Frækorn - 15.06.1908, Page 7

Frækorn - 15.06.1908, Page 7
FRÆKORN 103 Er það álitið um 9 tíma ferð. Þar er strjálbygt, aðeins smá- hverfi: StapahVerfi (5 búendur), Heflbahverfi (7 bæir), Málrif, Litla- Lón, Beruvík (4 búendur), Sal- hóll (þar býr Þórarinn hreppstj. bórarinsson), og Gufuskálar. Ennfremur má nefna jörðina Einarslón, sem fyrir skömmu var tveggja bænda býli en er riú í éýði. Ear voru áður 7 bæir og fcirkja. Stendur kirkjugarðurinn næstum óhaggaður. ; Hefir jörð þessi að líkindum lagst í auðn af því hve langt hún er frá öðrum bygðarlögum. Veg- ir slæmir og aðdrættir afar-erfið- ir. Lítið vatn og langt að sækja það. Stundum sést þar ekki maður á ferð vikum saman. Þetta gæti þó verið björguleg jörð, því land er þar mjög grös- ugt. í hrauninu þar er nijög skjólasamt og sækja skepnur þangað víða að. Hestar gengu þar úti í vetur. Þegar eg fór þar um sá eg þar 12 hross. Fjallmyndanir eru hér merki- légar, t. d. Lóndrangar og klett- arnir undir Stapanum. Útsýni er þar mjög fagurt og tignarlegt, einkum þegar litið er yfir fjallgarðinn út að Snæfells- jökli, með grösugum dölum, grætium lilíðum og fossandi ám. Þar ,er fagurt og dýrðlegt sólar- lagjð íslenzka.. -r- — - ’ Barnafræðsla er hér eins góð og annarstaðar. Börn, sex ára gömul, hevrði eg lesa reiprenn- andi, og sum, lítið eldri, heyrði eg lesa mörg kvæði utanbókar. A Ökrum er silfurberg. Pað er tiiður við sjó. En þareð sjór ^lur yfir það er mjög erfitt að Vifina það. 1 Hnappadals- og Snæfellsnes- sýslu eru víða ölkeldur. Er þeirra merkust hin svo nefnda Rauða- melsölkelda. Er vatnið í henni svipað sódavatni, enfyllilega eins sterkt og bragðgott meðan það er nýtt. Er ölkelda þessi eigti Jóns bókavarðar Jakobssonar í Revkjavík, en er undir umsjón Kristjáns hreppstjóra á Rverá. Á bæjum þeim, sem næstir eru ölkeldunum, vilja hestar helst ekk annað drekka en ölkeldu- vatn. A vetrum, þegar þeir ery látnir út, þyrpast þeir að ölkeld- unum og þamba úr þeim. í Staðarsveit rekur mikið af síli á vorin. Fjöruborðið oft al- þakið þessu smælki. Pessvegna er þar góð þorskveiði meðan sílferðin. er. Nokkra daga, t.,,d.. á Búðum og fleirum stöðum, vissi eg til að menn sökkhlóðu skip sín tvisvar á dag á þremur klukkustundum. Pá er og mikið af fugli með sílferðinni. Skaut einn maður t. d. 214 svartfugla í 37 skoturUj það- er næstum 6 í hverju. í landshluta þessum hefir tíð- arfar verið mjög hagstætt und- anfarin ár, og heynýting eins góð og annarstaðar á landinu. Á Sandi óg í Keflavík eru sámtals 00 —70 búendur og þrjár verzlanir. Sjóf er stund- aður þar vetur og sumar. í ár voru aflabrögð þar betri en verið hefir mörg undanfarin ár. — Á þessu svæði, er eg fór um, hafði fólk mikla björg bæði af sjó og landi og enginn kvartaði um skort. — — Hvervetna hafði eg góðar við- tökur og allir sýndu mér gott og þægilegt viðmót. Svo enda eg línur þessar með kæru þakklæti til allra, er eg hitti á þessu ferðalagi. Niels Ándrésson. Erkndar fréttir. JluíturHkiskeisarK • Sextíu ára ríkisafmæli Franz Jóséfs Aústurríkiskeisara var hald- ið hátíðlegt 7. f. m., með mik- illi viðhöfn um endilangt ríki hans. Mest var um dýrðir f höfuðborginni, Vín, og komu þangað margir útlendir þjóðhöfð- ingjar til þess að flytja keisara samfagnaðaróskir. Rangað fór meðal annara konungur vor Friðrik áttundi, og kom heim úr því ferðalagi undir mánaða- mótiri síðustu. Jlndrew €arncgie, auðmaðurinn ameríski, sem er kunnur orðinn fyrir stórgjafir sínar til mentastofnana, kvað nú ætja að gefa 25 millíónir doll- ara (þ. e. 93,250,000 kr.) til þess að reisa fyrir nýjan háskóla i höfuðstað Bandamanna, Wash- ingjon. Yfirmaður þess skóla er spáð að verða. muni Roose- fe.lt forseti, eftir að hann lætur af embætti sínu. Þeir hafa ver- ið miklir vinir Carnegie og hann um langan. tíma; en annars er Roosefelt ekki vinsæll meðal auð- manna vestan hafs, enda hefir hann ve.rið þeim hinn óþarfasti. Trá Per$alandi. Persakeisari flúinn úr landi, Tnnlendðr fréttír. JlðVtoðarlÁknar éru nu sícipaðir á Akuréyri óg

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.