Frækorn - 14.06.1906, Qupperneq 7
FRÆKRON
191
húðum manna og læddust að sam-
komuhúsinu. Fyrst gægðist foring-
inn inn, og hinir á eftir honum. Peir
urðu sjáaniega hrifnir at' hinni hátíð-
legu lotningu er sýndist hvíla yfir
samkomunni. Eftir bendingu eins
hinna eldri vina, settu þeir sig niður
og biðu þar til guðsþjónustan var
á enda og menn stóðu upp til að
fara. Einn af vinunum, sem bjó
rétt við samkomuhúsið, bauð þessum
einkennilegu gestum að fylgjast með
heim, og gjörðu þeir það, og er
matur var fram borinn, tóku þeir með
gleði þátt í máltíðinni.
Aður en þeir fóru burt, leiddi for-
inginn húsbóndann afsíðis og sagði
við hann: »F’egar Indíánar komu
hingað, var það ætlun vor að drepa
hvern hvítan mann, sem vér gætum
fundið; en þegar Indíáninn sér hvíta
manninn án þess hann hafi sverð
og byssu, kyrlátlega dýrka hinn
mikla anda, þá segir hinn mikli andi,
í hjarta Indíánans: »Drep þá ekki,
drep þá ekki.« Um leið og hann
sagði þetta þrýsti hann hönd hús-
bóndans og kvaddi hann og fór
svo burt með félögum sínum.
Framh.
Skynsemistrú.
Heilbrigð hugsun heimtar að vér
látum dómgreind vora lúta orðum
hins ótakmarkaða og tökum speki
og vísdóm hans fram yfir hugsanir
vorar.
Ekkert er óskynsamara en skyn-
semistrú, sem lætur hinn takmarkaða
skilning vorn vera prófstein hins ó-
takmarkaða vísdóms, og' leggur al-
vizkuorð undir dóm mannlegrar dóm-
greindar Pað er hin mesta og frá-
leitasta villa, sem Iiggur undir orð-
unum; »Petta getur ekki verið satt,
enda þó guð segi svo, af því það
samsvarar ekki mínum hugsunum.« —
Hver ertu maður, sem yrðist við
guð? (Róm. 9. 20.)
Þegarsönn mannleg skynsemi, finn-
ur ótakmarkaðan vísdóm, beygir hún
sig fyrir honum og segir við höfund
hans: »Talaðu það sem þú vilt, og
eg vii trúa.« F*egar vér höfum einu
sinni orðið sannfærðir um, að biblí-
an er guðs orð, þá hljóta kenn-
ingar hennar að skera úr allri
þrætu.
»Svo segir drottinn.* Rað orð
er síðasti úrskurður um hverja spurn-
ingu —.
R. A. Torrey.
Heitið.
Theodór Árnason þýddi
Framh.
»F*ú getur farið heim og náð í þinn
eiginn sleða«, sagði hann. »Nú för-
um við allir af stað.«
»Húrra! húrra!« var hrópað eftir
allri brekkunni, sleðarnir þutu niður
hver eftir annan og við hvern, sem
þeir mættu, var kallað húrra. En eg
stóð einn eftir á toppinum, reiður í
huga við bróður minn, sem hafði
neitað mér um það, sem mér virtist
svo lítils virði.
»En hann skal ekki fá að renna sér
fleiri ferðir«, sagði egog heiftin barð-
ist í brjósti mér. »Ef hann vill ekki
lána mér sleðann, þá skal hann held-
ur ekki fá að skemta sér !engur.«
Mér kom ekki til hugar, að fara hinn
stutta spöl eftir mínum sleða, nei, nú
vildi eg renna mér á hans sleða.«
Rúðólfur komst Iengst,« sagði dá-
lítill drengur, sem var kominn upp
brekkuna. Hann komst alveg að
skósmiðshúsinu.«