Frækorn - 27.11.1908, Page 5

Frækorn - 27.11.1908, Page 5
FRÆKORN Bittdindis-aiHlmælum, stórorðum en'sannanalitlum, hreyfði einhver »rithöfundur« í blaðinu slngólfur? nýlega. F*egar eg var búinn að !esa rit- smíð þessa, datt mér í hug saga, sem gerðist í Kaupmannahöfn hér um árið. Maður var búinn að fá sér tals- vert neðaní því, var orðinn góð- glaður í meira lagi. Og honum fundust allir hlutir mögulegir. Honum kom til hugar, að sjálf- sagt væri það lítilræði fyrir sig að fella *Rundetaarn« Og í »alveldi« stýrir hann á það. Rekur höfuðið í j^að. *Rundetaarn« féll ekki, þrátt fyr- ir alla »trú« mannsins. Rar á móti hafði áreynslan tals- vert óþægilegarj 'afleiðingar fyrir manninn sjálfan. Hann stórskemdist og varð að leggjast á sjúkrahús. Bannlagamálið fellur ekki frem- ur en »Rundetaarn« í Kaupmanna- höfn. Þeir, sem ráðast á bannlagamál- ið, geta náð því einu handa sér: Stórskemt sig í áliti góðra manna — og auk þess styrkt þann mál- stað, sem þeir kunna að vilja hnekkja. B*Kur Oð rit. Heiðarbýlið. Saga eftir Jón Trausta. — 160 bls. — Rvík 1908. (Arinbj. Sveinbjarnarson og Þorst. Gíslason.) Bók þessi er framhald sögunnar Höllu, sent »Frækorn« á sínum tíma gátu um. Halla fellur og kemst í ógæfu. Prestur er sekur að miklu leyti um fall'hennar og ógæfu. í »Heiðar- býlinu« fréttum vér ekki um prest- inn, en þar á móti snýst alt sögu- efnið um Höllu og barn hennar, og sambúð hennar við Olaf sauða- mann, er gekk að eiga Höllu fyrir borgun frá prestinum. Lýsingarnar á þessu lífi eru ein- staklega skýrar og góðar. í bók- inni eru dregnar upp einstaklega sannar myndir af íslenzku lífi og staðháttum. Höf. hefir glögt auga fyrir sambandinu á milli íslenzkrar náttúru og íslenzks þjóðlífs. Sagan er ekki viðburðarík, ekki beinlínis »spennandi«, en þó svo hugtakandi, að sá maður heldur áfram að lesa, sem einu sinni er byrjaður. Hann sér sögufólkið mjög svo skýrt fyrir sér, og hann sér samband milli yfirsjóna þess og afleiðinga þeirra. í siðferðislegu tilliti hlýtur ávin- ingurinn að verða mikill af því að lesa »Höllu« og »Heiðarbýlið«. Sem heild skoðaðir tala þessir sögu- þættir mikið alvörumál sannleikans og hreinskilninnar: »Ein af höfuðsyndum mannkyns- ins er það, að víkja af vegi sann- leikans. Lygin er elsta syndin, móðir annara synda, móðir dauð- ans.« (Bls. 144.) Það er ekki aðeins i aðaldráttum sögunnar, að þetta kemur fram; það bergmálar úr fleirum áttum í sögunni. Til dæmis lýsingin á kirkju- rækni fólksins (bls. 123): »Menn hópuðust saman til þess að heyja málþing og hafa hver annan að umtalsefni, frétta sveitar- nýjungar og fiska hneykslis-sögur, sem lágt höfðu farið. Undir kirkju- veggjuiium, á leiðum hinna fram- liðnu, eða í kringum fágætan söð- ul, söfnuðust menn saman með hljóðskraf sitt. Fyrir þessa skemt- un unnu menn það til að sitja í kirkjunni nokkrar stundir, hlusta þar á leiðinlegan söng, leiðinlegt tón og leiðinlega ræðu í ofanálag.« Lýsingin á Settu er önnur sann- leikshugvekja, meistaralega vel gerð. Hafi höfundurinn þakkir fyrir 213 slíkar lýsingar. Pær gera altaf gagn. Oft meira gagn en áminn- ingarræður, því að sagan letrar lær- dóma í huga lesendanna betur en hægt er að gera á annan hátt. ísland hefir ástæðu til þess að gleðjast að þessum syni sínum og vona, að áhrif hans tii verulegs góðs á andlegt lif manna verði mikil og varanleg. Jón Trausti hefir hlotið bæði last og lof. Meðan hann kom fram sem rithöfundur undir eigin nafni sínu, fóru ýmsir alveg óþokkalega með hann. Pegar hann kom fram sem »Jón Trausti«, brá mikið til batnaðar. Nú, er hann hefir gefið löndum sínum tvær, þrjár skáld- sögur, sem eru góðar, eru menn farnir að hrósa honum, svo lítið vit er í því »Nú eru meiri skáld- leg tilþrif hjá honum en nokkr- um öðrum.« Slíkir dómar eru bók- menta kritík landsins til skammar; algert ranglæti gagnvart ágætum rithöfundum, svö sem Jóni Thor- oddsen, Gesti Pálssyni o. tl. Vonandi hefir oflofið jafnlítil áhrif á »Jón Trausta« og níðið hafði. Ættargrafreiturínn. Sigurjón Jónsson íslenzkaði. Rvík 1998, 159 bls 8vo. Saga þessi er þýdd úr norsku, og lýsir hún meðal annars hug- djörfum og góðum dreng, er gerir hvað í hans valdi stendur, til að vernda grafreit ættar sinnar, og jafnframt lýsir hún mæta vel gömlum og ágætum karli í alla staði, þar sem afi drengsins er; hann heldur fast við sinn hlut, og hugsar um það eitt að gjöra það, sem er rétt. Hugsunarhátt- ur söguhetjanna er í alla staði hinn bezti, og sá, er vill lesa sögur af góðum mönnum, ætti að lesa sögu þessa, en aðallega er sagan handa börnum, handa

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.