Frækorn - 26.06.1908, Síða 6

Frækorn - 26.06.1908, Síða 6
110 FRÆKORN voru við vinnu. Hann var hvattur til að koma á veitingahúsið, og því ' miður, lét hann tilleiðast. Hann vandist á að spila þar inni, hann fór að sitja þar lengur. Einusinni lenti hann í áflogum við drukna menn, sjálfur hálf drukkinn; hann barði kringum sig eins og vitlaus maður og — drap mann. Hann var dæmdur í 10 ára fangelsi. Eg hafði ekkert að lifa á. Húsið okk- ar var selt — og svo innanhúss- munir. Eg flutti í lítið saggasamt herberi. Elsti drengurinn minn, Tómas, veiktist og dó, og litli Hans skömmu seinna. Nú á eg einung- is eftir þetta aumingja, veika barn, sem eg held í fanginu — og eg veit ekki hvert eg á að fara með það. »Ríkið veitti veitingaleyfi; það hefir rænt mig börnum minum; en faðir þeira lifir ennþá og getur unnið fyrir mér og þessum litla. O, fyrir guðs skuld, gefið mér mann- inn minn aftur, og eg skal eilíf- lega blessa yfir yður!« Eg gaf honum frelsi, bætti land- sjórinn við er hann hafði lokið sög- unni. Rver oill gefa atRwajöí með veititiðaieyfi? Pað var í snotrum bæ í Pensyl- vaníu, að menn voru saman komn- ir, til að ákveða, eins og þeir voru vanir, hve mörg veitingahús skyldu hafa leyfi til að selja áfengi á kom- andi ári. Það voru margir saman komnir. Lögreglustjórinn var for- maður fundarins, auk hans voru uppi á pallinum, presturinn, einn af meðhjálpurum hans og læknirinn. Eftir að fundur var settur stóð einn af helstu borgurum bæjarins upp, hélt stutta ræðu og endaði með ' þeirri uppástungu, að vínveitingaleyfi væru gefin eins og árið sem leíð. Hann héit það væri ekki vert að vekja óánægju með því að banna veitingaleyfi, það væri betra að gefa vönduðum mönnum leyfi og láta þá selja. Flestir voru ánægðir með þessa uppástungu. Fronaður fund- arins var að því kominn að leggja spurninguna fram fyrir fundarmenn. Pá stóð einhver upp lengst frammi í salnum, allra augu litu þangað. Rað var þá göinul kona, fátæklega búin, og hrukkurnar á andliti henn- ar sýndu, að hún hafði orðið að þola miklar þjáriingar, en eldur sá, sem brann úr augum hennar bar vott um, að hún hafði einhvern tíma átt berti kjör en nú. Hún talaði til formannsins og fundarmanna, og sagði að hún væri komin af því hún hefði heyrt að ræða ætti um veitingaleyfi. »F*ið vitið allir hver eg er«, sagði hún. »Eg var einusinni eigandi að stærstu eigninni hér i bænum. Eg átti mann og 5 syni. Engin kona hefir nokkurn tíma átt ástúð- legri mann, engin móðir átt betri og elskuverðari syni. En hvar eru þeir nú? Undir 6 leiðum í kirkju- garðinum hvílir maðurinn minn og allir synir mínir. Ó, hve hörmu- legt, það eru alt drykkjumanna- grafir!« »Herra læknir, hvernig urðu þeir drykkjumenn. Pér komuð og drukk- uð með þeim og sögðuð þeir hefðu gott af því að drekka hót'lega. Og þér líka herra minn (sagði hún um leið og hún sneri sér til prestins), þér drukkuð með manninum mín- um og synir mínir héldu það væri hættulaust að drekka líka fyrst þeir með því fyldgu yðar göfuga dæmi »Og þér, herra minn«, sagði hún við hinn þriðja, »þér selduð áfeng- ið, sem kom því til leiðar að þeir urðu drykkjumenn. Nú hafið þér alt, sem eg átti, þér hafið fengið það fyrir áfengið, sem eyðilagði ástvini mína.« »Og nú«, sagði hún, »hef eg lok ið erindi mínu, og fer aftur á fá- tækrahúsið, því Jaar er heimili mitt; eg mun aldrei koma og mæta yð- ur aftur og tala til yðar prestur minn, eða til yðar hr. læknir, fyr en eg mæti yður fyrir guðs dóm- stóli, þar munuð þér líka mæta vesalings manninum mínum og son- um okkar, sem þér með áhrifum yðar leidduð afvega, svo þeir dóu sem drykkjumenn.* Oamla konan settist niður. Pað var dauðaþögn í salnum þangað til formaðurinn stóð upp og spurði þá, sem við staddir voru: »Eigum vér að biðja yfirvöldin um leyfi til að selja áfengi hér í bænum næsta ár?« ’ Hið eindregna »nei«, sem berg- málaði í húsinu, gaf það til kynna hvílík áhrif orð gömlu konunnar höfðu haft. Menn óskuðu ekki frekar eftir veitingaleyfi. Kæri lesari, þú hefir máske ekki séð slfkar afleiðingar af brennivíns- sölunni í bænum sem þú býr í, því margar afleiðingar drykkjuskaparins eru ókunnar fjöldanum, en þú hef- ir eflaust séð eitthvað af því böli sem drykkjuskapurinn hefir í för með sér. Vér vonum því, að þú viljir beita áhrifum þínum til að styðja allar þær tilraunir sem miða til þess að útrýnia áfengisbölinu. -æ>-æx> - Ruernið ðetur konn viðbnldið ungkgu útliti? Pessu svarar »Tit Bits« þannig! Skynsöm kona borðar þrjár máltíðif

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.