Frækorn - 25.07.1906, Side 7
FRÆKORN
239
til sjálfs sín, mælti hann: »Rið þurfið ekki
að hlægja að þessu, drengir mínir, því
við getum allir lært mikið af þessu litla
dýri, sniglinum. — En hvernig gaztu
lært af honum, Tómas?«
»Eg veitti því eftirtekt, þegar hann
skreið upp vegginn, hve undur hægt
hann fór. Hann hikaði ekki og sneri
ekki aftur, heldur mjakaðist át'ram smátt
og smátt. Eg ásetti mér að fara eins að,
þegar eg lærði kvæðið. Eg lærði aðeins
fáar línur í senn, en lærði þær vel. Eg
fór þannig að, unz kvæðinu var lokið.
^Retta var hyggindalega athugað og
vel gjört, Tómas,« sagði kennarinn. 'íRú
munt í fleiru athugull verða.«
Drengirnir, skólabræður Tómasar, sem
oft voru vanir að draga dár að honum
fyrir seinlæti hans og tornæmi, urðu nú
með blygðun að horfa á, að honum voru
veitt verðlaun fyrir að Ijúka með sóma
við það verk, sem þeir gátu ekki komið
í framkvæmd svo vel væri.
— Flýtir er sjaldan til fagnaðar.
(Pýtt úr ensku. J. J.)
Hjálp við biblíurannsókn.
III. Gjöf heilags anda. — Hvernig get-
um vér fengið gjöf andans ?
1. Hvaða breyting á manninum er
nauðsynleg áður en hann geti fengið
gjöf heilags anda ? Postg. 2, 38.
2. Hvað á maðurinn næst að gjöra,
eftir að hann hefir tekið sinnaskifti?
Postg. 2, 38.
3. Stóð skírn Jesú í sambandi við
það, að hann meðtók gjöf andans ?
Lúk. 3, 21.
4. Gef dæmi upp á skírn sem skil-
yrði fyrir gjöf andans. Posgtg. 19, 1—6
Postg. 8, 12. 17.
5. Er nokkur undantekning frá þess-
ari reglu ? Postg. 10, 44. 45,
6. í hvaða tilgangi hefir þessi und-
antekning gerst? Postg. 10, 47. 48.
7. Hvaða ahnent skilyrði er sett fyrir
gjöf andans? Postg. 5, 32.
8. Verður guðs andi gefinn kæru-
lausu fólki? Lúk. 11, 13. Es. 44, 3.
9. Hvað verður að fylgja bæn vorri
um gjöf andans ? Mark. 9, 24.
---------------
|Ppettir.
„Breiðablik“
heitir nýtt tímarit, sem séra Frið-
rik Bergmann er farinn að gefa út.
Ress verður frekar minst í Ærækorn-
um« hið fyrsta.
Landlæknir
dr. Jónassen hefir sótt um lausn frá
embætti sínu frá 1. okt. í haust að
telja.
Heimboðið.
»Politiken« flytur myndir af ísl. al-
þingismönnunum og greinar um þá.
„Sterling“.
Svo nefnist skip, sem Thore-félagið
hefir keypt til íslandsferða. Pað er
1047 smálestir að stærð, hefir 12
mílna hraða og á að verða raflýst.
Byrjar ferðir hingað eftir nýár í vetur.
Skipstjóri verður Emil Nielsen.
Húsbruni.
í fyrradag brann til kaldra kola í-
búðar- og verzlunarhús Flygenrings
kaupmanns í Hafnarfirði, Auk þess
^ brunnu 2 kolaskúrar.
Bráðkvaddur
varð, á mánudagskvöldið var, Jón
j verzlunarmaður Bjarnason hér í bæ.