Frækorn - 27.11.1908, Page 6

Frækorn - 27.11.1908, Page 6
214 FRÆKORN þeim er' hún ágæt. Rýðandinn, hr. Sigurjón Jónsson, hefir leyst starfa sinn velýaf hendi, og eng- inn efi er á því, að gott væri fyrir menn að gefa unglingum þessa bók’í héndur. Hún hlýtur að hvetja alla til góðs. Útgefendurnir eru nokkrir ung- ir ménn, sem myndað hafa lítið felag með sér til útgáfu bóka. Félagið heitir »Vísir«, og lítur út fyrir, eftir byrjuninni að dæma, að það muni verða »góðs vísir.« Rorst. guðfræðingur Björns- son hefir nú gefið út fyrirlestra þá, er hann flutti hér í bænum síðari hluta vetrar 1907 um páfa- dóminn, munka og nunnur og helga menn, og kallar hann bók- ina »Skuggamyndir«, og er nafn- ið vel valið, þvf aðallega dregur hann fram hina svörtustu hlið kaþólsku kirkjunnar. Er þetta allmikil bók: 200 blaðsíður í 8-blaða broti og kostar hún 1 kr. 75 aura. Margir munu þeir vera hér á landi, er lítt þekkja til aðferða kaþólsku kirkjunnar, og má bókin vera þeim kærkomin. Er það ætíð þarft verk að jeiðbeina fólki, og vara menn við ^að láta ó- fyrirleitna menn fleka lítt ment- áða alþýðu, og hafa hana fyrir féþúfu. — En enginn vegur virð- ist eins hentugur til þeirra starfa sem sá að telja mönnum trú um, að þetta og þetta sé yíir- náttúrlegt, og það komi frá al- föður. — Má í þessu efni minn- ast á hina svo kölluðu »helgu dóma«, er bókin getur; þar sem rhenn tilbáðu bein, föt o. s. frv. áf einhverjum »helgum manni«. Þó vér íslendingar séum svo heppnir, að vera lausir að mestu við slík hindurvitni, þá virðist hér vera allgóður jarðvegur fyrir slíkt, og er sorgleg reynslasíðustu tíma nægur vottur þess. Er það allundarlegt, að »mentaðir« og skynsamir menn skuli hafa sigtil þessa; en auðvitað er þaðorð- inn »heiðarlegur« atvinnuvegur sem hvaðannað. Landslögin ættu að taka í taumana, og hefði ka- þólsku kirkjunni eigi tekist að kúga veraldlega valdið, eins og henni tókst, hefði húnaðlíkindum eigi komist svo langt sem raun varð á. Pó ekki væri annað en bók þessi opnaði augu þeirra manna er blindaðir virðast vera af trúarofstæki, hverju nafni sem það nefnist, þá væri það svo þarft verk, að höf. ætti hinar mestu þakkir skilið fyrir hana, — Menn verða að hafa það huglast, að þáð eru fleiri trú- arflokkar en kaþólska kirkjan, sem fara með hindurvitni, svo menn verða að varast fleira en hana, t. d. »andatrú« o. fl. þvíl. Að því er kemur til efni bókar- innar, er þess aðjgeta, að aðeins eru það hinar dökkustu hliðar kirkjunnar, sem þar eru dregnar fram á sjónarsvíðið; því kaþólska kirkjan á þó engu að síður glæsi- lega sögu en svarta; er bókin í því efni eigi óhlutdræg, sem saga, enda ber miklu fremur að skoða hana sem ádeilu en sögu. — En þess er þó að gæta, að víða hefir höf dregið úr svo svartir kaflar eru í sögu kaþólsku kirkj- unnar, að íslenzkri alþýðu mundi nóg boðið, ef alt væri sagt eins og er. Höf. hefir tekist allvel víða að láta menn skilja meining- una án þess þó almennu velsæmi væri misboðið. — Eigi ætla eg mér þá dul að gagnrýna svo meðferð höf. á sögunni, að bera vottorð um, að hvergi skeiki ártali eða því um líku, og er það aðeins fyrir kirkjufeður að inna slíkt af hendi. En bókin, sem er ætluð íslenzkri alþýðu,er engin nafnbótaritgerð —er hin fróðasta í alla staði, og ætti að verafróð- leiks-gjörnum mönnum, er eigi hafa ráð á að kynna sér þessi efni til hlítar, kærkomin; því hún segir frá mörgu, er aldrei hefir áður verið skráð á íslenzka tungu. Frágangurbókarinnar er sæmi- lega af hendi leystur; þó eru prentvillur allmiklar i bókínni, og stafsetning sumstaðar á þann veg, að lítt er skiljanlegt að »lærður* maður sem höf. skuli géta láta slíkt sjást. Er það lítið betra, en þegar rít Eiríks frá Brúnum voru prentuð stafrétt eftir hand- ritinu. J. Kr. Ritdómur þessi birtist í síðasta tölublaði »Templars«, en sökum vangá lentu meinlegar villur í hann, og er hann því prentaður hér upp af nýju samkvæmt ósk höfundarins. Ritdómarinn tekur mikið til í sama strenginn um bók þessa, og »Frækorn« gerðu í síðasta tbl., þótt hann vanþakki ekki höf. ritverk þetta eins mikið, og vér höfum gert. Ritstj. „Frœkorna“. tUiHiam fioward Caíí, binn nýi Bandaríkjaforscti. Um hann var fyrir nokkru ræki- leg grein í enskaj tímaritinu Review of Reviews. Rar segir svo meðal annars:

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.