Frækorn - 27.11.1908, Blaðsíða 8
216
FRÆKORN
Eorenz Frölicft,
einri af helstu teiknurum og mál-
urum Dana, andaðist 25. f. m., á
88. afmælisdag sinn. Meðal helstu
verka hans eru teikningar úr nor-
rænum hetjusögum, er út komu
1840, og »Norðurlandaguðir», er
hann gaf löngu síðar út. Fjöldi er
til eftir hann af teikningum í barna-
bókum og nokkur málverk, er þykja
merkileg. Nú á síðustu áruin vann
hann að því, að skreyta ráðhúsið
í Khöln.
Hína.
Frá Höfn er símað 19 þ. m.,
að Kínakeisari og ekkjudrotning séu
bæði dauð.
i millíón
manna eru atvinnulausir á Eng-
landi og írlandi.
Hobclsvcrðlaunin
Bókinentaverðlaunin verða í ár
veitt annaðhvort enska Ijóðskáld-
inu Swinburne eða sænsku skáld-
konunni Selmu Lagerlöf.
Soiss
Pjóðaratkvæði í Sviss 25. f. m.
leggur yfirumsjón um notkun alls
vatnsafls þar undir stjórn landsins.
D. Dstlund prédikar i Betel
sd. kl. 6,30 síðd.
Jlðfluíningsbannið.
Nú ér orðinn Vkunnur árang-
urinn af atkvæðagreiðslunni í
Skúla-kjördæminu, Norður-ísa-
íjarðarsýslu 205 greiddu atkvæði
með aðflutningsbanni, en 37
inóti. Hefir hvergi jafn eindreg-
inn vilji kjósenda um aðflutnings-
bann komið fram, og virðist
enginn efi vera á því, að bind-
indismá'ið — aðflutningsbanns-
málið — hafi stórum grætt á
því í þessu kjördæmi að bland-
ast ekki saman við stjórnarskrár-
málið, eins og skeði við hina
almennu atkvæðagreiðsluj'því að,
þótt segja megi, að atkvæða-
greiðslan væri sér í lagi 10. sept.,
þá er það víst, að ákefðin, sem
þá var í mönnuin, út af frum-
varpsmálinu, tók frá mörgum
stillinguna til að hugsa um að-
flutningsbannsmálið svo sem
vera ætti. — Og er það von
vor, að háttvirtir þingmenn at-
hugi þetta, þegar til kastanna
kemur. Fylgi bannlagamálsins
er áreiðanlega meira, en atkvæða-
greiðslan sýnir, að konum og
unglingum ógleymdum. — Alls
greiddu 4,850 kjósendur atkvæði
með, en 2,218 móti bannlögun-
um. Pað er um 60 af hundraði.
Einar blörlcifsson
flutti aftur andatrúarfyrirlestur
á sunnudaginn var. Kostaði það
50 au. að heyra til hans. Marg-
ir sóttu, og varð því gróðinn
allgóður hjá honum.
Hann byrjaði á því að segja,
að það, sem kallað væri vísindi,
hefði í rauninni ekkert gildi.
Enginn óyggjandi sannleikur
væri til. Vér vissum einu sinni
ekki, hvort salurinn, sem vér
þættumst vera í, væri í raun og
veru til, eða hvort vér vær-
um hér eða miljónir mílna úti
í geimnum.
En alt í einu var hann orðinn
viss, þegar hann fór að tala um
myrkraverkin sín og félaga sinna.
Rau væru vissulega sönnuð,
sagði hann. — Að hann væri
að fara með vandræðalega ósam-
kvæmni, virtist " alls ekki " detta
honum í hug.
Um »fyri brigði« spir tismans
í öðrum löndum varð höf. skraf-
drjúgast. Samt var það mest-
megnis endurtekning á því,
sem hann áður hefir sagt.
íslenzku »fyrirbrigðin« var
minna talað um.
Eitt hið helsta var það, að
andinn einn, sem vildi sýna sig
hj í þeim, þyldi ekki Ijósið(l). —
Og er það auðvitað mesta mein
spiritismans hér og annarstaðar.
Bráðkvaddur
varð 22. þ. m. Borlákur Bor-
láksson frá Vesturhópshólum í Húna-
vatnssýslu, 59 ára að aldri.
Nýprentað:
Skuggamyntlir.
Alþýðlegar frásagnir úr sögu páva-
dómsins.
Höfundur: Þorateinn Björnsson
cand. theot.
200 bls. Verð: kr. 1.75.
Fæst hjá bóksölum.
B^Ernst Reinh. V o i art.
»'5' Markneukirchen No. 326.
— Beztu tegundir. - Lægsta verð.
íl-nrvnl,rá P‘ ^vström í Harlstad
IllUPI eru v'ðurkend vera hljóm
ol t)Ul fcgurst Og ódýrust eftir gæð-
um. Markús Þorsteinsson Reykjavik.
rn ÆTI/nRN k°sta hérá landi 1 kr. 50 au. um
r nACilVUnii árið. [ Vesturheimi 60 cent. —
Úrsögn skrifleg; ógild, nema komin sé til útg
fyrir 1. okt. enda sé ursegjandi skuldlaus við blaðio
Qjalddagi 1. okt.
Prentsmiðja uFrækorna".