Frækorn - 27.11.1908, Blaðsíða 1

Frækorn - 27.11.1908, Blaðsíða 1
Davíds sálmur m. (Lag: Inndælan, blíðan.) Ljómandi gleði lifnar í geði, iít eg til þín, _J alvaldi herra, öll léztu þverra andvörpin mfn. Ljósanna faðir, eg lofa þig vil, lofsyngja þér, meðan hér er eg til. Dauðans í böndum, heljar í höndum, hneptur eg lá. Sjúkur og þjáður, hryggur og hrjáður, hrópaði’ eg þá: »Eilífi faðir, ó, frelsaðu mig, frelsaðu líf rnitt, eg grátbæni þig- * Mildur og blíður, mjúkur og þíður, miskunnargjarn faðirinn náða frelsaði’ hið þjáða fáráða barn. Vertu því róleg nú aftur, mín önd; öllu til góðs breytir lausnarans hönd. Tárin af hvarmi, bölið úr barmi burt tók hans mund. Fót minn hann reisti, William Howard Taft. (Sjá grein á bls. 214.) líf mitt hann leysti lausnar á stund. Hraustur og glaður eg geng nú um láð, göfgandi drottins míns eilífu náð. Hverju’ er að tjalda? Hvað skal eg gjalda honum í mót? L Heit vil eg greiða, hans nafn útbreiða hjartans af rót. Frelsisins bikar eg hefja vil hátt, heilagan tignandi frelsárans mátt. Ljómandi fagur íagnaðardagur fer nú í hönd. Hér vil eg læra lofgjörð að færa lífsins á strönd. Hér vil eg breiða guðs lof út um láð, lofandi drottins míns eilífu náð. V. B. P Ó, snú mér, herra, frá heimi til þín, lát hjarta mitt finna, að ok þitt er létt, og finna, að perlan, sem fegurst mér skín, er friður og auðmýkt, ef skilið er rétt. Wesley.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.