Frækorn - 25.05.1908, Blaðsíða 3

Frækorn - 25.05.1908, Blaðsíða 3
verður hún, og því meira Verð- ur sálarþrekið og hið andlega líf. það, að láta altaf hvað eftir annað undan fýsn holdsins og freistingum heimsins, deyfir sál- arlífið, gjörir manninn kjarklaus- an og veikan viðnámsþrótt hans gegn hinum freistandi öflum. Ef þú vilt vera og verða dugandi maður, hæfur fyrir stöðu þína, ef þú vilt vera sönn kona, vaxin köllun þinni, þá tem þér frá barn- æsku rétta, kristilega sjálfsafneit- un, og þú munt finna, að það er sannleikur, að guðræknin hef- ir fyrirheit einnig fyrir þetta líf. Með því missir þú eigi fjör og glaðværð æskunnar; þúvarðveit- ir það langtum fremur til elliára. ----------------- fiæg stadð ó$Kð$t. H. W. Beecher prestur fékk eitt sinn bréf frá ungum manni, er mælti mjög fram með sjálfum sér fyrir ráðvendni og endaði með þess- ari bón: »Útvegið mér hæga stöðu, svo að ráðvendnin geti fengið sín laun«. þessu svaraði séra Beecher: »Ef þú vilt eiga hæga daga, þá vertu ekki ritstjóri. Legðu ekki stund á lögfræði. Vertu ekki kenn- ari. Vertu ekki prestur. Vertu hvorki skipstjóri né verzlunarmað- ur. Hafðu engin afskifti af stjórn- málum. Vertu ekki læknir. Vertu hvorki bóndi, smiður, hermaður né sjómaður. Stundaðu ekki nám, hugsaðu ekki, vinn ekki. Ekkert af þessu er hægt. Ráðvandi vinur, hún veröld, sem þú ert í, lætur menn ekki eiga hæga daga. Eg þekki enga hæga stöðu í henni, nema — gröfina. OO''® ERÆKORN 3óbaitn öutcnberg, böfundur prcntlistarinnar. Rað eru meira en 5 aldir síð- an hann fæddist, en þó var eins farið með hann og marga aðra af velgjörðamönnum mannkyns- ins. Menn gleymdu honum, og því vitum vér eigi nema lítið um hann. Hver fann ritlistina, sem er ennþá mikilvægari, því að préntlistin er eigi annað en fram- hald af henni? Rað veit enginn maður. Rað, að íklæða orð sem fara út um munninn, á- kveðnum merkjum og festa þau á pappír, er jafnvel hin mesta list, sem mannsandinn hefirupp hugsað; en þó getur enginn sagnaritari sagt oss, bvernig það atvikaðist og hvað hann hét, hug- vitsmaðurinn sá, er fann letur- gerðina. Rýzkur háskólakennari, sem er yfirbókavörður í Dresden, hefir kynt sér æfi Gutenbergs og leitt í Ijós alt, sem gömul skjöl hafa að geyma um hann. Rað er ekkert skemtilegt að lésa það litla, sem um hann er ritað. Þessi mikli hugvitsmaður var ekki lánsmaður. Hann átti altaf í baráttu, var oft í mestu íjárkrögg- um og lenti í okraraklóm. Hann reyndi að halda hinni miklu upp- götvun sinni leyndri, en afleiðingin at' því varð sú, að aðrir eignuðu sér heiðurinn af henni, og mönn- um var lengi ókunnugt um það, hvort Gutenberg var höfundur prentlistarinnar eða einhver Fust og tengdasonur hans Pétur Schöffer. Síðar voru Hollending ar að láta mikið yfir því, að ein- hver Koster væri það,eneinnlandi, Dr. von der Linde, hefir sýnt, að sagan um Koster var upp- spuni. 01 Jóhantt Gutenberg var fæddur í lok fjórtándu eða í byrjun fimmtándu aldar — rétt um alda- mótin. Fæðingarár hans verður eigi ákveðið nánara. Hann var kominn af höfðingjaætt í Mainz, og það má rekja hana aftur til 1294. Hún bar nafnið Gánsef- leisch, er lætur skrítilega í eyrum, af því að það þýðir gæsakjöt, en slík nöfn voru eigi fátíð á þeim tímum. 1332 er sagt að Loðvík keisari hafi bannfært FrieleGán- sefleisch riddara fyrir að ieggja nokkrar kirkjur í eyði. Sonur hans, Hennejóhann, varafi Frielo eða Friéle, föður Gutenbergs. Móðir hugvitsmannsins hét Else; var hún af fornri aðalsætt, að nafni Gutenberg; Jóhann sonur hennar tók sér ættarnafn hennar. Mainz var (biskuplegt) kjör- furstadæmi; þar voru oft miklar deilur milli aðalsmanna og borg- aranna, og eftir eina slíka deilu árið 1420 varð faðir Gutenbergs, Friele Gánsefleisch, að fara úr borginniásamtöðrum aðalsmönn- um. Jóhann sonur hans fór með honum. Reir fóru til Strasz- borgar og þar átti Gutenberg heima í mörg ár. Menn vita ekkert um bernsku og æskuár- hans, og menn vita eigi heldur, vegna hvers hann, sem var herr- aður eðalsveinn, sneri sér að verklegum störfum og gjörðist iðnaðarmaður. Pess er getið, að 1437 hafi kona af aðli, Anna Iserin Thiire að nafni, komið fratn með kæru gegn Guten- berg fyrir brot á hjúskapar- heiti. Mönnum er ókunnugt um, hvort hún vann málið, svo að hann varð að eiga hana, eða hvort hann var ókvæntur alla æfi.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.