Frækorn - 30.04.1908, Blaðsíða 3
FRÆKORN
75
euðmundur Rjaltason.
Sárust eru sjálfsskaparvítin, og
munu það margir sanna.
Höfum vér íslendingar oft feng-
ið á því að kenna. Eigi sízt í menta-
málum vorum og öllu því, er að
þeim lýtur. Hvílir þar mörg synd
á þjóðarsamvizku vorri og sumar
þeirra allþungar. Er þó ein verst
og gengur sú launvígi næst.
Er sú það að hafna boði, gjalda
steina í brauðs stað, sýna tortrygni,
mistraust og smásálarlegan hugsun-
arhátt, er ungir efnilegir áhuga-
menn bjóða fósturjörðunni sjálfa
sig með lífi og sál — alt sitt starf,
allan kraft sinn — allan þann áhuga,
dáðgirni og ættjarðarást, er þrútnar
og ólgar í blóði þeirra. — Og til-
finnanlegast er þetta, þegar ung-
menni þessi í ofurhuga æsku sinnar
búast og bjóðast að fylla upp í þau
skörð, sem vandfyltust eru hjá þjóð
vorri.
Verið hafa þeir menn með þjóð
vorri, er af nefndum ástæðum hafa
eytt lífi sínu í striti og stríði gegn
óblíðunr æfikjörum, hafa barist af
megni fyrir því að fylgja lífsköllun
sinni og gera þjóð sinni sem ailra
mest gagn, en þó séð hugsjónir
sínar visna og deyja eins og gras
á grundu — af því einu, að þjóð-
in okkar — íslendingar sjálfir, höf-
um eigi getað skilið — eigi viljað
skilja, að þessir menn vóru oss sem
af guði sendir til að vekja líf í landi
— það líf, er oss etm skortir svo
tilfinnanlega: Öflugt- menningarlíf
á þjóðlegum — ramíslenzkum grund-
velli. — Og svo ramt hefir kveðið
að þjóðarsynd þessari, að menn, sem
hafa haft þá ósk og löngun heit-
asta í hjarta »að geta varið æfi
s'nni allri til að menta frónskan
æsklýð« — hafa orðið að flýja úr
landi — eða nærri því — til að
forða sér frá örbirgð á hallanda æfi,
er öll hefir gengið til þess að slíta
kröftum sínum og heilsu í þarfir
þjóðar sinnar. —
A þennan veg hefir æfi Ouðmund-
ar kennara Hjaltasonar verið.
Er nafn hans og starf að fornu
og nýju landi og lýði kunnugt, og
ætla eg því eigi að rifja upp úr æfi-
sögu hans annað en það, er ský-
laust færir oss heim sanninn um það,
hve mjög oss hefir förlast bogalist-
in, er vér eigi höfðum skilning og
skynsemi til að hagnýta oss þá and-
ans auðsuppsprettu til þjóðþrifa, sem
í honum er fólgin.
Guðm. Hjaltason er fæddur 1853,
og var hann heima á íslandi, þar
til er hann var 22 ára. Fór hann
þá til Noregs. Árin 1875 — 77
gekk hann þá þar í lýðháskóla þann
hinn nýja, er Kristófer Brun veitti for-
stöðu á Vonheimi í Ouðbrandsdal.
Auk Kr. Bruns stóðu að þeim skóla
ýmsir nafnkunnir menn, svo sem
Ingvar Böhn, nú prestur í Raums-
dal, Kristófer Jansson skáld og M.
Skard mentamálaumsjónarmaður.
Varð O. H. þar djúpt snortinn
af þeirri hinni nýju stefnu, er lýð-
háskólarnir boðuðu. Stefnu þeirri,
er svo margan góðan dreng hefir
leitt til að verja lífi sínu og beztu
kröftum í þarfir ættjarðar sinnar.
Og heitir stefna sú: Heim. Pað
er leið sú, er hver þjóð verður að
halda til þjóðheilla og fram-
fara. Heim til sjálfrar sín og
byggja allan sinn þroska og
framför á þeim grundvelli.
Síðan var G. H. í 4 ár á
Askov lýðháskóla í Danmörku.
Fór hann svo til íslands aftur
og starfaði að fræðslu barna
og unglinga í 22 ár með þeim
árangri, að honutn var að
lokum varla lífvænt í Iandi
lengur. —
Varð hann því að fara sem
landflóttamaður sveita milli
og stunda umferðakenslu, og
hepnaðist hún oft betur —
»af því að umgangskennarar
vóru svo fáir, að fólk varð
fegið að nota mig heldur en
ekkert« — segir Guðmundur
sjálfur.
Eigi fer þó Guðmundur
hörðum orðnm um þjóð sína, er
hann minnist liðinnar æfi. Ber hann
Keldhverfingum og Axfirðing-
um vel söguna. — En sárt bíta þó
orð þau, er hann ritar í bréfi til
mín frá Noregi síðastliðið sumar :
»Nei, íslenzku jörðinni treysti eg,
en ekki fólkinu — —. « — Talar
þar hin bitrasta lífsreynsla manns,
er hefir orðið »að styðja sig við
spaðann« til þess að geta starfað
að mentun íslenzks æskulýðs! — —
Sumarið 1903 fór hann svo ut-