Frækorn


Frækorn - 18.01.1907, Side 5

Frækorn - 18.01.1907, Side 5
FRÆKORN 1 7 koma í Ijós mjög athugaverð einkenni. Ef menn vefja saman blöðum úr vindli og leggja þau á kviðinn, framleiða þau velgju að vörmu spori. Ressi aðferð er brúkuð til að láta menn ; selja upp. Rað eru dæmi til þess, að huglausir hermenn hafa látið tóbak í holhendina rétt áður en stríð átti að byrja, svo þeir gætu orðið veikir. Drepandi gufa. Ef tóbak er eitrað til að leggja það á húðina, þá er það tvöfalt óhollara að anda því að sér. Tóbaksreykur- inn hefir fleiri eiturefni í sér, heldur en nicotin. Hin helstu þeirra eru: pyridine, picoline, brennisteinsblandað vatnsefni, oxyd sem hefir í sér kol- efni og blásýru, sem alt eru drep- andi eiturtegundir, ef þær komast inn í líkamann öðruvísi en í mjög smá- um skömtum. Hin illu áhrif tóbaksreykingarinnar, koma því ekki einungis af nicotin, heldur af öllum þe >sum eiturtegund- um. Fuglar, froskar og önnur smádýr deyja, þegar þau eru látiu í tóbaks- reyk í iokuðu herbergi. Ostamaur, flugur og önnur skorkvikindi drepast fljótt, ef venjulegum tóbaksreyk er blásið á þau. Eitrun gegnum lungun. Alt það eitur, sem getur guíað upp, kemst fljótast inn í líkamann með að anda því að sér. Er þetta auðskilið, þegar menn athuga að slímhimna iungnanna þekur ytirborð 1400 fer- hyrningsfeta og öll þessi himna hef- ir þann eiginlegleika að draga að sér loftkend efni, sem snerta hana Ressi slímhimna er mjög smágjör, hún er svo þunn,' að hún stendur næstum ekkert í vegi fyrir lofttegundum þeim, sem lungun draga að sér gegnum andardráttinn. Alt blóð, sem er í líkamanum, fer hringferð sína undir þessari þunnu slímhimnu einusinni á hverjum þrem mínútum. Ressi eitr- aða gufa, sem þeir anda að sér, er tóbak reykja, fer ekki einungis inn um munninn og út úr honum aftur, heidur þrengir hún sér inn í hinar smágjörvustu loftpípur og breiðist um alt hið víðáttumikla yfirborð slímhimn- unnar, sem vér þegar höfum talað um. Rað sést af þessu, að blóð þess, sem tóbak reykir, verður eins og bað- að í hinni deyfandi gufu, sem hann andar að sér úr pípunni eða vindl- inum. Líkaminn er svo mótækilegur fyrír tóbakseitrun á þenna hátt, að menn hafa veitt því eftirtekt að fólk, seni vinnúr að vindlagjörð, þjáist oft mikið af þeim sjúkdómseinkennum, er koma af nicotin-eitrun. Dr. /. //. Kellogg. Bœnavikan. Hún var í ár eins og í fyrra haldin nieð bæna-og vakningasamkomum daglega á ýmsum stöðum í Reykjavík. Reir, setn aðallega voru forgöngumenn í þessu samkomuhaldi, voru S. A. Gísla- son, Pedersen hjálpræðis-hersforingi, Sam. O. Johnson trúboði og David Östlund forstöðumaður S. d. Adventista-safnaðar- ins í Reykjavík. Samkomurnar voru vel sóttar, sérstaklega í Betel og í Hjálpræðishernum.. vmsir menn töluðu og tóku þátt í sam- bæninni, og mikil alvara fylgdi samkom- unum. Fleiri bera vott um það, að þeir á samkomum þessum hafa hlotið mikla blessun frá drotni, og er það gleðilegt mjög. Samkomurnar af háifu þjóðkirkjunnar voru haldnar á tveim stöðum: fyrst var haldin ræða um efni það, sem til var tekið fyrir hvern dag, en bænasamkoma þar á eftir var haldin í Goodtcmplarahús- inu —, af því að það þótti ekki tilhiýði- legt, að bænir væru fluttar af alþýðufólki í kirkjunni. Dómkirkjan í Reykjavík virð- ist ekki bygð til þess, að trúaðir menn, guðs börn, ákal.i guð í henni á þann hátt, sem þeim finst eðlilegast, og líkt því, sem hinir fyrstu kristnu gjörðu, þeg- ar þeir voru daglega samhuga í muster- inu og báðust fyrir. Bænavikan hefir sjálf- sagt fyrir þessa sök orðið til minni bless- unar fyrir almenning, en ella hefði orðið. »Fríkirkjan« hefir, að því er vér frek- ast vitum, engan þátt tekið í bænavikunni.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.