Frækorn - 26.06.1908, Page 3

Frækorn - 26.06.1908, Page 3
FRÆKORN 107 og ritað af manni nokkrum að nafni Publius Lentulus, hundraðs- höfðingja í Júdeu á dögum Heró- desar konungs. Bréfið, sem er stílað til hinnarómversku senatóra, er ekki frá þeim tímum, sem það er sagt. Um það munu fornfræðingar sammála. Engu að síður gefur það glöggva hug- mynd um skoðanir manna í þessu efni á hinum fyrstu öldum kristn- innar. Og því skulum vér til- færa það: -Á þessum tímum hefir maður nokkur komið fram og litir enn- þá, sem er gæddur miklum krafti. Nafn hans er Jesús Kristur. Menn ségja, að hann sé máttugur spá- maður. Lærisveinar hans kalla hann guðs son. Hann uppvekur dauða, læknar menn af allskonar sjúkdómum. Hann er maður mikill vexti, fagur útlits. Augna- tillit hans er alvarlegt og kröftugt, og sá, sem sér hann, hlytur að bera lótningu fyrir honum, en um leið að elska hann. Hár hans er á lit eins og vín. Fram að eyrum er það slétt og beint, en frá eyrum og að herðum er það hrokkið og liðast um herðar niður. Pað er skift í miðju að ofan eins og hjá Nasírum. Enni hans er hreint og fagurt, andlit hans án hrukku og yndislegt á að líta. Tillit hans er djarft og aðlaðandi. Nef hans og munnur eru vel löguð. Skegg hans er að lit eins og hár hans og deilt. Augu hans eru blá og björt. Pegar hann ávítar er hann alvar- legur og áhrifamikill; þegar hann kennir og uppörfar, er tal hans aðlaðandi og elskulegt. Andlit hans er á sania tíma undrunar- lega yndislegt og um leið alvar- legt. Enginn hefir nokkurtitíina séð hann hlægja, heldur hefir hann grátið. Tal hans er veiga- mikið en fáort. Hann er hinn fegursti meðal mannanna barna.« Slíkar sögur eru alls ekki á- reiðanlegar eins og sagt hefir verið. Pær sýna bezt að vér ekkert getum vitað með vissu um útit drottins vors. Pað hlýtur að vera fullgild orsök af þvi, að ekkert er oss sagt í hinum helgu ritum um útlit drottins vors. Sjálfsagt er Ijós í þessu efni í eftirfylgjandi orðum Páls postula: »tyrir pví metum vér héðan í frá engann eftir holdinu, því þótt vér þekt- um Krist éftir holdinu áður, þá gjörum vér það ekki framar.« 2. Kor. 5, 16. Pað, sem var hinum fyrstu kristnu meir en alt annað, var það, að Kristur var dýrðfegur orðinn, tími lítillækkunar hans liðinn, og vonin um að varða honum líkur í dýrð var þeirra von. UaKníng ein$takling$in$. Pað, sem fjöldinn finnur til, hefir einstaklingurinn fundið til áður. Sérhver vakning byrjar fyrst hjá einum eiustökum eða nokkrum fáuni. Pannig hefir það verið og þannig mun það verða. «Herra, sendu vakningu, og byrjaðu á mér!« Pannig er rétt beðið. í einhverjum »mér« hafa allar vakningar byrjað. Eigum vér ekki allir að koma okkur sam- an um að biðja þannig: »Byrjaðu á mér«, og fela svo drotni al- gjörlega að uppfylla fyrri hluta bænarinnar. Pað er nijög mikil nauðsyn á í dag að menn alment vakni til nýrrar meðvitundar um guð; því sú vakning mundi geta end- urnýjaðhjartaþeirra og líf. Hvern- ig á slík vakning að koma? Vér skulum fyrst nefna hvað ekki ef vakning. Pað er ekki æfinlega söngur, prédikun og stórarsam-' komur; þetta alt getur átt sér stað, án þess nokkur vakning sé. Petta getur vantað, en þó verið mikil og alvarleg vakning. Vakningin er ný meðvitund um guð, um nálægð hans, hrein- leik og heilagleik, um hans við- kvæma kærleika og ástríku um- hyggju, sem hann ber fyrir sér-;: hverjum at' oss. Pessi nýja meðvitund ber aftur á móti með sér að maður fær næma tilfinn-' ingu fyrir synd, óverðugleika og v' eigingirni hjá sjálfum sér. Hún>,:' hefir í för með sér ákveðið hatur' til syndarinnar í hverri mynd semi’ er, hvort heldur eru lestir eða smáyfirsjónir. Maðurinn fær ó- segjanlega Iöngun eftir að verða hreinn og þóknast guði, eftir því að aðrir læri að þékkja hann, og sársauki sjálfsafneitunarinnar gleymist alveg vegna hins inni- lega kærleika til guðs og manna. Hvernig á vakning að koma? Pað er mjög auðvelt, jafnvel þó hún um stund leiði þig um erf: iðan veg. Sá maður, sem veit hvað hann vill liirðir ekki um ' það. Biðþessabæn: »Rannsak- aðu mig guð og þektu hjarta*" mitt, og láttu mig þekkja það’ eins og þú gjörir Reyndu og 1 þektu mínar instu hugsanir og' áform, löngun mína og hvatir, og hjálpaðu mér að þekkja þetta eins og þú þekkir. Sjáðu hvað W er í fari mínu, sem þér mislíkar og hjálpaðu mér að sjá það sem

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.