Frækorn - 07.11.1907, Page 4
344
FRÆKORN
ans ofboði niður stigann, og sagt við
hana: »Mamma, eg meiddi mig ekk-
ert!« — Og þetta er ekki einstakt atvik.
— Þegar A.H. Franke gaf fátækri konu
seinasta gullpeninginn sinn, sagði hún,
hrifin af gleði: >Ouð gefi yður heilt
fjall af gullpeningum.« Fleiri daga í
röð voru honuni sendar gjafir til
munaðarleysingjahússins, einungis í
gullpeningum, svo Franke sagði, þeg-
ar hann benti á hrúguna á borðinu, |
sem var yfir 300 gullpeningar: ^Það J
er íjallið fátæku konunnar! Rá seg- |
ir hinn trúaði: Þetta hefir sá guð
gjört, sem sagt hefir: Alt silfur og
gull er mitt; sömleiðis, þegar hinn j
alkunni G. Miller í Bristol fékk smám-
saman sem svar upp á bæn sína 30
milliónir króna fyrir munaðarlausu j
börnin sín. — Þegar maður, sem er
svo veikur í fæti, að læknirinn hefir í j
hyggju að taka fótinn af daginn eftir,
biður til guðs alla nóttina, og fær bata,
svo læknirinn, þegar hann kemur að
morgninum, segir undrandi; »Hérhef-
ir skeð kraftaverk!* og bæói hann og j
annar læknir, sem hann tók með sér,
segja, að ekki þurfi að taka fótinn af,
þá minnist kristinn maður þeirra orða:
»Eger drottinn þinn læknari«. 2. Mós.
15, 2ö. Mörg slík dæmi mætti nefna.
— Um miðja nótt finnur prestur innri
hvöt hjá sér tíl að fara á fætur og
heimsækja mann, sem hann þekkir,
hann gjörir það, en er þó ekki fús til
þess. Hann finnur manninn á fótum
og segir hreinskilnislega: Eg veit
eiginlega ekki, hversvegna eg kem«,
en hinn svarar: >Guð sendi yður,
hérna er snaran, sem eg var rétt kom-
inn að því að hengja mig í«, — þá
hugsar hinn trúaði til þessara orða:
»Eg vil uppfræða þig og kenna þér
þann veg, sem þú átt að ganga« (sálm
3, 2. 8.). Guðs börn geta oft sagt frá
sinni eigin reynslu í þessu efni. — En
vantrúin talar um atvik, undarlega
samhljóðun ogmerkilega tilviljun; eða
þá gerir sér lítið fyrir og segist hreint
ekki trúa slíku! Vantrúin er dramb-
samur, hleypidómsfullur, þrálátur og
þröngsýnn féiagi, sem heldur ásakar
500 vönduð og alvarleg vitni, fyrir að
þau ljúgi, heldur en að viðurkenna
eitt einasta skifti, að í alheiminum finn-
ist nokkuð, sem hinn takmarkaði heili
ekki getur skilið. Pannig talar hinn
vantrúaði, því viðurkendi hann hið
rétta eitt einasta skifti, þá mundi hið
lítilfjörlega heimsálit, sem hann nýtur
falla saman eins og spilahús. Frh.
Kallaði Jesús Lazarus burt frá
himnum?
Guðfræðingur einn hér í bæ varð fyr-
ir nokkru mjög illa úti með að svara
spurningu, sem einn safnaðarlima hans
kom með.
Kirkjan gerir lítið úr upprisunni,
eins og menn vita, heldur því fram,
að hinir guðræknu fari strax í full-
sælu himninsine, þegar þeir deyja.
Orð ritningarinnar um, að þeir sofi
til upprisudagsins, slá þeir stryki yfir
og skopast að þeim mönnum — sem
trúa orðum Krists og ritningarinnar
í heild sinni um svefn framliðinna.
(Sbr. orð Krists: »Lazarus vinur
okkar seýur« o. s. frv.)
Sá safnaðarlimur, sem hér er um
að ræða, var farinn að lesa, hvað ritn-
ingin segir um þetta mál, og spurði
því guðfræðinginn á þessa leið:
»Ef Lazarus t. d. hefði verið kominn
inn í sæluna, því þurfti Jesús þá að gráta,
hafi hann álitið hann verakominn þang-
að? Og af hann samt syrgði, hví
skyldi hann geta fengið sig til þess