu og nytsömu til leiðar. Öll nauð-
synleg umvöndun, sem borin er án
kvörtunar eða hugfalls á lífsleiðinni,
verður öllum, sem hún kemur fram
við, til lærdóms og þekkingar .sam-
kvæmt tilætlun guðs. Hann mun
ekki draga í hlé sína náð. Hrindi
guðs börn öllum tálmunum, mun
guðf veita straumum frelsunar og
blessunar út yfir líf þeirra. Ef menn
væru hvattir og örfaðir með dæmi
lítillætisins að gjöra alt það gott, sem
þeim er mögulegt að framkvæma, og
afturhaldseminni hrundið af stóli,
myndu vera hundrað verkamenn á
akri kristninnar þar sem nú að eins
er einn.
Ouð tekur mennina til náðar eins
og þeir eru, og undirbýr þá til sinn-
ar þjónustu, ef þeireru fúsirað fórna
sér fyrir hann. Ef andi guðs fær bú.
stað í sálinni, eykur hann og fjörgar
hæfileika hennar. Sú sál, sem er
hreinskilin og trú fyrir guði, nýtur
aðstoðar heilags anda til að útlista
fyrir öðrum það sem skýringar þarf
við. Guðs andi styrkir hana að skilja
kröfur guðs og fullnægja þeim. Hjá
þeim, sem eru ístöðulitlir og reikandi,
eykur hann þrekið og staðfestuna.
Sífeld bænaiðja og guðsótti kemur á
nánu sambandi milli Jesú og hans
lærisveina, svo þeir verða æ líkari hon-
um í skoðunum og skaplyndi. Fyrir
sambandið við frelsarann verður hinn
andlegi sjónhringur hreinni og víðari
Dómgreindin styðst við meiri. skarp-
skygni og skoðanirnar verða krufðar
með dýpri íhugun. Sá, sem þráir að
verða til gagns fyrir Krist, öðlast svo
mikinn andlegan þroska fyrir þann líf-
gefandi kraft, sem streymir frá sól
rétttætisins, að hann verður hæfur að
bera mikinn ávöxt guði til dýrðar.
Mikils metnir lista og vísinda menn
hafa einatt orðið fyrir dýrmætum á-
hrifum til betrunar, frá hinum hóg-
væru og lítillátu guðs börnum, sem