Frækorn


Frækorn - 25.07.1906, Síða 4

Frækorn - 25.07.1906, Síða 4
236 FRÆKORN borinn? Bróðir og systiríjesú! hve- j nær varst þú umskorinn, hvenær fékst j þú teiknið á líkama þinn? Fyrir um- skurn Jesú Krists með honum greftr- aður í skírninni, í hverri þú einnig verður uppvakinn með honum. Vér höfum verið greftraðir með Kristi fyrir skírnina til dauðans, svo að eins og Kristur uppreis frá dauð- um fyrir dýrð föðursins, svo eigum vér að ganga í endurnýungu h'fsins. Skírnin og upprisan eru stöðugt nefnd- ar saman í guðs orði, og er það eðli-' legt, því að Kristur var smurður til greftrunar til þess að hinn nýi, veg- samlegi Kristur skyldi koma fram; ekki framar sá Kristur, er gekk í kring hér í niðurlægingu og í þjóns mynd, heldur sá, er gæddur er öltu valdi á himni og jörðu. Prisvar sinnum í sögu mannkyns- ins hefir guð kastað burt hinu gamla, og myndað annað nýtt í þess stað, og öll þessi þrjú skifti bendir guðs orð oss til skírnarinnar. Fyrsta skift- ið var það, þegar guð sendi hið mikla flóð til að tortíma mannkyninu, þar eð mannkynið var orðið spilt. En þá var þó einn maður, sem fann náð hjá guði, og þessi maður, sem verða átti ættfaðir hins nýja mannkyns, fær þá skipun að ganga í örkina með ættmenn sína. Og að því búnu luk- ust upp allar uppsprettur undirdjúps- ins, og gluggar himínsins opnuðust, og í 40 daga er Nói innibyrgður í hinni voðalegu vatnagröf, þar sem vatnið var ofan á og undir, og alt um kring ekkert annað en vatn. Um þetta segir postulinn: »Guðs lang- lundargeð beið eftir betrun þeirra á dögum Nóa, þegar örkin var smíðuð, í hverri fáar, það er átta sálir frels- uðust í vatninu, og nú gjörir skírnin, sem ekki er burttekt líkamans saur- ugleika, heldur sáttmáli góðrar sam- vizku við guð (eins og eftirmynd hinn- ar fyrri frelsnnar), oss hólpna vegna upprisu Jesú Krists.« 1. Pét. 3, 20 — 21. Sér þú, hve.su þetta er eins og fyrirmynd skirnarinnar. í 18. versinu talar postulinn um að Jesús hafi lið- ið og dáið og í hinu 21. að liann uppreis, en í versunum, sem liggja þar í miiii, talar hann um vatns-gröf- ina og s' írnina. Vegurinn frá kross- inum til upprisunnar liggur — gegn-' um gröfina. Öðru skifti varpar guð hinu gamla frá sér og myndar annað nýtt, með því að hann yfirgefur mannkynið í heild sinni og útvelur Ísraeíslýð til að vera hans sérstaka þjóð, til að upp- ala hana samkvæmt hans scrstöku ráðsáiyktunum. En fyrst verða þeir 430 ár að vera þrælar í Egyptalandi. Að þessum undirbúningstíma liðnum sendir guð sinn þjón, Móses, til að frelsa þá úr þrældóminum, en til þess að þeir öólist þetta frelsi, leiðir hann þá gegnum hafið rauða. Og ísraels- menn gengu þurrum fótum mitt í gegnum hafið og vötnin stóðu eins og veggur til hægri og vinstri hand- ar þeim. 2. Mós. 14,22. Með vatn- ið til beggja hliða, og skýið yfir höfði sér, eru þeir innibyrgðir í stórri vatna gröf — fyrirmynd skírnarinnar. Pví svo stendur skrifað: »Pví vil eg ekki dylja fyrir yður bræður, að feður vor- ir voru allir undir skýinu, og að þeir | allir fóru yfir hafið, og til fylgdar við Móses, allir skírðir í skýinu og haf- inu.« 1. Kor. 10, 1. 2. Pannigverð- ur það í þetta annað skifti á sama i hátt, að hið nýja hefir upptök sín í j skírninni, og upp frá þessu gengur ísraelsþjóð leiðar sinnar eins og guðs útvalið fólk. En jafnvel þó að þessi i þjóð væri guðs útvalda þjóð, þá spilt-

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.