Frækorn - 15.06.1908, Síða 3

Frækorn - 15.06.1908, Síða 3
borðs með Abraham, ísak og Jakob í ríki guðs. Drottinn bind- ur belti um sig, setur fyrir þá borð og veitir þeim sjálfur beina. Lúk. 12, 37. »Eg fæ yður ríki í hendur, eins og faðir minn fékk mér það, svo að þér skuluð sitja til borðs með mér í ríki mínu.« Lúk. 22, 29. 30. Vér drekkum af nýjum vínviðarávexti með Jesú í ríki föðursins. Matt. 26, 29. Og sem niður margra vatna og sem sterkur þrumugnýr segjum vér: Lofið drottin, því að drottinn guð, sá alvaldi, ríkir. Op. 19, 6. Lesari góður, þér erástúðlega boðið til þessa samfundar. Viltu búa þig undir að koma þangað? ■> Rinn óþolandi bókstafur. i: Sumir virðast beint vera hrædd- jr við bókstafi. Ef þeir hitta ein- hvern, sem breytir bókstaflega eftir boðorðum Jesú Krists, án þess að draga úr þeun og án þess að bæta við þau og án þess að breyta þeim, þá eru þeir ekki lengi að stimpla þann hinn sama sem bókstafsþræl. Út af því viljum vér vísa til þess, er vér nýlega sáum í amerísku blaði: »Var það yfirsjón af guði, að hann lét vilja sinn í ljós í orðum og bókstöfum?« Orð og bók- stafir sýna, að það er skylda vor að hlýða guði. Er hlýðni mð guð sama sem þrældómur? Tökum t. d. boðorðið: »F*ú ■skalt ekki mann deyða.« F*að er hneykslanlegur bókstafur, éf maður er reiður og heldur á marghleypu. Ef bókstafurinu í þessu boðorði væri numinn burt, fRÆKORN þá gæti sá, sem reiður er, sagt: Andinn í boðorðinu er góður, en bókstafurinn leiðir til þræl- dóms. Eg hefi ekkert við það að gjöra, fyr en eg er búinn að hefna mín á manninum, sem gjörði mér rangt til. Menn heyra aldrei neinn kvarta undan bókstaf laganna, nema hann ætli sér að brjóta þau. »F>ú átt eigi að drýgja hór« er hóflaust og ósanngjarnt ánauð- arboðorð og óþolandi binding fyrir fýsnina, sem engum lögum vill hlýða. F’egar ritningin talar um þræl- dóm bókstafsins, hefir hún fyrir augum mann, sem langar til að syndga, en lögin hamla honum frá því, eins og lögregluþjónn heldur fanga í skefjum. Menn öðlast eigi hið andlega frelsi, fyr en menn hlýða bókstafnum fúslega af kærleika. F*egar sálin hlýðir fúslega, þá er engin ánauð samfara bókstafnum, en ef hún vill eigi hlýða, þá tekur bókstaf- urinn hana heljartökum.« F*etta segir ameríska blaðið. Vér þykjumst sannfærðir um,að allir hygnir og einlægir kristin- dómsvinir séu því sammála. Blessun drottins. Hann blessar nústað hinna réttlátu. Orðskv. 3, 33- Sá, sem óttast drottinn nýtur verndar hans í öllum hlutum. Bless- un drottins' hvílir yfir heimili hans, þar sem fjölskylda hans býr. Heirn- íli hans er bústaður kærleikans, heil- agur uppeldisskóli upplýstur himn- esku ljósi. í slíkum bústað er alt- 9ð ari drottins, þar sem hann er tign- aður og tilbeðinn, þess vegna bless- ar drottinn hann. Bústaður hins réttláta getur verið lítilfjörlegur kofi eða konungleg höll — blessun drottins hvílir jafnt yfir hönum, ekki fyrir stærð hans eða útlit, held- ur fyrir hjartalag eigandans. Heimili, þar sem húsbóndi eða húsmóðir eru guðrækin, nýtur sér- stakrar blessunar drottins, og son- ur eða dóttir, já, jafnvel þjónn, sem óttast drottinn, leiðir blessun hans yfir heimilið. Guð snýr oft hættu frá heimilinu, eða gefur því gleði og hamingju, af því þar eru einn eða tveir sem eru »réttlátir« í hans augum, það er að skilja, að guðs náð verkar í hjörtum þeirra. Elsk- anlegir, látum oss, eins og syst- urnar í Bethaníu, ætíð hafa Jesúm fyrir gest, þá mun blessun drottins í sannleika ávalt fylgja oss. En gætum þess nákvæmlega, að vér í raun og veru séum »réttlátir« í öllu, í viðskiftum vorum, i dóm- um vorum um aðra, í umgengni vorri við nágranna og vini, og í vorum eigin hjörtum. Réttlatur guð getur ekki blessað ranglátt framferði. „Cð er búinn að bíða $vo lenði efíir vður.“ Maður nokkur gekk einhverju sinni snémma dags að vetrar- lagi til vinnu sinnar. A leiðinni sá hann drenghnokka sitja á riði fyrir framan hús eitt, og með því að drengurinn varíþunnum fötum og útlit var fyrir, að hon- um væri kalt og að hann væri svangur, þá spurði maðurinn hann: »Hvers vegna siturðú þarna drengur minn?«

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.