Frækorn - 30.04.1908, Síða 4

Frækorn - 30.04.1908, Síða 4
76 an með konu sína og barn. Til Noregs að nýju. Hefir hann dval- ið þar síðan. Fyrstu tvo veturna dvaldi hann í Örsten á Sunnmæri hjá Andrési frá Austurhlíð lýðháskólastjóra, forn- kunningja sínum, og kendi þá við skóla hans milli þess, að var á fyr- irlestraferðum. Prijða veturinn dvaldi hann á prestsetrinu á Vestnesi í Raumsdal hjá séra Ingvari Böhn, gamla kennara sínum, og síðan í sumar hefir hann búið þar í ná- grenniuu. Pessa 3 vetur hélt Guðm. um 300 fyrirlestra — allflesta í ung- mennafélögunum norsku. Kveður hann sér og sínum nú Iíða vel og betur en stundum áð- ur. Á sumrum vinnur hann að Iíkamsvinnu eins og áður, en fellur hún þó eigi eins vel og hér heima, »Rví hér (í Noregi) þarf enginn að láta slétta, en það er mitt bezta verk. Og hef eg oft óskað á sumrin, að eg væri horfinn heim — til að slétta!« — segir hanníbréfi. Hvernig víkur nú því við, að Norðmenn — norskur æskulýður — hefir svo miklu meiri þörf á að hagnýta sér hæfileika G. H. en vér landar hans, að ungmennafélög þar því nær rífast um hann sem fyrir- lesara, — að hann heldur þar fyrir- lestra svo hundruðum skiftir, er al- staðar vel tekið og alstaðar velkom- inn ? — Er það af því, að Norð- menn séu oss heimskari menn og lítillátari, eða er Guðm. Hjaltason nú orðinn maður færari á roskins árum sínum og á erlenda tungu? — Eður er heimskan og glappa- skotin vor megin? Helgi Valtýsson. (ÍJK* FRÆKORN maðurinn, $cm dó fyrir ntig. ' Hhrifamikil saga. Fyrir mörgum árum síðan Iangaði mig til að fara sem kristni- boði til heiðingja, en það var margt því til fyrirstöðu, og nokkr- um árum seinna settist eg að á Kyrrahafsströndinn í Norður- Ameríku. Rað varð mikið að hafa fyrir lífinu í námuhéraðinu, þar sem eg átti heima, en eg fékk þar af ástæðu til trúboðsstarfssemi. Eg heyrði getið um mann hinu- megin við fjallið, sem lá fyrir dauðanum í tæringu. »Hann er svo guðlaus,« var viðkvæðið, »að enginn getur fengið af sér að vera hjá honum, svo að menn færa honum mat og koma svo eigi til hans aftur fyr en um sama leyti daginn eftir. Reir koma líklega einhvern tíma að honum dauðum, og þá fyr því betra. Það er því líkast, að hann hafi altaf verið sálarlaus.« Eg gat ekki annað en verið að hugsa um þessa hörmulegu frásögn, er eg var við vinnu mína, og í þrjá daga reyndi eg að fá einhvern til að fara til þessa manns og vita, hvort hann þarfnaðist ekki betri aðhjúkrunar. Pá er eg kom frá síðasta manninum, sem hafði brugðist vonum mínum að gjöra þetta fyrir mig, datt mér í hug: »Vegna hvers ferðu ekki sjálf? Þarna er trúboðsstarf fyrir þig, ef þú vilt.« Mér hafði eigi komið til hugar, að svo gæti farið. Eg vil ekki segja frá því, hvern- ig eg lagði niður fyrir mér, hve hve gagnslaust það mundi í raun- ini vera fyrir mig að fara, eða hvernig mig langaði til að koma mér undan því að heimsækja annan eins guðleysingja; því að þess konar trúboðsstarf geðjaðist mér eigi. Einn góðan veðurdag lagði eg samt leið mína yfir fjallið að litla, lélega kofanum. Hann var ekkert þiljaður i sundur. Hurðin var opin, og í einu horninu kom eg auga á dauðveikan mann, sem lá á hálm- fleti með ábreiður ofan á ’ sér. Syndin hafði sett hræöilegu fingra- förin sín á andlitið á honum, og hefði eg ekki heyrt, að hann hreyfði sig, mundi eg óðara hafa lagt á flótta. Þegar skugginn minn féll á þröskuldinn, leit hann upp og heilsaði mér með ógurlegum for- mælingum. Eg steig eitt skref áfram og hann hélt áfram að blóta. ♦Talaðu ekki svona, vinur minn,« sagði eg. »Eg er ekki vinur þinn, eg á engan vin,« mælti hann. »Jæja, eg er vinur þinn, og« — en blótsyrði komu enn fljótar út úr honum, um leið og hann sagði: Þú ert ekki vinur minn. Eg hefi aldrei átt vin og vil nú ekki eiga vini.« Eg rétti honum ávöxtinnn, er eg hafði komið með handa hon- um, og um leið og eg vék mér fram að hurðinni aftur, spurði eg, í von um að finna viðkvæman stað í hjarta hans, hvort hann myndi eftir móður sinni; en hann formælti henni. Eg spurði hann, hvort hann h'efði nokkurn tíma átt konu; en hann formælti lienni einnig. Eg reyndi að tala um Jesúm og dauða hans fyrir oss, en hann tók fram í fyrir mér með biótsyrðum og sagði: »Það er alt lygi. Enginn hefir nokk- urn tíma dáið fyrir aðra.«

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.