Frækorn


Frækorn - 14.06.1906, Qupperneq 8

Frækorn - 14.06.1906, Qupperneq 8
FRÆKORN 192 Þetta lof d rengsins um Rúðólf gladdi mig ekki, heldur gerði niig \ enn hatursfyllri, og eg hljóp niður j brekkuna, til þess enn þá einu sinni ! dð gera tilraun til þess að fá sleðann. j í miðri brekkunni mætti eg öllum hópnum, sem var á leiðinni upp eftir, og voru drengirnir að segja hver öðr- um þau óhöpp, sem hefðu orðið til þess, þeir komust ekki lengst. Nú ætluðu þeir að reyna aftur. »Nú vil eg renna mér þessa ferð«, sagði eg við bróður minn, og tók í sleðann. »Þetta er minn sleði, Frissi«, sagði hann og ítti mér frá til þess að verja eign sína. »Pú getur farið heim eftir þínum sleða.« »Nei, eg vil það nú ekki,« svaraði eg. »Nú ert þú búinn að renna þér svo lengi, að þú skalt ekki fáaðrenna þér lengur.« »Viltu sleppa sleðanum rnínurn, Frissi, því annars verð eg reiður«, hann hrifsaði sleðann af mér og hljóp fremstur upp brekkuna, en eg labb- aði í hægðum mínum á eftir. »Nei, nú skal hann ekki renna sér lengur, alla sleðaskemtun hans skal eg eyðileggja.« Hvað eg var reiður og illur í huga. Eg get naumast hugsað til þess, drengur minn, svo fyrirlitleg- an finn eg sjálfan mig, og þó fanst mér þá einhver svölun í þessari á- kvörðun minni, að spilla gleði bróður míns. í annað sinn voru allir tilbúnir að fara af stað. Eg stóð við hlið bróð- ur rrtíns, og um leið og merkið var gefið til að leggja af stað, ítti eg hans sleða til hliðar, svo hann rann á snið yfir akbrautina og valt um koll, svo að allur hópurinn fór á ringul- reið; hann stóð upp úr snjónum og náði aftur í sleðann, en þá sá eg að hann var reiður. Rað var Ijótt, sem j eg hafði gjört til að spilla gleðimi. j En gleðin yfir þessu skein víst á ó- viðfeldinn hátt út úr augum m?iun, og ilskubros lék um varir mínar. Framh. Hinrik Ibsen hið heimsfræga skáld Norðmanna lést 23. f. m. Hann var fæddur í Skien 1828. Ríkið kostaði útför hans og konungur Noregs fylgdi honum til grafar. Sviþjóð. Par hefir orðið nokkur sundurþykkja á þinginu út af frumvarpi, til að fá frjáls- legri kosningarlög. Neðri deild sam- þykti en efri d. feldi. Staaff forsætisráð- herra heimtaði af konungi að láta rjúfa þing, svo þjóðin fengi sjálf að skera úr málum. Konungur neitaði, svo ráða- neytið sagði af sér völdum. En konung- ur myndaði nýtt ráðaneyti af afturhalds- mönnum, er hefir meiri hluta þjóðarinn- ar móti sér. Járnbrautarslys varð 3. þ. m. í Rhodes í Ameríku, \) menn biðu bana en 15 meiddust. Mannskaðasamskotin eru orðin yfir 9 þús. kr. í peningum. Fiskafli um vorvertíðina, hefir verið góður í suðurveiðistöðunum. Slys. Voðalegt slys vildi hér til fyrra þriðju- dag. Barn á öðru ári datt út um glugga og dó að lítilli stundu liðinni. Prentsm. „Frækorna."

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.