Frækorn - 15.06.1908, Qupperneq 2

Frækorn - 15.06.1908, Qupperneq 2
Q8 FRÆKORN hin himneska von, að »augu vor skuli sjá konunginn í Ijóma sín- um«, Es 33, 17., og sja þá dýrð, sem hann hafði hjá föðurnum, áður en heimurinn var til, lætur mig verða leiðan á heiminum, en upptendrar löngunina eftir opinberun Jesú. 3. Pað er nú biðtími fyr* ir oss. Vér verðum að þreyja, þangað til drottinn kemur. Jak. 5, 7. »Hér reynir á þolgæði heil- agra.« Op. 14, 12. F.n vér eigum ekki altaf að bíða. Jesús kemur bráðum. Rað verða fagn- aðarríkir samfundir. Konungur himinsins kemur bráðum ídýrð- legu skýi. Hann kemur með margar þúsundir engla. Augu mín munu skoða hann. Egmun sjá guð án holds. Job. 19, 26. 27. Verið kyrrir, þér hæðnis- menn, hættið, byrðar og þjáning- ar. Vertu hæg, sála mm, bíð guðs þíns. Farið þér, sem ríkir eruð, til skemtana yðvarra, þér, sem gjálífir eruð, til hátíðabrigða yðvarra, leikhúsa og skemtana. Rér, sem sofandi eruð, kallið: friður og öllu óhætt, og gjörið yður fagrar hugmyndir um, að kirkjur yðar verði síðarmeir feg- urri en nú. Rér megið stæra yður af því, hvað þér hafið gjört mikið, og hvað þér hafið lært mikið, og hvaó þér eruð í mikl- um metum, og hvað þér eruð miklir. Eg fer til sælli samfunda. 4. Vér munum hitta Jesúm þar. Mig langar meir til að sjá frelsara minn en alla aðra Hann hlýtur að vera einkarfagurásýnd- um. Eg titra af óttablandinni eft- irvæntingu, er eg hugsa um það. Eg get eigi komið orðum að tilfinningum mínum. Mun hann þrýsta helgum kossi ávarir mér I og vefja mig kærleiksörmum j sínum? Eg er svo ómaklegur | þess. En, ó, mig langar þó svo ti! þess. Mig langar til að sjá það höfuð, sem bar þyrnikórón- una fyrir mig, og hneigði sig í dauðakvölunum. Mig langar til að grandskoða hendurnar, sem voru negldar á krossinn, og taka utan um þær. Eg stend forviða. Aðdáun og ást gagntekur sál mína. Eg lít upp. Augu okkar mætast. Hann þekkir mig. Hann ! þekkir allar syndir mínar og villur. Hann þekkir einnig sálar- stríð mitt og bænir mínar. Hann hefir ekki augun af mér. Eg brenn af elsku til hans. Hann talar. Hvílík guðdómleg rödd. Hann nefnir nafn mitt. Hann hefir nefnt þúsundir á undan mér. Eg sé þær standa honum til hægri hliðar með skínandi kórónur og í hvítum klæðum, og hver þeirra hefir gullhörpu. Er mig að dreyma? Nei, nei; þetta er dýrðlegur veruleiki. Eg færi mig nær guðs syni. Með eigin mjúkri hendi setur Jesús kórónuna á höfuð mér. Dýrð sé guði í upphæðum, hallelúja. Nú veit eg, að eg mun vera með drotni alla tírna. 1. Tess. 4, 17. Vér vorum allir heillaðir í skýj- unum til fundar við drottin í loftinu og fórum heim til hinnar himnesku borgar, og þarverðum vér hjá Kristi, þangað til jörðin verður aftur ný. Vér syngjum allir himnesk hljómþýð Ijóð: »Verðugt er það slátraða lambið að meðtaka vald og ríkdóm, vizku 0g kraft, heiður, dýrð og þakkir.« ! Op. 5, 12. 5. Vér munum hitta engl- a n a þ a r. Pei r voru starfandi í vor- ar þarfir, meðan vér vorum píla- grímar. Hebr. 1, 14. Hvað vér gleðjumst af að sjá þáaugliti til auglitis — að fagna með þeim og þeir með oss. Vér erum þeim þakklátir fyrir starf þeirra í vorar þarfir, og þeir fagna af því, að hafa framkvæmt vilja guðs. Vér syngjum umfrelsi ogsynda- 'fyrirgefning, um blóðið, er vér höfum þvegið og hvítfágað skikkj- ur vorar í, og um það, hvernig vér unnum sigur á heiminum. ! Reir hlusta með aðdáun. Rví næst syngjum vér allir saman, og himinhvelfingin fyllist unaðs- sælum samhljóm. í öllum býr fylling gleðinnar og dýrðarinnar. Allir tigna og tilbiðja föðurinn og soninn, hinn göfuga friðar- höfðingja. 6. Vér munum safnast heim ásamt heilögum frá öllum tím- um. Grafirnar opnast. Dauðir rísa upp. Hinir lifandi breytast á svipstundu, á augabragði. Reir fara allir á fund drottins. Rar eru forfeðurnir og spámennirnir, postularnir og eftirmenn þeirra. Móðirin faðmar að sér barnið sitt, sem hefir svo lengi ekki verið hjá henni. Tryggur eigin- maður fagnar konu sinni, er hann varð að sjá á bak með trega frá börnunum móðurlausum. Hinn elskaði bróðir, sem dó svö snögg- lega og var hrifinn frá sorgbitnum ættingjum, kemur »aftur frá lan’di óvinarins«. Mér finst það ekki nema eins og einn dagur, síðarí eg fór frá ykkur, segir hann. Og þeir gleyma tárum sínum og andvörpum og andvökunóttum og segja: Dýrð, dýrð sé guði; lofað sé nafn guðs að eilífu. 7. Hlusta, drottinn kallar. Komið í brúðkaupsveizlu lambs- ins. Rar munum vér sitja til

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.