Frækorn - 27.11.1908, Qupperneq 2

Frækorn - 27.11.1908, Qupperneq 2
FRÆKORN 210 Undur. Frh. Nýja guðfræðin svokallaða ger- irlítiðúrkraftaverkunum. Undra- lækningar Jesú hafaíaugumhenn- ar ekkerf'sögulegt gildi, það er ekkert áríðandi að trúa, að hann uppvakti Jaíri dóttur, son ekkj- unnar í Nain eða Lasarus o. s. frv. Og viðvíkjandi uppvakningu sonar ekkjunnar í Nain, hefir helzti talsmaður nýju guðfræð- innar hér sagt nýskeð í heyranda hljóði, að það væri ekki áríðand: að trúa þeirri sögu. Sumir hinna allra hættulegustu afneitara vorra tíma halda því fram, að sagan um upprisu Jesú sé álíka óáreiðanleg. Stærsta undrið er þar líka véfengt. Sum- ir þeirra halda enn tast við, að Jesús sé sannarlega upprisinn. — En í ranninni muri skamt vera milli þessara tveggja fylkinga vantrúarinnar. Annaðhvort er maður trúaður á Jesú eða ekki. Trúir maður ekki, að hann hafi gjört þau verk, sem hin einu heimildarrit kristindómsins skýra frá, að hann hafi gert, þá er skamt frá því að neita líka því, að hann sé upprisinn líkamlega og segja f stað þess, að uppris- an hafi verið andleg, segja, að hann hafi lifað eftir dauðann á einhvern hátt svipað því, sem andatrúarmenn halda. Og þessi er afstaða fjölda þeirra, er halda fram nýju guðfræðinni. En hvað verður þá af krist- inni trú? Hvar verður krafturinn, ef fylgt ér þeirri stefnu? Hver er vissan, sem fylgir henni? — Engin! Reim, sem lifa án guðs, og þeim, er vilja særa kristnu’trúna hjartastað, hlýtur slík stefna að vera fagnaðarefni. — Og óvin- inum gamla hlýtur að vera skemt með slíku og öðru eins. Gefi guð oss náð til þess að þekkja stefriurnar, og fylgja hinni sannkristilegu stefnu, sem ein getur veitt líf og kraft! Regar Jesús læknaði sjúka eða uppvakti dauða, þá gerði hann það sem herra náttúrunnar, enda sannaðist með kraftaverkum hans að hann væri guðs sonur. »Vér vitum, að þú ert lærifað- ir kominn frá guði, því engin:i getur gert þau jarðteikn, sem þú gjörir, nema guð sé með hon- um«, segir Nikodemus við Jesúm. Jóh. 3, 2. Nýja testamentið vitnar þrá- faldlega um það, að undur eða kraftaverk Jesú urðu til þess að vekja trú mannaájesúm. í Jóh. 2, 11. lesum vér: »F*etta var hið fyrsta jarteikn, sem Jesús gjörði í Kana í Galílea. Og hann opinberaði sína dýrð, og hans lœrisveinar trúðu á hann.« Þeir sem vilja draga úr jar- teiknunum; sem orðið vitnar um, að Jesús gjörði, mikla ekki dýrð hans, heldur styðja þeir að því, að menn missi trú sína á hann. — Regar Lasarus var vakinn frá dauðum, segja Gyðingar: »Hvað eigum vér að gjöra? því þessi maður gjörir mörg jarteikn.« Jóh. 11, 47. Að neita jarteiknum nýja testa- mentisins er sama sem að neita Jesú sjálfum. - En svo ber við, að enginn, sem vill hafa gildar ástæður fyr- ir trú sinni á kraftaverkunum, þarf að vera án þeirra. Rit nýjatestamentisins hafa gengið í gegn um eldinn, hvað efa og gagnrýningu snertir. Rjóðveijar hafa farið þar lengst, og það; sem sumir guðfræðingar héf- lendir hafa boðið mönnum af efasemdum og gagnrýningu á ritufn nýja testamentisins, er tek- ið eftir þessum þýzku afneitur- um, eða svokölluðum rannsókn- urum. En þótt mótstöðumenn krist- indómsins hafi leitað allra bragða; til þess að sanna, að rit nýja testamentisins séu ekki -eftir þá höfunda, sem þau eru kend við, og séu skrifuð miklu seinna, en þessir menn lifðu, þá hafa þó þeir, sem lengst hafa farið í þessu orðið að játa, að enginn efi gæti leikið á þvf, að Rómverjabréfið, Korinþubréfin og Galatabréfin eru eftir Pál postula og rituð á t'yrsta mannsafdri eftir dauða frelsarans. Enginn efast um sannsögli Páls postula; hann segir um sjálfan sig, að hann »mæli fram með sér fyrir hvers manns sam- vizku fyrir guðs augliti.« (2. Kor. 4, 2). ‘ En af ritum hans sést glögt, að hinn fyrsti kristni tími var öld kraftaverkanna. í 1. Kor. 12, 10. 28. og 29. talar hann um »framkvæmdir kraftaverka« og þá, »sem gjöra kraftaverk«. í Gal. 3, 5. sömu- leiðis. Frá hinum elstu tímum höf- um vér viðvíkjandi Jesú mjög eftirtektaverðanvitnisburðumjesú frá merkum sagnaritara, er lifði samtímis Jesú. Pessi maðurvar Flavius Josefus. Hann hefir rit- að afarmikið verk um sögu Gyð- inganna. Hann segir þar við- víkjandi Jesú: »Á þessum tíma lifði maður, sem hét Jesús, vísdómsfullur mað-

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.