Frækorn - 25.07.1906, Side 2
234
FRÆKORN
ur í fangelsi; þar var hann hálft ann-
að ár; á þeim tíma skrifaði hann um
málefni það, sem hann leið fyrir. En
þegar honum loks var stefnt fyrir
réttinn, varði hann djarflega mál sitt
þrátt fyrir allar tilraunir að snúa hon-
um til kaþólskunnar. Hann var dæmd-
ur til dauða og brendur 1555. Hann
dó glaður yfir því, að hann þannig
var álitinn verðugur til að líða fyrir
sannleikann.
VIII.
Nicholas Ridley var enskur biskup
og píslarvottur; hann var útlærður
á Pembroke stúdentahúsi í Cambridge,
og fæddur hér um bil 1500. Vegna
hæfilegleika sinna og guðrækni vakti
hann eftirtekt Cranmers, og fyrir hans
milligöngu var hann settur hirðprest-
ur hjá konunginum. Á stjórnarárum
Játvarðar 6. var hann skipaður bisk-
up í Rochester, og seinna fékk hann
biskupsembætti í Lundúnum. Fyrir
áhrif hans hjá hinum unga konungi,
var alt það fé, sem áður var hatt til
að halda uppi reglubræðrum og munk-
um, það var nú brúkað til að hjálpa
nauðstöddum. Eftir lát Játvarðar kon-
ungs gekk hann í lið með þeim, sem
vildu styðja Johanne Cirey til valda,
og í ræðu sinni varaði hann fólkið
við hinu illa, sem mundi koma fram
gagnvart mótmælendum, ef María kæmi
til rlkis. Af þessari ástæðu og fyrir
kostgæfni hans að starfa fyrir siðbót-
ina, lét María drotningtaka hann fast-
an og flytja til Oxford, til að halda
kappræður við nokkra biskupa páfans,
og er hann neitaði að afturkalla kenn-
ingar sínar, var hann brendur ásamt
með Latimer 1556.
---------------
Grcftraður mcð Kristi.
(Mark. 14, 3.-9.)
Eftir Otto Witt, fyrv. lútherskan ríkiskirkjuprest.
Framh.
Pegar vér veitum þessu móttöku,
þá er nafni hans úthelt yfir oss eins
ogdýrmætum smyrslum. Skrifað stend-
ur: »Ilmurinn gjörir þín smyrsli elsku-
leg; úthelt viðsmjör er þitt nafn.«
Lofkv. 1, 3. Og enn fremur: »En
svo mörgum, sem hann meðtóku gaf
hann kost á að verða guðs börn,
þeim, sem trúa á hans nafn.« Jóh.
1. 3. Pegar eg kem til krossins á
Golgata, verður nafn Jesú úthelt yfir
mig eins og ilmandi nardusolíu, og
á þann hátt er eg smurður til greftr-
unar, til greftrunar ineð Jesú. Fæ eg
þá ekki fullkomna blessun af Jesú við
kross hans, fæ eg ekki lífið við hans
dauða? Nei, eg fæ friðþæginguna
fyrir dauða hans, en lífið fyrir upp-
risu hans. Skrifað stendur: »Lofaður
sé guð, faðir drottins vors Jesú Krists,
sem fyrir upprisujesú Krists frá dauð-
um hefir eftir mikilli miskun sinni
endurfætt oss til lifandi vonar. 1. Pét.
1, 3. Pað er kraftur upprisunnar,
sem gefur oss lífið, en milli krossins
og upprisunnar liggur gröfin. Með
því að úthella sínu blessaða nafni
yfir oss, hefir hann smurt oss til
greftrunar.
í postulanna gjörningum 3. kap.
er þess getið, að Pétur kom að manni
einum, sem haltur var frá móðurlífi
og sat við hið fagra borgarhlið og
beiddist ölmusu. Hann beiddist ölm-
usu af Pétri, og Pétur svaraði: »Silf-
ur og guil hefi eg ekki, en það sem
eg hefi það gef eg þér: í nafni Jesú
Krists frá Nasaret, stattu upp og gakk.«
Hann gaf honum nafn Jesú sem dýr-
mæta olíu, en þar með var þó ekki